Frétt

Stakkur 11. tbl. 2005 | 16.03.2005 | 11:35Róstur í Menntaskólanum á Ísafirði

DV hefur fjallað nokkuð um ástandið í Menntaskólanum á Ísafirði undanfarna daga. Æðstu stjórnendur skólans bera til baka fréttir um að nokkuð sé að og segja að allt gangi vel. Undir yfirlýsingu þess efnis hafa ritað fimm stjórnendur, er hver um sig ber ábyrgð á sínum málaflokki gagnvart skólameistara. Skólameistari segir að ekkert sé að. Það er gott. Slæmt væri að ófriður ríkti um æðstu menntastofnun Vestfjarða. Ekki hefur verið borið til baka að kennarar standi í málaferlum fyrir dómstólum við skólameistara. Það hefur ekki verið leiðrétt að að skólameistari hafi tekið fram fyrir hendur fyrrverandi sviðsstjóra og leiðrétt prófniðurstöður hans í flestum tilfellum til lækkunar, áminnt og sagt honum svo upp starfi sviðsstjóra. Það þarf talsvert að ganga á til að áminna kennara. Væri ekki rétt að fá allar staðreyndir á borðið og láta almenning að vita hvað er á seyði?

Því er einnig haldið fram að annar kennari sé í málferlum við skólameistara vegna uppsagnar. Látum smáatriði eins og heiti á skólablaði liggja milli hluta. Það hefur reyndar verið venja að kenna skólablaðið til skólameistara, en var ekki gert að þessu sinni. Það er ekkert að því breyta til, ekki síst þegar um er að ræða atriði sem engu skipta. En þó mun þetta vera í fyrsta skiptið, sem skólameistara er vikið til hliðar með þessum hætti þó í litlu sé. Skólameistari greip til harkalegra aðgerða á liðnu hausti í tengslum við ferð nemenda á Strandir. Mátti reyndar furðu sæta að ekki urðu af opinber eftirmál. Sennilega bendir það til þess að verulegur misbrestur hafi orðið. Því má ekki gleyma að nemendur undir 18 ára aldri eru ekki sjálfráða og því ábyrgð foreldra sinna. Að auki er ekki gert ráð fyrir því að fólk undir tvítugu neyti áfengis, því bannað er að selja því eða veita áfengi.

Lengst af hefur almenningur litið upp til Menntaskólans á Ísafirði og stofnun hans var stór þáttur í viðreisn Vestfjarða á áttunda áratugnum. Þó ber sagan með sér að ekki hefur alltaf verið ró um starfsemi hans. Áður hafa komið upp dæmi þess að kennarar hafa ekki verið ánægðir með störf skólameistara og nægir að líta tvo áratugi aftur. Um langa hríð hefur verið friður að mestu um Menntaskólann. Fer best á því. Margir hrökkva við tal um málaferli, uppsagnir og að sagt sé frá því í blöðum, að þeir er láta af störfum séu kvaddir með látum. Vonandi er yfirlýsing stjórnendanna, um að allt sé i góðu lagi, rétt. Ef ekki, er meira að en hægt er að una við. Það gengur ekki að breiða yfir staðreyndir. Slíkt kemur niður á öllum áður en yfir lýkur.

Hverju sem fram vindur er nauðsynlegt að fylgjast með framvindu málaferla sem beinast að stjórnanda Menntaskólans. Skólinn þar að vera hafinn yfir dægurþras, hvað þá málaferli.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli