Frétt

| 10.09.2001 | 06:53Fjölmennasta golfmót sem haldið hefur verið á Vestfjörðum fram til þessa

A-sveit kvenna í Golfklúbbi Patreksfjarðar með bikarana sína með og án forgjafar: Helga Guðjónsdóttir, Rannveig Haraldsdóttir og Björg Sæmundsdóttir.
A-sveit kvenna í Golfklúbbi Patreksfjarðar með bikarana sína með og án forgjafar: Helga Guðjónsdóttir, Rannveig Haraldsdóttir og Björg Sæmundsdóttir.
Kvennasveitir Golfklúbbs Patreksfjarðar (A- og B-sveit) urðu í tveimur efstu sætunum án forgjafar í kvennaflokki í Klúbbakeppni Vestfjarða í golfi, sem haldin var á golfvellinum í Bolungarvík á laugardag. Í karlaflokki sigraði A-sveit Golfklúbbs Ísafjarðar án forgjafar. Samkvæmt bestu heimildum hefur ekki áður verið haldið svo fjölmennt mót á Vestfjörðum en keppendur voru samtals 80. Sveitirnar í keppninni voru 21, flestar með fjórum leikmönnum, en þrjú bestu skor hverrar sveitar töldu.
Fjöldi þátttakenda endurspeglar þá vakningu sem átt hefur sér stað í golfíþróttinni á Vestfjörðum. Vegna fjöldans þurfti að ræsa út í tveimur hollum. Það fyrra hóf keppni kl. 9 um morguninn en seinna hollið var ræst út kl. 14. Síðasta sveit var ræst út kl. 15.30 og var mótinu ekki lokið fyrr en kl. 20. Skipulagning mótsins og framkvæmd var í höndum Bolvíkinga og tókst það allt með ágætum. Aðstæður voru sömuleiðis hinar ákjósanlegustu og veðrið gott.

Keppt var í flokkum karla og kvenna, með og án forgjafar.

Helstu úrslit:

Kvennaflokkur án forgjafar:

1. A-sveit GP á 289 höggum. Keppendur Björg Sæmundsdóttir, Helga Guðjónsdóttir og Rannveig Haraldsdóttir.
2. B-sveit GP á 304 höggum. Keppendur María Ragnarsdóttir, Thelma B. Kristinsdóttir, Brynja Haraldsdóttir og Bára Pálsdóttir.
3. A-sveit GÍ á 305 höggum. Keppendur Ása Grímsdóttir, Pimonlask Rodpitak og Anna Grétarsdóttir.

Kvennaflokkur með forgjöf:

1. A-sveit GP á 228 höggum.
2. A-sveit GÍ á 232 höggum.
3. B-sveit GP á 235 höggum.

Karlaflokkur án forgjafar:

1. A-sveit GÍ á 234 höggum. Keppendur Kristinn Kristjánsson, Hákon Hermannsson, Haukur Eiríksson og Magnús Gíslason.
2. A-sveit GBO á 239 höggum. Keppendur Helgi Birgisson, Birgir Olgeirsson, Bjarni Pétursson og Unnsteinn Sigurjónsson.
3. B-sveit GBO á 257 höggum. Keppendur Ingólfur Hallgrímsson, Runólfur Pétursson, Páll Guðmundsson og Weera Khiasanthia.

Karlaflokkur með forgjöf:

1. D-sveit GBO á 193 höggum. Keppendur Guðbjartur Flosason, Jón Steinar Guðmundsson og Sigurjón Rögnvaldsson.
2. B-sveit GBO á 210 höggum.
3. A-sveit GBO á 210 höggum.

Nándarverðlaun voru veitt á 3., 4., og 5. braut. Næstur holu á 3. braut var Bjarni Einarsson GGL, á 4. braut Hermann Þorvaldsson GP og á 5. braut Gísli Jón Hjaltason GÍ.

Veitt voru verðlaun fyrir lengsta pútt á 9. braut. Þau hlaut Hákon Hermannsson GÍ sem átti glæsilegt pútt eða 8,90 metra frá holu.

Keppt er um farandbikara í öllum flokkum. Verðlaun á mótinu voru alls 52, öll gefin af Sparisjóði Bolungavíkur sem var styrktaraðili mótsins.

» golf.is / Golfklúbbur Bolungarvíkur

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli