Frétt

| 11.09.2001 | 09:14Áhugalaus almenningur

Flestum öðrum en samgönguráðherra og formanni einkavæðingarnefndar finnst verðmat á Landssíma Íslands upp á 40,6 milljarða í hærra lagi, a.m.k. á meðan útboðslýsing liggur ekki fyrir. Hún verður birt í næstu viku og þá geta menn betur áttað sig á hvað liggur til grundvallar verðmatinu.
Á síðasta ári, a.m.k. fyrri hluta þess, gætti um allan heim mikillar bjartsýni fyrir hönd fjarskipta- og tæknifyrirtækja ýmiss konar. Þau yrðu í aðalhlutverki í framtíðinni og fjárfesting í slíkum fyrirtækjum væri vænlegur kostur. Annað hefur komið á daginn og hafa fjárfestar um allan heim tapað háum fjárhæðum af því að kaupa bréf í tæknifyrirtækjum, þ.á m. símafyrirtækjum. Nærtækasta dæmið er hlutafjárútboð Íslandssíma, aðalkeppinautar Landssímans, en bréf þess félags hafa lækkað um yfir 50% frá útboðsgengi og trúlegt að sú þróun fæli almenning frá fjárfestingu í Landssímanum.

Markaðnum þykir verðið of hátt

Landssíminn var t.d. talinn allt upp í 70 milljarða króna virði á einum tímapunkti en allt niður í 20 milljarða nýlega.

Þegar 24% heildarhlutafjár Landssímans verður selt dagana 19.-21. september nk., verður almenningi og starfsfólki Landssímans gefinn kostur á að kaupa 16% en fagfjárfestar geta gert tilboð í 8%. Hver almennur einstaklingur getur skráð sig fyrir allt að 300 þúsund krónum á genginu 5,75, þ.e. 1.725 þúsund að söluverði.

Þetta verð þykir íslenska markaðnum of hátt og hætta er á því að íslenskur almenningur taki einfaldlega ekki þátt í útboðinu nema að litlu leyti. Það er löngu af sem áður var að öll þjóðin tæki þátt í hverju hlutafjárútboðinu á fætur öðru. Einn sérfræðingurinn á fjármálamarkaði benti á að hlutur fagfjárfesta hefði átt að verða 10% eins og áður var áætlað, þar væri meiri áhugi fyrir hendi en hjá almenningi. Það er þó ekki öruggt að áhuginn verði fyrir hendi hjá fagfjárfestunum miðað við þetta verð.

Eftir að almennri sölu og tilboðssölu lýkur, verða 25% seld kjölfestufjárfestinum margumrædda. Almenningur veit því ekki hver mun stjórna fyrirtækinu og hver stefna fyrirtækisins sem hann fjárfestir í eftir tvær vikur verður. Ekki getur það aukið á áhugann. Það sem kannski eykur hann er sú nýjung að hægt verður að dreifa greiðslum fyrir hlutabréfin á allt að tólf mánuði!

Örvæntingarfull gulrót

Kjölfestufjárfestirinn fær tögl og hagldir í fyrirtækinu með fjóra stjórnarmenn af sjö, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Skilyrðum sem ekki hafa verið gerð opinber. Um næstu áramót verður Síminn, ef allt gengur samkvæmt óskum einkavæðingarnefndar í eigu erlends kjölfestufjárfestis sem hefur meirihluta í stjórn. Ríkið mun eiga 51% og líklega tvo menn í stjórn og aðrir hluthafar einn.

Það að ginna erlendan kjölfestufjárfesti með slíkri og þvílíkri gulrót, þykir sumum lýsa ákveðinni örvæntingu af hálfu íslenska ríkisins sem vill einkavæða og það fljótt í samræmi við útgefin markmið.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli