Frétt

bb.is | 17.03.2005 | 10:52Umræðunni um háskólasetur líkt við nýju fötin keisarans

Háskólasetur Vestfjarða verður til húsa í Vestrahúsinu á Ísafirði.
Háskólasetur Vestfjarða verður til húsa í Vestrahúsinu á Ísafirði.
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ segir ekki hægt að koma auga á eina einustu setningu í stofnskrá Háskólaseturs Vestfjarða sem bendi til þess að stefnt skuli að stofnun sjálfstæðs háskóla á Vestfjörðum. Bæjarfulltrúinn telur einnig að í það stefni að þörf verði á saklausu barni til þess að segja fólki allt um nýju föt keisarans í háskólamálinu. Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar fagnar hins vegar stofnun háskólasetursins og telur að það hafi alla möguleika á því að verða sjálfstæður háskóli þegar verkefnum og nemendum fjölgar. Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í gær lagði Halldór Halldórsson bæjarstjóri fram svohljóðandi bókun:

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar þeim merka áfanga sem náðst hefur í eflingu þekkingarumhverfis og háskólamenntunar á Vestfjörðum með stofnun Háskólaseturs Vestfjarða. Tillögur um starfsemi Háskólaseturs og framtíðarsýn gera ráð fyrir öflugri sjálfseignarstofnun með margþætt hlutverk, sem munu hafa alla möguleika til að verða sjálfstæður háskóli þegar verkefnum og nemendum fjölgar. Háskólasetri Vestfjarða er óskað allra heilla með von um fjölgun nemenda og rannsóknarverkefna á næstu árum, sem leiði til þess að Háskólasetur Vestfjarða verði sjálfstæður háskóli.“

Að þessari bókun stóðu auk Halldórs þau Birna Lárusdóttir, Björgmundur Örn Guðmundsson, Svanlaug Guðnadóttir, Ragnheiður Hákonardóttir, Ingi Þór Ágústsson, Magnús Reynir Guðmundsson og Lárus G. Valdimarsson.

Bryndís Friðgeirsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar lagði fram svohljóðandi bókun: „Stofnun háskólaseturs er jákvætt skref í þá átt að skapa grundvöll fyrir háskólanema í framhalds- og doktorsnámi til að stunda rannsóknir í tengslum við vísindastofnanir á svæðinu og auka þjónustu við nemendur á Vestfjörðum sem stunda fjarnám á háskólastigi, en það eru nú um 200 manns sem stunda slíkt nám með stuðningi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Mikil umræða hefur átt sér stað um stofnun sjálfstæðs háskóla á Vestfjörðum og þingmenn farið mikinn í málinu undanfarin misseri. Þá hafa sveitarstjórnarmenn sótt málið fram af krafti og samstöðu þó stundum vildu allir Lilju kveðið hafa. Nú virðist klofningur kominn upp meðal manna eins og oft vill verða þegar aukaatriðin verða að aðalatriðum og málinu snúið á haus. Þeir sem bera höfuðið hátt og mótmæla þeirri ákvörðun menntamálaráðherra að ekki skuli stofnaður sjálfstæður háskóli á Vestfjörðum eru nú allt í einu orðnir andstæðingar þeirra sem fagna stofnun háskólaseturs. Ef umræðan heldur svona áfram þá munum við að lokum þurfa á saklausu barni að halda sem segir okkur allt um nýju fötin keisarans. Í skipulagsskrá háskólaseturs kemur ekkert fram um að stefnt skuli að stofnun sjálfstæðs háskóla enda hafði nefnd sú sem undirbjó stofnun setursins ekkert umboð til að setja fram slík markmið. Ráðherra menntamála hefur einnig kveðið skírt á um það á Alþingi að ekki standi til að stofna sjálfstæðan háskóla á Vestfjörðum. Ekki er hægt að koma auga á eina einustu setningu í stofnskrá háskólasetur sem hljóðaði eitthvað á þá leið að; “stefnt skuli að stofnun sjálfstæðs háskóla”. Þess í stað er orðræðan ein látin duga og talað um að setrið útiloki ekki stofnun háskóla í framtíðinni.

Umræðan um háskóla á Vestfjörðum minnir helst á það fjaðrafok sem á sér stað þegar hungurlúsum á borð við línuívilnun eða byggðakvóta er fleygt niður til fólksins til að skapa úlfúð svo menn missi örugglega sjónar á aðalatriðum málsins sem í þessu tilfelli er uppbygging öflugs byggðakjarna á Vestfjörðum með atvinnusköpun sem jafnaðist á við stóriðju. Ef menn telja að nýstofnað háskólasetur sé hið fyrsta skref sem stigið er í átt til stofnunar sjálfstæðs háskóla þá skal á það bent að meginmarkmiðið er hvergi sjáanlegt, hvað þá mælanlegt og leiðir að þessu hugsanlega markmiði eru óskilgreindar. Þeir þingmenn og aðrir þeir sem enn bera höfuðið hátt í þessu máli eru hvattir til að halda baráttunni áfram þó nokkrir félagar þeirra hafi helst úr lestinni.“

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli