Frétt

| 12.09.2001 | 13:18Orkubúið og húsnæðiskerfið

Sveitarfélögin á Vestfjörðum eru í vanda stödd. Íbúum fækkar og kvótasetning á smábáta hefur í för með sér mikla óvissu, svo ekki sé meira sagt. Sá vaxtarbroddur sem best hefur dafnað í atvinnulífinu að undanförnu, smábátaútgerðin, á sér ekki viðreisn að óbreyttu, að dómi margra. Í síðustu viku var fjallað um ástandið á nýbyrjuðu kvótaári. Afleiðing fólksfækkunar og mikils brotthvarfs kvóta hefur skert fjárhag sveitarfélaganna, ekki síst þeirra stærstu. Íbúar á Vestfjörðum eru nú rúm átta þúsund, svipað og í Garðabæ. Aðstæður eru hins vegar allar aðrar. Vegalengdir eru miklar og þjónusta við íbúana því dýrari en þar sem margir búa á litlu svæði. Arfur fortíðarinnar er sá að litlu sveitarfélögin, sem síðar runnu saman í stærri, reyndu ótæpilega að nýta sér möguleika á fjárframlögum úr sjóðum ríkisins, bæði í formi styrkja og lána.

Stærsta einstaka eign sveitarfélaga á Vestfjörðum er Orkubú Vestfjarða, sem lögum samkvæmt er að verða hlutafélag. Hlut sinn í því vilja sveitarstjórnarmenn nú selja. Þeim er nauðugur sá kostur að leysa til sín allt það fé er unnt reynist að breyta úr föstum eignum í lausa aura. Á liðnu vori undirrituðu forsvarsmenn þeirra samning við ríkisvaldið um sölu. Sá böggull fylgdi skammrifi, að söluverðið skyldi ganga til greiðslu á lánum þeirra í félagslega húsnæðiskerfinu. Undir yfirlýsingu þess efnis rituðu fulltrúar seljenda. Nú halda þeir fram sínum skilningi og telja sig eingöngu hafa verið skuldbundna til þess að greiða gjaldfallin lán, þ.e. afborganir og vexti. Ríkisvaldið telur samkomulagið eiga að ganga lengra, að sögn viðsemjendanna.

Erfitt er að spá, einkum um framtíðina. Sannast það nú á nýjan leik. Án þess að ætla ráðuneytisstjórum iðnaðar- og viðskipta-, fjármála- og félagsmálaráðuneytis nokkuð illt, þá verður ekki annað skilið en forsvarsmenn sveitarfélaganna, sem rituðu undir hagstæðan samning um söluverð, telji sig hafa verið plataða. Ella leituðu þeir ekki liðsinnis stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga til þess að endurskoða nýgerða samninga varðandi ráðstöfun andvirðis. Íbúar Vestfjarða vænta þess að aðstoðin ásamt vinnu viðræðunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga dugi til þess að stærri hluti en samningur gerir ráð fyrir renni til sveitarfélaganna. Ekki veitir af til uppbyggingar heima fyrir.

Spurningar vakna. Ein er sú, af hverju sú vinna sem nú fer af stað var ekki unnin fyrir samningsgerð. Önnur er sú, af hverju sveitarfélögin standa ekki betur að vígi, að eigin mati, í samningum við ríkisvaldið en látið er í veðri vaka. Sú þriðja er einfaldlega þessi: Af hverju stöldruðu sveitarstjórnarmenn ekki við þegar sú ríflega uppbygging félagslegs húsnæðis átti sér stað er raun varð á? Svörin liggja ekki á lausu. Kapp er best með forsjá segir máltækið. Ákafi sveitarstjórnarmanna að komast yfir auðfengið fé er skiljanlegur, en réttlætir þó ekki að þau verði að lúta afarkostum, sé fullyrðing þeirra um að verið sé að bjarga vandræðum Íbúðalánasjóðs rétt. Vandkvæði félagslega húsnæðiskerfisins verður að leysa með sama hætti um allt land.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli