Frétt

| 12.09.2001 | 16:09Vitið þér enn - eða hvað?

Hryllilegir atburðir áttu sér stað vestur í Bandaríkjunum í gær. Þúsundir manna urðu þá fórnarlömb miskunnarlausrar sjálfsmorðsárásar óþekktra hermdarverkamanna. Fólk er felmtri slegið. Stjórnvöldum í mesta herveldi heimsins er brugðið við svo stórfellda árás á bandaríska þegna í helstu miðstöð fjölþjóðasamstarfs og fjármálakerfis heimsins. Hvernig gat þetta gerst? Og enn frekar: Hvers vegna gerist þetta? Ekki ætla ég mér að svara þeirri spurningu til hlítar. Hins vegar verður mér hugsað til stefnu bandarískra stjórnvalda gagnvart atburðum sem átt hafa sér stað í Miðausturlöndum síðustu misseri. Má ætla að gjörðir bandarískra stjórnvalda og afskiptaleysi Vesturlanda af þróuninni þar hafi frjóvgað þau fræ sem urðu að þeim óheyrilegu atburðum sem áttu sér stað í New York í gær?
Í fréttum í gær sáum við hvernig ósköpin dundu yfir. Venjulegar farþegaflugvélar voru notaðar sem stórtæk vopn gegn stórbyggingum bandarísks fjármálaheims. Venjulegir borgarar voru notaðir sem skjöldur og þeim fórnað á altari vitstola, örvæntingarfullrar og óskiljanlegar hefndaraðgerðar. Við sáum hvernig fólk fylltist skelfingu og hræðslu. Viðbrögðin voru reiði og hryggð.

Í fréttum í gær sáum við líka börn og unglinga fagna á götum úti. Óskiljanlegt - fáránlegt, segjum við. Hvernig má það vera að fólk bregðist við á þennan hátt? Hvaða reynsla er það sem fær fólk til að bregðast þannig við öðrum eins atburðum? Jú, þetta voru börn og unglingar á hernumdu svæðum Ísraelsmanna í Palestínu. Börn og unglingar sem lifðað hafa árum saman við skelfingu og hræðslu. Þau hafa upplifað reiði og hryggð á hverjum degi; orðið fyrir óskiljanlegum hefndaraðgerðum mánuðum saman; verið fórnað á altari alþjóðastjórnmála og fjármagnsafla áratugum saman. Það eru þessir unglingar sem eru fóðrið í sjálfsmorðsárásum framtíðarinnar. Það er að segja, ef ekkert er aðhafst.

Hverjir hafa varið árásarstefnu Ísraels? Hverjir hafa matað Ísraelsmenn á fullkomnustu hernaðartólum sem finnast á jörðu? Hvernig hafa þau ekki verið notuð gegn saklausum borgurum á hernumdum svæðum sem lúta stjórn Ísraelsmanna sjálfra? Hvað hafa margar kynslóðir Palestínumanna vaxið upp á hernumdum svæðum, eða í flóttamannabúðum undir járnhæl Ísraelsmanna síðustu áratugi? Hvaða framtíðarvonir ætli ungir Palestínumenn beri í brjósti sér? Hve margir þeirra telja lífi sínu rétt varið í sjálfsmorðsleiðangri gegn þeim sem þeir trúa að eigi sökina á þjáningum þeirra og vonleysi? Hver er ábyrgð Bandaríkjamanna?

Mesta herveldi sögunnar skelfur undan mönnum sem hugsanlega voru eitt sinn unglingar í slíkri stöðu. Hvort sem það reynist rétt, þá eru dansandi unglingar í Palestínu merkið sem við ættum að taka eftir. Bandaríkjastjórn sem mestu ræður í heiminum hefur lagt undir höfuð að beita áhrifum sínum til að réttlátir samningar og friðarferli héldi áfram eins og samið var um milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Það hefði verið þeim í lófa lagið. Með stefnu sinni kynntu þeir undir báli, sem nú hefur teygt loga sína inn í kjarna “stóra eplisins? – inn að miðju vestrænna yfirráða.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli