Frétt

mbl.is | 18.03.2005 | 10:20Japanska dómsmálaráðuneytið gagnrýnt fyrir meðferðina á Fischer

Japanskur þingmaður sagði á fundi dómsmálanefndar japanska þingsins í gær, að aðgerðir japanska dómsmálaráðuneytisins í máli skákmannsins Bobbys Fischers stofnuðu í hættu baráttu Japana fyrir að fá fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Satsuki Eda, þingmaður japanska Lýðræðisflokksins, sagði á nefndarfundinum, að sú afstaða japanskra stjórnvalda að vilja aðeins vísa Fischer úr landi til Bandaríkjanna en ekki til Íslands, eins og hann vildi sjálfur, væri brot á mannréttindum Fischers og kunni að skaða málstað Japans á alþjóðavettvangi. Að sögn japanska blaðsins Mainichi Shimbun spurði þingmaðurinn Chieko Noono, dómsmálaráðherra, hvort hún teldi þetta viðunandi stöðu mála. Segir blaðið að Noono hafi ekki gefið ákveðið svar.

„Það eru ýmis vandamál sem ég þarf að fást við þessa stundina en ég vil gjarnan koma fram með lausn eins fljótt og unnt er," sagði hún.

Noono sagði, eftir að íslensk stjórnvöld veittu Fischer dvalarleyfi á Íslandi í desember, að hún myndi íhuga að leyfa Fischer að fara til Íslands.

Japanska dómsmálaráðuneytið ákvað í ágúst á síðasta ári að Fischer skyldi vísað úr landi. Ráðuneytið stendur nú í málaferlum við Fischer til að tryggja að það geti vísað honum úr landi en hann hefur lýst því yfir að hann sé reiðubúinn að fara frá Japan af fúsum og frjálsum vilja, svo framarlega sem hann fái að fara til Íslands.

Eda sakaði japönsk stjórnvöld um að ganga erinda Bandaríkjamanna með því að halda því fram að aðeins sé hægt að vísa Fischer úr landi til Bandaríkjanna. Masaharu Miura, yfirmaður japönsku útlendingastofnunarinnar, sagði að grein 53 í innflytjendalögum landsins kvæði á um að aðeins sé hægt að vísa útlendingum úr landi til þess ríkis þar sem þeir eiga ríkisborgarétt.

bb.is | 27.10.16 | 15:56 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli