Frétt

bb.is | 17.03.2005 | 13:15„Ekki má dragast stundinni lengur að koma á fót sjálfstæðum háskóla“

Frá „stofnun“ háskólans í sumar.
Frá „stofnun“ háskólans í sumar.
Borist hefur yfirlýsing frá aðstandendum ráðstefnunnar „Með höfuðið hátt“ sem haldin var á Ísafirði í sumar. Yfirlýsingin er til komin vegna stofnunar Háskólaseturs og umræðu um háskólamál á Vestfjörðum. Hún skal birt hér óstytt: „Í tengslum við „Með höfuðið hátt“, ráðstefnu ungs fólks um framtíð Vestfjarða, sem haldin var á Ísafirði s.l. sumar, var efnt til táknrænnar athafnar þar sem stofnun Háskóla Vestfjarða var sviðsett af leikurum Morranns, atvinnuleikhúss ungs fólks á Vestfjörðum. Þá þegar höfðu ýmsir lýst yfir vilja sínum til að sjálfstæður háskóli verði stofnaður á Vestfjörðum og forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, heiðraði athöfnina með nærveru sinni. Vitað var að meðal heimafólks var eindreginn vilji til að háskóli yrði stofnaður á Vestfjörðum og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Aðstandendum ráðstefnunnar kom mest á óvart hversu mikinn samhljóm kallið eftir háskóla á Vestfjörðum fékk utan fjórðungs. „Nú verður horft til þingmanna þessa landshluta um að taka við því merki, sem vestfirskt æskufólk hefur hafið á loft og bera það fram til sigurs“, eins og leiðarahöfundur Morgunblaðsins komst að orði af þessu tilefni.

Ekki hefur farið á milli mála að það hefur valdið vonbrigðum í fjórðungnum að starfshópur Menntamálaráðherra hafi ekki fengið umboð til að vinna að stofnun Háskóla Vestfjarða og að markið hafi ekki verið sett á stofnun sjálfstæðs háskóla. Aðstandendur ráðstefnunnar telja þó ástæðu til að staldra ekki of lengi við umræður um stofnun háskólaseturs - heldur er ástæða til að einhenda sér í stofnun sjálfstæðs háskóla á Vestfjörðum.

Skrattanum yrði fyrst skemmt ef þetta mál yrði til þess að áhugamenn um háskóla færu í hár saman út af aukaatriðum. Vonandi verður háskólasetrið til að efla það háskólasamfélag sem þegar er í fjórðungnum og plægja jarðveginn fyrir sjálfstæðan háskóla sem ekki má dragast stundinni lengur að koma á fót.

Fjarnámsvæðingunni á síðustu árum hefur fylgt mikil frjósemi og hún hefur tvímælalaust styrkt samfélagið, en það er ekki að ástæðulausu að hún hefur verið orðuð við nýlendustefnu.

Í Háskóla Íslands er u.þ.b. eitt starf á hverja fimm nemendur. Ef gert er ráð fyrir að sömu lögmál gildi annars staðar þýða fimm hundruð háskólanemar á Vestfjörðum, eins og gert er ráð fyrir að verði eftir fimm ár í áætlunum Háskólaseturs Vestfjarða, að eitthundrað störf verða til með beinum hætti. Því er eftir miklu að slægjast í sjálfstæðum háskóla, ekki einungis að fjöldi háskólanema verði í fjórðungnum heldur einnig samsvarandi störf við rannsóknir, kennslu, stjórnun og rekstur.

Sjálfstæður háskóli hefur líka tök á því að laða nemendur inn á svæðið og gerir Vestfirðingum kleift að taka þátt í rannsóknarsamstarfi á jafningjagrundvelli.

Margir stjórnmálamenn hafa lýst yfir stuðningi við háskóla á Vestfjörðum á síðustu dögum og hlýtur að teljast til stórtíðinda í málinu að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gekk til liðs við baráttu Vestfirðinga nú fyrir skömmu. Þegar stuðningsyfirlýsingar berast úr öllum landshlutum hlýtur það að vera skylda allra Vestfirðinga að snúa bökum saman og vinna að því sem einn maður að Háskóli Vestfjarða verði stofnaður - ekki seinna en innan þriggja ára.

Mikilvægt er að hafa í huga að árangur í málinu verður ekki mældur í orðum og yfirlýsingum, í fyrirheitum og loforðum. Árangurinn verður einungis mældur í fjárframlögum, stöðugildum, fjölda nemenda og rannsóknarafköstum.“

Undir yfirlýsinguna rita Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Kristinn Hermannsson, Sunna Hermannsdóttir, Þorlákur Ragnarsson og Þorsteinn Másson.

halfdan@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli