Frétt

Guðmundur Guðlaugsson | 11.03.2005 | 14:16Er Fjórðungssamband Vestfirðinga samstarfsvettvangur allra íbúa fjórðungsins?

Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar.
Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar.
Í tilefni ummæla sem höfð eru eftir formanni Fjórðungssambands Vestfirðinga, Guðna Geir Jóhannessyni, í frétt á vef „Bæjarins besta“ (BB) þann 16. febrúar s.l taldi undirritaður ástæðu til að taka saman eftirfarandi og koma á framfæri við stjórn sambands. Í umræddri frétt BB, er birtist í kjölfar opins stjórnmálafundar á vegum Sjálfstæðisflokksins á Patreksfirði, var eftirfarandi haft eftir formanni Fjórðungssambands Vestfirðinga í tilefni ummæla samgönguráðherra um vegabætur á Vestfjarðavegi:

„Það var mótuð stefna af samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga að lokið yrði sem fyrst við leiðina um Djúp með þverun Mjóafjarðar og vegi um Arnkötludal. Það er fljótlegasta leiðin til þess að tryggja íbúum á norðanverðum Vestfjörðum lágmarkssamgöngur við aðra landshluta.“

Þetta er að mati undirritaðs alröng fullyrðing formanns Fjórðungssambandsins um mótaða stefnu sambandsins í samgöngumálum Vestfjarða. Hafi samgöngunefnd Fjórðungssambandsins mótað einhverja nýja stefnu sem er í samræmi við þessi ummæli gengur það þvert gegn samþykkt fjórðungsþings sambandsins um sama mál og nefndin er þá ekki að vinna í samræmi við ályktanir þingsins sem þá er háalvarlegt mál.

Í niðurlagi fréttarinnar er enn haft eftir formanninum eftirfarandi: „Það er forgangsverkefni að klára framkvæmdir í Ísafjarðardjúpi sem allra fyrst og einnig að leggja veg um Arnkötludal. Sú stefna hefur ekki breyst. Þessar framkvæmdir eru óháðar hugsanlegri tengingu á milli sunnanverðra og norðanverðra Vestfjarða.“ Aftur sama ranga fullyrðing hvað varðar forgangsverkefni.

Undirritaður telur alvarlegt að yfir höfuð þurfi að benda stjórn og formanni Fjórðungssambandsins sérstaklega á það, sem ætti að vera þeim kunnugt öðrum fremur, að í nýsamþykktri samgönguáætlun fyrir Vestfirði, sem afgreidd var á fjórðungsþingi sambandsins í sept. s.l. og einhugur var um, stendur skýrum stöfum í kaflanum „Megináherslur starfshópsins 2004“:

„Starfshópur um samgöngumál metur það svo að í öllum megindráttum beri að fylgja eftir stefnumótun í vegamálum sem samþykkt var á Fjórðungsþingi 1997. Þær áherslur sem þar voru lagðar, grundvölluðust á því að á Vestfjörðum væru fjögur samgöngusvæði sem tengd yrðu með hringvegi. Í forgangi yrði vegagerð milli þéttbýlisstaða, flugvalla og ferjubryggja innan hvers svæðis auk tveggja stórverkefna, Djúpvegar í Ísafjarðardjúpi og Vestfjarðavegar milli Flókalundar og Bjarkalundar. [feitletrun undirritaðs]. Nýr vegur yrði lagður um Arnkötludal og Gautsdal (Tröllatunguvegur), sem tengdi Strandir og Reykhólasveit, og loks yrði hringnum lokað með gerð jarðganga milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.“

Í næstu málsgrein í samgönguáætluninni er síðan lögð til tenging Dýrafjarðar og Vatnsfjarðar í einni framkvæmd með jarðgöngum.

Það fer ekki milli mála í ofangreindri tilvitnun í samgönguáætlun Fjórðungssambands Vestfirðinga hver forgangsverkefni í samgöngumálum Vestfirðinga eru af hálfu sambandsins og um það hefur ríkt einhugur á starfsvettvangi þess. Það er því mikill ábyrgðarhluti, að mati undirritaðs, þegar formaður sambandsins lætur hafa eftir sér rangfærslur eða villandi upplýsingar af þessu tagi í fjölmiðlum og geri síðan ekkert til að leiðrétta þær.

Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga á hverjum tíma verður að gera sér grein fyrir því að hann er formaður sambands sem nær yfir alla Vestfirði og ber því að sinna framfaramálum er lúta að starfsvæðinu öllu, líka suðursvæðinu. Það að ekki kæmu fram í fjölmiðlum ummæli samgönguráðherra á ofangreindum fundi um Djúpveg, sem hann vissulega tæpti á eins og fleiru sem ekki kom fram í fjölmiðlum, þýðir ekki að stjórnvöld, hvað þá heldur við, íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum, séum með því að leggjast gegn framkvæmdum við vegagerð í Ísafjarðardjúpi, enda höfum við samþykkt stefnumótun Vestfirðinga í samgöngumálum og þar með áætlanir um framkvæmdir við Djúpveg. Við hljótum hins vegar að gera kröfu til þess að formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga komi fram út á við þannig að hann virki sem formaður okkar á suðursvæðinu einnig og sé á hverjum tíma að vinna að framfaramálum fyrir okkar hönd í samræmi við samþykktir fjórðungsþinga ekki síður en framfaramálum annarra svæða í fjórðungnum. Við lítum svo á að hagsmunir okkar fari saman í þessum efnum og bendir undirritaður enn og aftur á að um samgönguáætlun þá er samþykkt var á fjórðungsþingi í september 2004 var algjör einhugur. Fjórðungssambandinu og formanni þess ber að vinna samkvæmt ákvörðunum þingsins og bera fyrir brjósti hagsmuni Vestfjarða í heild.

Á suðursvæði Vestfjarða erum við reiðubúin til samstarfs um öll góð mál er stuðla að framþróun og batnandi lífskjörum í fjórðungnum og víkjumst ekki undan þátttöku í þeirri uppbyggingu sem náðst hefur samstaða um á vettvangi sambandsins. Við hljótum að gera kröfu til þess að samstarfsaðilar okkar í norðri starfi á þeim nótum einnig og fylgi af þrótti eftir samþykktum er lúta að suðursvæðinu einnig.

Eftir að ofangreind frétt birtist í „Bæjarins besta“ þann 16. febrúar hafa verið uppi háværar raddir í þá veru að sveitarfélög á suðursvæði Vestfjarða tækju sig saman og segðu sig úr sambandinu þar sem svo virtist sem það væri ekki að vinna að okkar hagsmunamálum og það þvert gegn samþykktum fjórðungsþings. Við hefðum því ekkert þar að gera og tilgangslaust að leggja fjármuni til samstarfsvettvangs sem tæki á okkar málum sem raun ber vitni. Undirritaður hefur lagst gegn þessum hugmyndum og mælst til þess að reynt verði að fá lagfæringu á þessum samstarfsmálum áður en farið yrði út í svo róttækar aðgerðir.

Í samræmi við ofanritað telur undirritaður að íbúar á suðursvæði Vestfjarða eigi heimtingu á því að formaður Fjórðungssambandsins skýri ummæli sín um þetta mál og leiðrétti opinberlega þær rangfærslur sem fram koma í umræddri frétt. Það hlýtur að vera krafa okkar að formaður sambandsins upplýsi hver raunveruleg forgangsverkefni eru samkvæmt samþykktri samgönguáætlun Fjórðungssambands Vestfirðinga, þ.e. “.....vegagerð milli þéttbýlisstaða, flugvalla og ferjubryggja innan hvers svæðis auk tveggja stórverkefna, Djúpvegar í Ísafjarðardjúpi og Vestfjarðavegar milli Flókalundar og Bjarkalundar”. Þessi tvö stórverkefni eru lögð að jöfnu í áætluninni og önnur verkefni koma þar í kjölfarið, vegur um Arnkötludal og tenging norður- og suðursvæðisins með jarðgöngum. Það hlýtur að vera sameiginlegt verkefni okkar að vinna að framgangi samgöngubóta í fjórðungnum í samræmi við þá samgönguáætlun sem víðtæk samstaða hefur skapast um.

Patreksfirði 9. mars 2005

Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli