Frétt

mbl.is | 15.03.2005 | 08:10Samkeppni lágvöruverðsverslana heldur áfram en gjafatilboðum hætt

Forsvarsmenn lágvöruverðsverslana sem haft var samband við í gær segja að enn sé tekist á af hörku í verðsamkeppninni en staðfestu að verð hefði hækkað síðan í síðustu viku. Ekki væri verið að gefa vörur eða selja þær á eina krónu eins og eitthvað var um í síðustu viku. Vildu þeir lítið gefa upp um hvort framhald yrði á slíkum tilboðum í þessari viku, og sögðu tímann leiða það í ljós.

Samkvæmt upplýsingum frá Mjólkursamsölunni fá stórmarkaðir mjólkurlítrann ekki undir 75 krónum, miðað við hámarksafslætti og að viðbættum 14% virðisaukaskatti, svo ljóst er að tapið af því að gefa mikið magn af mjólk er verulegt. Mjólkurbirgðir Mjólkursamsölunnar kláruðust í síðustu viku, og í gærmorgun voru enn margar tegundir af skyri, jógúrt og öðrum mjólkurvörum uppseldar, segir Baldur Örn Baldursson, sölustjóri Mjólkursamsölunnar. Hann segir söluna í síðustu viku hafa verið um 10% meiri í heild en í venjulegri viku, og suma daga hafi verið 50% meiri sala á ákveðnum vörum.

Stefán Guðjónsson, rekstrarstjóri Kaskó, segir eitthvað af tilboðum enn í gangi, en hann segir að kenningar um að verðstríð sem ganga svona langt endist stutt hafi sannast í síðustu viku. Hann segist ánægður með að geta aftur boðið eðlilegra verð, enda hafi margir viðskiptavinir verið með það á hreinu að á endanum borgaði einhver brúsann. Hann sagði að ekki hefði verið reiknaður út kostnaðurinn við þær vörur sem seldar voru undir kostnaðarverði í síðustu viku. Þó væri ljóst að þar væri um að ræða stórar upphæðir, og minnsti aðilinn á markaðinum hefði ekki jafndjúpa vasa og hinir.

"Verðin hafa verið eitthvað að leiðréttast, en það eru ennþá mjög lág verð í gangi," segir Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Kaupáss, sem rekur m.a. Krónuna. "Samkeppnin varð bara svona, og við fylgjum því." Sigurður vildi ekki gefa upp hversu mikið Krónu-verslanirnar hefðu borgað með tilboðum í síðustu viku.

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, sagði ekki gefið upp hver kostnaðurinn við verðstríð síðustu viku var, en segir ljóst að hann hafi verið verulegur. Á móti komi aukinn fjöldi viðskiptavina, en þó sé aldrei góð afkoma af því að gefa vörur.

Bónus-verslanirnar voru lokaðar á sunnudag, og segir Guðmundur að starfsfólkinu hafi einfaldlega ekki veitt af hvíldinni eftir annasama viku þar sem allt að tvöfalt fleiri viðskiptavinir komu á degi hverjum en í venjulegri viku.

Ekki var lokað í verslunum keppinauta sem venjulega hafa opið á sunnudögum. "Við skipulögðum vaktirnar þannig að við þyrftum ekki að gefa frí," segir Sigurður Arnar. "Það er búið að vera gríðarlega mikið álag á fólki en það er búið að standa sig alveg frábærlega vel."

MIKIÐ álag er á starfsfólk þegar um verðstríð af þessu tagi er að ræða, en mörg ákvæði eru í kjarasamningum um hvíldartíma og vinnuvernd, segir Gunnar Páll Pálsson, formaður VR. "Það er ljóst að í þessum verslunum sem voru í hvað mesta verðstríðinu hefur verið verslað meira, enda verðstríðið gert í því augnamiði að draga að sér viðskiptavini. Flestar af þessum verslunum eru með eins lítinn mannskap og þær komast upp með, og á sama tíma er mikill veltuhraði. Það er erfitt að bregðast við svona ástandi með því að kalla út auka mannskap, enda þjálfaður mannskapur ekki til. Svo við fögnum því að Bónus skuli hafa lokað á sunnudaginn."

Gunnar segir erfitt að koma upp hefðbundnu vaktafyrirkomulagi í stórverslunum, og raunin hafi verið sú að ástandið sé að færast í áttina að sex daga vinnuviku hjá starfsfólki í sumum þessara verslana, auk þess sem opið sé á flestum hefðbundnum frídögum. Hann segir hugmyndir uppi um að starfsfólk í verslunum fái frídaga á móti, vinni það á þessum dögum, þó slíkt sé enn í vinnslu.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli