Frétt

| 12.09.2001 | 16:02Kuldahlátur í Washington

Ég þurfti að láta fréttaþulinn segja mér þetta tvisvar: Kjósendur Framsóknarflokksins eru orðnir mestir stuðningsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt skoðanakönnun sem Samtök iðnaðarins létu gera. Þetta er kostulegt, og eiginlega grátbroslegt, í ljósi sögunnar. Jón Baldvin hlýtur að glotta við tönn í pólitísku grafhvelfingunni í Washington.
Sú var tíð að ekki mátti nefna höfuðborg Belgíu við ákveðna forystumenn Framsóknar, öðruvísi en að þeir umhverfðust, og flyttu fyrirlestur a la Snorri í Betel að lýsa viðurstyggðinni í Sódómu. Það munaði ekki miklu að Jón Baldvin væri úthrópaður sem landráðamaður fyrir að knýja samninginn um EES í gegnum Alþingi. Þá hömuðust þeir, Höllustaðamenn og Brúnastaðabræður, og spöruðu ekki stóru orðin til að lýsa þeim hörmungum sem samningurinn myndi leiða yfir íslensku þjóðina.

Andstaða Framsóknarmanna við allt sem byrjaði á E hafði afdrífaríkar pólitískar afleiðingar. Örlítil upprifjun: Árið 1991 sat ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar við völd, studd af Framsókn, Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og einhverjum restum af hinum skrautlega en skammlífa Borgaraflokki. Jón Baldvin Hannibalsson var utanríkisráðherra, og leiðandi fyrir hönd EFTA í viðræðum við Evrópusambandið um samning um eitt, stórt evrópskt efnahagssvæði. Í orrahríðinni fyrir þingkosningarnar 1991 komust Framsóknarmenn að þeirri niðurstöðu, nokkuð óvænt, að þeir væru á móti fyrirhuguðum samningi um EES, á þeim forsendum aðallega að Íslendingar myndu með aðild að honum afsala sér fullveldinu.

Alþýðubandalagsmenn, undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar, tóku svipaðan pól í hæðina, en Sjálfstæðismenn komu með óljóst útspil um að þeir vildu tvíhliða viðræður Íslands og Evrópusambandsins. Jón Baldvin hafði náttúrlega unnið með Ólafi Ragnari og Steingrími í ríkisstjórn árin á undan og leit á afstöðu þeirra nú sem lágkúruleg svik og kosningabrellu. (Muniði eftir flaumi útvarpsauglýsinga frá Framsókn: XB -- ekki EB. Þetta þótti ákaflega sniðugt.)

Kosningarnar 1991 voru sögulegar. Davíð, sem var nýbúinn að fella Þorstein Pálsson í hörðum formannsslag í Sjálfstæðisflokknum, leiddi flokkinn til þokkalegs sigurs, en ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hélt nú samt meirihluta á Alþingi. Og allt í einu var Jón Baldvin, með sinn tíu manna þingflokk, kominn í lykilstöðu í íslenskum stjórnmálum.

Steingrímur og Ólafur Ragnar voru fljótir að kveikja á perunni og varla var kosningasjónvarpinu lokið þegar þeir voru búnir að bjóða Jóni Baldvin embætti forsætisráðherra í vinstristjórn. Og hvað með EES-samninginn? spurði Jón Baldvin, sem einhverntíma á góðri stund hafði álpast til að missa út úr sér að hann hefði lært til forsætisráðherra í skoskum háskóla. Það má semja um allt, sögðu Steingrímur og Ólafur Ragnar, þrautreyndir kúvendarar báðir tveir.

En Jón Baldvin, sem leit svo á að þeir hefðu svikið sig illilega í ríkisstjórn Steingríms, lét þá sigla sinn sjó og brunaði út í Viðey með Davíð. Hinn nýi og galvaski formaður Sjálfstæðismanna var fljótur að útskýra fyrir Jóni Baldvin að hann mætti alveg semja við Evrópusambandið um þetta evrópska efnahagssvæði, enda væru Sjálfstæðismenn dauðfegnir að þurfa ekki að halda kröfum sínum um "tvíhliða samninginn" til streitu. Það fór vel á með þeim, Davíð og Jóni Baldvin, enda þekktust þeir lítið, og þeir voru ekki nema rúmlega korter eða svo að púsla saman nýrri ríkisstjórn.

Það má þannig færa rök að því -- einsog Jón Baldvin hefur gert seint og snemma -- að ofstækisfull afstaða Framsóknar og Alþýðubandalags gegn EES hafi átt mestan þátt í að lyfta Davíð Oddssyni til æðstu metorða. Steingrími varð svo mikið um þessi málalok að hann hrökklaðist í Seðlabankann, en Ólafur Ragnar hamaðist áfram með gömlum vinum í Framsókn gegn EES-samningnum. Heiftin var á köflum ótrúleg og varð til þess að Framsóknarmenn, sem að upplagi eru ekki kreddufastir, voru lengi vel pikkfastir ofan í skotgröfunum og létu rigna þaðan óhróðri um allt sem byrjaði á E.

Nú er öldin önnur. Í utanríkisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar hefur Framsóknarflokkurinn hægt og bítandi verið að mjaka sér uppúr skotgröfinni, og alls ekki fráleitt að flokkurinn gangi til næstu kosninga undir slagorðinu XB -- Ísland í EB.

Og kuldahláturinn bergmálar í pólitísku grafhvelfingunni í Washingon...

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli