Frétt

Soffía Vagnsdóttir | 21.03.2005 | 15:53Ingibjörg Sólrún er mín kona

Soffía Vagnsdóttir.
Soffía Vagnsdóttir.
Ég skrapp suður fyrir skemmstu. Lagði af stað eftir að hafa komið strákunum mínum af stað í skólann. Það var gaman að keyra Djúpið. Morgunbirtan falleg og vegirnir góðir. Þetta er allt að koma. Loksins. Ég hlustaði á langbylgjuna meirihluta leiðarinnar þar sem, - eins og allir vita, töluvert vantar upp á útsendingarmöguleika útvarpsstöðvanna inn á þetta svæði. Verður aldrei of oft kveðið mikilvægi þess að koma þessu í lag. En Rás I átti góða spretti í frábærri dagskrárgerð kvenna eins og Margrétar Örnólfsdóttur sem er ein af uppáhaldsútvarpskonum mínum. Maður fann ekki fyrir skjálftanum á fréttastofunni í þeim þætti né öðrum þennan dag þrátt fyrir upplausn.

Tilgangur ferðar minnar var einn; að vera viðstödd þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tilkynnti framboð sitt til formannsembættis Samfylkingarinnar. Ég var komin suður um tvö leytið. Hugsaði mikið til sýslumannsins í Bolungarvík sem berst fyrir breyttum reglum um hámarksakstur miðað við breyttar akstursaðstæður og betri vegi.

Hún tók á móti mér sjálf. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún var stórglæsileg. Björt og brosandi og til í slaginn. Hún er mín kona. Smám saman fylltist salurinn af fólki. Bara svona á miðjum miðvikudegi. Allir vildu taka þátt og sýna hug sinn. Alls konar fólk, - á öllum aldri. Það var sko stemning. Ég hitti margt góðra vina frá fyrri tíð og mörg óvænt andlit.

Tilfinningin var einhvern veginn ólýsanleg þegar formlegur blaðamannafundur hófst klukkan þrjú og Ingibjörg hóf upp raust sína. Afslöppuð en ákveðin. Ég fékk þá tilfinningu að þetta væri upphafið af einhverju alveg sérstöku. Í orðum sínum talaði Ingibjörg Sólrún um lýðræðið. Hún vill eiga þátt í að efla lýðræðið. Hún nefndi margt annað sem hún vildi hafa áhrif á til breytinga s.s., stöðu kvenna, atvinnumál og margt fleira. Hún hefur skýra og sterka framtíðarsýn. Hún minnti líka á að hún væri ekki að stíga fram sem einstaklingur heldur sem talsmaður stórrar fylkingar, Samfylkingar, - sem ætti að vera í ríkisstjórn vegna stærðar sinnar og skoðana.

Ég er sammála Ingibjörgu. Þess vegna mun ég styðja hana til formanns í Samfylkingunni. Hún er að mínu mati forystumaður þjóðarinnar til framtíðar. Hún er málssvari stórs hóps og lýðræðislegrar hugsunar, – og, - hún er kona.

Það var ótrúlega gaman að taka þátt í þessu upphafi í átt að nýjum og breyttum tímum í íslensku samfélagi. Það verður gaman að komast alla leið! Ég efast ekki um að þeim fjölgar á næstu vikum sem vilja vera með í lestinni. Þá er um að gera að gerast félagi í Samfylkingunni til að geta kosið sér forystumann með lýðræðislegum hætti. Einn maður – eitt atkvæði.

Samkomunni lauk um hálf fimm leytið. Ég skellti kossi á kinn vinkonu minnar sem vinnur í næsta húsi við kosningaskrifstofu Ingibjargar í Ármúla 1. Síðan lá leiðin í lögregluskólann þar sem ég skaust inn til að faðma son minn og unnustu hans. “Ert þú hér, mamma?” spurði hann undrandi.

Eftir það ók ég úr bænum aftur. Leiðin heim tók lengri tíma vegna hvassviðris, rigningar og myrkurs. Það var gott að koma heim, - eins og alltaf. Vestfirðirnir lengi lifi!

Soffía Vagnsdóttir.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli