Frétt

| 11.09.2001 | 09:29Fischer á Netinu?

Breski stórmeistarinn Nigel Short kveðst sannfærður um að skáksnillingurinn sérlundaði, Bobby Fischer, sé tekinn að tefla á ný - á Netinu. Mbl.is greindi frá.
Short segir í grein í The Sunday Telegraph um helgina að hann sé mjög spenntur sökum þessa. "Ég er 99% viss um að ég hef verið að tefla við lifandi goðsögn í skákheiminum," sagði Short.

Fischer, sem er Bandaríkjamaður, sigraði rússneska stórmeistarann Borís Spasskíj í heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík árið 1972. Hann þótti jafnan sérvitur og undarlegur í framgöngu og fór svo að hann sagði skilið við skákheiminn allt til ársins 1992 þegar hann telfldi á ný einvígi við Spasskíj í Júgóslavíu. Fischer vann þá viðureign en hvarf á ný eftir að stjórnvöld í Bandaríkjunum höfðu sakað hann um að brjóta gegn samskiptabanni því, sem þá var í gildi gagnvart Júgóslavíu.

Frá því þetta gerðist hefur Fischer ekki sést opinberlega. Vitað var að hann átti unnustu í Ungverjalandi og er talið að hann hafi dvalist þar um tíma, hið minnsta. Í Sunday Telegraph er þeim möguleika velt upp að hann búi nú í Japan. Short segist ekki vita hvar Fischer heldur sig.

Að sögn Shorts tóku þær sögusagnir að ganga í fyrra að Fischer væri að tefla á Netinu. Hefði hann verið á ferðinni á vefsetrinu Internet Chess Club og teflt þar snarpar skákir með þriggja mínútna umhugsunartíma. Short segist hafa tekið þessum sögusögnum með fyrirvara og hafi litlu breytt þegar vinur hans, gríski stórmeistarinn Ioannis Papaioannou, hélt því fram að hann hefði mætt Fischer á Netinu. "Ég skellti upp úr - gat ekki annað - líkt og vinur minn hefði sagt mér að hann hefði séð Loch Ness-skrímslið," segir Short.

Nokkrum vikum síðar kom óþekktur maður að máli við Short og sagðist vera fulltrúi "mjög sterks skákmanns", sem vildi að "nafnleyndar yrði gætt". Milligöngumaðurinn lét Short fá aðgangsorð og ákveðið var að hann og huldumaðurinn myndu tefla á Netinu á tilteknum tíma. "Ég taldi að milligöngumaðurinn væri ábyggilega að blekkja mig en ég ákvað að láta slag standa ef svo skyldi fara að mér auðnaðist að mæta Loch Ness-skrímsli skákheimsins," segir Short. Þegar stundin rann upp bað dularfulli skákmaðurinn Short að skrá sig sem gest til að tryggja að enginn vissi að þar væri sjálfur Short á ferðinni. Þeir tefldu síðan átta þriggja mínútna skákir.

Dularfulli skákmeistarinn gjörsigraði Short.

Short segir í grein sinni að hann hafi aldrei spurt andstæðing sinn hvort þar færi Bobby Fischer. Hann segist hins vegar hafa spurt ýmissa spurninga og svörin hafi verið á þann veg að þau hafi aðeins getað komið frá Fischer. "Þessi maður þekkti greinilega vel til skákheimsins á sjöunda áratugnum, hann var kurteis, bráðfyndinn og greinilega Bandaríkjamaður."

Short segist sannfærður um að hann hafi teflt við Bobby Fischer og kveðst ætíð munu hafa þessar hraðskákir þeirra í hávegum. "Í mínum huga líkjast þessar skákir því sem áður óþekkt sinfónía eftir Mozart væri fyrir áhugamenn um klassíska tónlist," segir Short.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli