Frétt

Leiðari 12. tbl. 2005 | 23.03.2005 | 11:56Ómaksins vert að staldra við

,,Sá mesti, sem sögur fara af, var fátækastur allra“, sagði skáldið og heimspekingurinn Emerson. Hver ætli það hafi verið? Hvaða hlutverki hafði hann að gegna? Og hafi hann yfir höfuð átt erindi, er hans þá nokkur þörf nú á tímum þegar tæknin sér um að uppfylla þær daglegu þarfir, sem maðurinn hefur talið sér trú um að hann geti ekki án verið og sem virðast þeim einu takmörkunum háðar að ljósleiðararinn brenni ekki yfir? Höfum við ekki meiri þörf fyrir góðan rafvirkja?

,,Ég blekki alla stjórnmálamenn með því að segja þeim sannleikann“, var haft eftir Bismarck, valdamiklum þjóðarleiðtoga um áratuga skeið. Kænska Bismarcks gagnast ekki almenningi, sem hefur það vald eitt að kjósa yfir sig leiðtoga á fjögurrra ára fresti.

,,Friði verður ekki haldið uppi með hervæðingu, hann varðveitist aðeins með því móti, að mennirnir reyni að skilja hverir aðra.“ Albert Einstein hvatti Bandaríkjamenn til að verða á undan Þjóðverjum að smíða kjarnorkusprengju, en varaði síðar við notkun hennar í hernaði. Bandaríkjamenn tóku hvatningarorð hans alvarlega en sniðgengu viðvörunina. Af því verður aðeins einn lærdómur dreginn: Aldrei aftur Hiroshima og Nagasaki!

Páskahátíðin er framundan. Hátíðin sem minnir okkur á hvernig við tókum Honum, sem sagðist til þess fæddur og til þess kominn í heiminn að bera sannleikanum vitni. Enn þann dag í dag skjótum við okkur á bak við Pílatus, sem spurði: Hvað er sannleikur?

,,Sannleiknum meta sitt gagn meir“, kvað sálmaskáldið, Hallgrímur Pétursson, um valdsmennina forðum og bætti um betur: ,,Hvað margur nú í heiminum / hér fyrir lastar Pílatum, / sem þó elskar og iðkar mest / athæfið hans og dæmin verst.“ Gott betur en þrjár aldir eru liðnar síðan þetta var ort.

Er ekki ómaksins vert að staldara við? Nægir okkur, þegar allt kemur til alls, sá yfirhlaðni tilbúni lífsstíll, sem við höfum tileinkað okkur? Er svo komið að við teljum okkur geta lifað á einu saman brauði?

Bæjarins besta fagnar komu gamalla Ísfirðinga og annarra gesta til Ísafjarðar á páskum, vonar að þeir njóti dvalarinnar og hafi síðan góða heimkomu.

Blaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegar páskahátíðar.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli