Frétt

politik.is – Guðbjörg Benjamínsdóttir | 10.03.2005 | 09:24Vor í lofti

Nú nálgast vorið óðfluga og þá vakna spurningar um hvort í vændum sé annað viðburðaríkt sumar. Það er um að gera að vera bjartsýnn, það tilheyrir vorinu. Það sýnir nú bara bjartsýni landsmanna að ætla sér ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana í máli Bobby Fischer. Heilt föruneyti ferðast um hálfan hnöttinn án þess að fá svo mikið sem að sjá framan í Bobby Fischer. Ég held að það sýni aðeins gúrkutíð síðastliðinna vikna að mál skáksnillingsins sé eitt af stærstu umfjöllunarefna fjölmiðla þessa dagana. Það er í raun bráðfyndið að menn séu að velta sér upp úr þessu þar sem Bobby Fischer uppfyllir engan veginn skilyrði íslenskra laga til að öðlast ríkisborgararétt. Samkvæmt skilyrðum laga um ríkisborgararétt nr. 100/1952 þarf sá sem sækir um íslenskan ríkisborgararétt t.d. að hafa átt hér lögheimili, í hjúskap með íslenskum ríkisborgara ofl. Bobby Fischer hefur engin tengsl við landið fyrir utan það þegar hann kom hingað fyrir allmörgum árum og tefldi skák. Það er fráleitt að vera að eyða öllu þessu púðri í að fá manninn til landsins þó ekki sé nema bara vegna þess að hann uppfyllir engin skilyrði til að öðlast ríkisborgararétt. Stundum er því nauðsynlegt að setja bjartsýninni skorður, hún má ekki blinda mönnum sýn.

Það hefur nú stundum heyrst að Samfylkingin virki ekki vel sem einn heildstæður flokkur heldur sé aðeins samtíningur sem erfitt er að samræma. Því er ég engan veginn sammála en ég held að það sé örugglega flokkur í íslensku stjórnmálalífi sem þessi fullyrðing á við og það er ekki Samfylkingin. Upp á síðkastið hefur komið meira og meira í ljós að Framsóknarflokkurinn aðhyllist ýmsar ólíkar stefnur og virðist engan veginn geta komið sér saman um eina ásættanlega leið. T.d. eru komin hátt í 6 félög framsóknarmanna í Kópavogi. Hvað segir það okkur? Einn og sami flokkurinn ætti ekki að eyða orku í að stofna mörg félög sem standa í valdabaráttu á bakvið tjöldin. Í staðinn ættu flokksmenn að einbeita sér að krefjandi verkefnum sem eru sannarlega ekki af skornum skammti í íslensku samfélagi. Það er gott og blessað ef Framsóknarmenn hafa víkkað út sjóndeildarhringinn og litið aðeins út fyrir landssteinana í átt til Evrópu. En hver er stefna þeirra? Það þýðir lítið að koma með yfirlýsingar sem kvarnast alltaf smátt og smátt af þangað til ekkert stendur eftir. Ég held að ef Framsóknarflokkurinn vilji öðlast traust og virðingu þjóðarinnar á ný verði hann að fara að hugsa alvarlega um gjörðir sínar.

Að sjálfsögðu hugsa ekki allir flokksbræður á sama hátt og auðvitað býst enginn við því. Flokkar eru oft breiðar fylkingar með margvíslegum skoðunum innanborðs og Samfylkingin er þar engin undantekning, en ætli menn sér að vera yfirhöfuð flokksbundnir verða þeir að hafa einhverja samræmingu. Annars ætti bara að afnema allt flokkakerfið og kjósa milli einstaklinga. Ég held satt að segja að það yrði ekki mjög heilladrjúg leið.

En nóg um Framsóknarflokkinn. Mig langaði aðeins að minnast á eitt af hneykslum íslensks samfélags í dag. Það er þegar erlendir verkamenn eru fluttir hingað til lands vegna þess að þeir eru ódýrara vinnuafl en þeir íslensku. Þeir eru oft látnir búa við aðstæður sem geta vart talist mannsæmandi, í gámum sem halda ekki veðri og vindum og fá laun sem eru langt fyrir neðan íslenska kjarasamninga. Fyrir utan áhrif þessarar meðferðar á sjálfa mennina, verða áhrifin fyrir íslenska vinnumarkaðinn hrikaleg ef áfram heldur sem horfir. Það er engan veginn ásættanlegt að flytja inn “ódýrt”, erlent vinnuafl og búa svo um að íslensk vinnulaun lækka í kjölfarið og fæla menn frá þessum atvinnugreinum. Það er nú nógur skortur á iðnaðarmönnum samt.

Að lokum langar mig að minnast á formenn stjórnmálaflokka. Leiðtogi stjórnmálaflokks þarf að skapa sér virðingu og traust. Hann þarf að vera einhver sem menn líta upp til og einhver sem hvetur menn til góðra verka. Formaðurinn er andlit flokksins út á við. Hvernig stendur á því að Ísland er svo frábrugðið öðrum ríkjum í sambandi við það að formenn segi af sér? Þegar menn njóta ekki lengur trausts flokksmanna og fólksins í landinu er ástæðulaust að þeir haldi áfram. Þá á að hleypa nýju blóði í flokkinn og forystu hans. Það er alltof algengt hér á landi að þeir sem eru ekki að standa sig í flokksforystu haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist. Það er óeðlilegt að skipta ekki mönnum út þegar þeir hafa ekki lengur neitt sérstakt fram að færa. Nú er ég ekki að tala um einhvern einn flokk heldur alla. Það þurfa allir flokkar að huga að ímynd sinni, því ímyndin er flokkurinn, að minnsta kosti í huga almennings. Stjórnmálaflokkar eru lifandi afl og það á ekki að hefta það heldur virkja, með því að leyfa nýju fólki að komast að.

Eins og áður sagði er vorið á góðri siglingu og því tilvalið að skrifa smá bjartsýnisgrein af því tilefni. Það fylgir vorinu að breyta og bæta í kringum sig og á það einnig við á stjórnmálasviðinu. Það er bara vonandi að allt breytist til góðs.

Guðbjörg Benjamínsdóttir politik.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli