Frétt

| 12.09.2001 | 08:24„Sumarið búið að vera alveg meiriháttar“, segir Birna Mjöll Atladóttir í Breiðuvík

Frá Látrabjargi. Mynd: Vestfjarðavefurinn / Lára Magnúsdóttir.
Frá Látrabjargi. Mynd: Vestfjarðavefurinn / Lára Magnúsdóttir.
Það er samdóma álit þeirra sem talað er við í ferðaþjónustunni á Vestfjörðum að sumarið hafi verið það gjöfulasta sem menn muna. Veðrið hefur leikið við Vestfirðinga í sumar og fjölgun ferðamanna hefur verið mjög mikil, bæði erlendra og innlendra. Blaðið gerði könnun á þremur gististöðum í Barðastrandarsýslum – Hótel Bjarkalundi, Hótel Flókalundi og Ferðaþjónustunni Breiðuvík, og niðurstaðan er alls staðar sú sama: Mikil aukning frá fyrra ári.
Í Breiðuvík hafa Birna Mjöll Atladóttir og bóndi hennar rekið ferðaþjónustu síðustu þrjú árin. Hún var mjög ánægð með sumarið. „Gistinætur eru orðnar yfir tvö þúsund, sem er met hér hjá okkur. Næsta sumar lofar mjög góðu, því þegar hafa verið pantaðar eitt þúsund gistinætur fyrirfram. Það er miklu meira en við höfum áður séð. Álagið er mest á júlímánuð og við verðum að taka íbúðarhúsið undir gistingu hluta úr sumrinu til að mæta því.“

Í Breiðuvík er hægt að taka á móti 44 í gistingu í einu. Stór hluti gestanna er útlendingar og fjölgar þeim mest sem ferðast um á eigin vegum, gjarnan fjölskyldufólk. „Það var mjög áberandi í sumar hvað mikið var um barnafólk á ferðinni, bæði Íslendingar og útlendingar. Þetta er það fólk sem við viljum sjá, fólk sem hefur áhuga á að njóta náttúrunnar og umhverfisins hér.“

Birna Mjöll segir forgangsmál að lengja ferðamannatímann hér fyrir vestan. Þannig þyrfti að fá ferðamenn fyrr á vorin, þegar fuglinn er að koma í bjargið og varptíminn stendur yfir. „Það er nú oft svo mikið um að vera um hásumarið, að bóndinn þarf jafnvel að kíkja undir sængina áður en hann fer að sofa til að athuga hvort ég er búinn að skjóta skjólshúsi yfir einhvern ferðalanginn.“, segir Birna Mjöll Atladóttir bóndi í Breiðuvík.

Hótel Flókalundur við Vatnsfjörð á Barðaströnd

Sævar Pálsson hótelhaldari í Flókalundi í Vatnsfirði sagði áberandi meiri umferð ferðamanna hefði verið í sumar en í fyrra. Þetta er annað sumarið sem Sævar rekur Hótel Flókalund. Hótelið hefur verið endurnýjað að stórum hluta síðustu tvö árin, og býður nú 15 tveggja manna herbergi með bestu aðstöðu sem völ er á. „Nýtingin í sumar er betri en í fyrra. Það byrjaði strax um miðjan júní, sem er fyrr en við erum vön, og hélst alveg fram í miðjan ágúst. Mest áberandi var hvað Íslendingar lögðu margir leið sína hingað vestur, margir í fyrsta skipti. Fólk var mjög ánægt með þjónustuna og veðrið í sumar hjálpaði auðvitað til.“ sagði Sævar.

Við Flókalund hefur tjaldsvæðið verið stækkað mikið og aðstaðan bætt. Þar var oft þétt lagt í sumar tjaldvögnum og fellihýsum, sem verða sífellt algengari þessi misserin. Veitingasalan á hótelinu naut góðs af auknum straumi ferðamanna og nálægðin við sumarhús verkalýðsfélaganna, þar sem er sundlaug, eykur á fjölbreytni þjónustunnar. Flókalundur verður opinn út september. Nokkuð hefur verið um fólk í berjaferðum upp á síðkastið, og sumir koma ár eftir ár. Flestir eru sáttir við berjasprettuna, þó hún jafnist ekki á við aðalbláberjaárið 2000.

Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit

„Sumarið gekk framar öllum vonum. Það höfðu aðeins tveir hópar bókað þegar við opnuðum, báðir frá Bandaríkjunum, en það rættist aldeilis úr, og við erum mjög ánægð með útkomuna“, sagði Einar Sveinbjörnsson sem rak Hótel Bjarkalund í sumar ásamt frænku sinni, Ástu Sjöfn Kristjánsdóttur. Mikið var um að ferðamenn á eigin bílum eða bílaleigubílum tækju sér gistingu á leiðinni frá Reykjavík til Ísafjarðar eða öfugt. Bjarkalundur er vel í sveit settur fyrir fólk sem vill hvílast á leiðinni. Það voru bæði íslenskar fjölskyldur og erlendar sem stöldruðu við hjá þeim í Bjarkalundi í sumar, en Ítalir voru nokkuð áberandi meðal erlendra gesta. Hótelið hefur alls 18 herbergi upp á að bjóða, en auk þess voru tjaldsvæðin vel sótt í góða veðrinu í sumar.

„Ferðamannatímanum lauk frekar snögglega eftir miðjan ágúst, en við fengum nokkurn sumarauka þegar Fjórðungsþing Vestfirðinga var haldið hér um daginn. Við sáum um veitingar á þinginu og tókum marga í gistingu þá helgi,“ sagði Einar. Hann eins og aðrir í ferðageiranum hér fyrir vestan er bjartsýnn á næsta sumar.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli