Frétt

bb.is | 09.03.2005 | 16:53Hart deilt um háskólasetur á alþingi í dag

Háskólasetrið verður á Ísafirði. Mynd: Mats Wibe Lund.
Háskólasetrið verður á Ísafirði. Mynd: Mats Wibe Lund.
Stofnun væntanlegs Háskólaseturs Vestfjarða sætti töluverðri gagnrýni á Alþingi í dag þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra svaraði fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar þar sem hann spurði hvort ráðherra hygðist beita sér fyrir stofnun háskóla á Vestfjörðum. Þingmenn úr öllum þingflokkum utan Sjálfstæðisflokksins kröfðust þess að stofnaður yrði sjálfstæður háskóli á Vestfjörðum. Menntamálaráðherra sagði nauðsynlegt að skoða forsögu þessa máls og gat þess að í maímánuði á síðasta ári hafi hún kynnt í ríkisstjórn niðurstöður vinnuhóps á vegum menntamálaráðuneytisins um uppbyggingu háskólanáms á Vestfjörðum. Niðurstaða þess vinnuhóps hafi verið sú að við uppbyggingu háskólanáms og rannsóknarstarfsemi á Vestfjörðum væri ákjósanlegasta niðurstaðan sú að stofna þekkingarsetur á Vestfjörðum sem byggði á þeirri starfsemi sem þegar væri fyrir hendi. Sagði ráðherrann að niðurstaða vinnuhópsins hefði byggt á þeim hugmyndum sem heimamenn hefðu sett fram í gegnum tíðina. Í framhaldinu sagðist ráðherra hafa skipað þá nefnd sem nú hefur skilað tillögum sínum um stofnun Háskólaseturs Vestfjarða og sagt hefur verið ítarlega frá í fréttum bb.is.

Anna Kristín Gunnarsdóttir alþingismaður Samfylkingarinnar sagði að tillögur um stofnun Háskólaseturs á Vestfjörðum væru henni mikil vonbrigði því hún vissi til þess að ekki væri eining á Vestfjörðum um að fara þá leið að stofna slíkt setur. „Vilji Vestfirðinga er sá að fá sinn eigin háskóla og ég styð þá eindregið í þeirri kröfu sinni", sagði Anna Kristín og skoraði á ráðherra að hlusta á óskir Vestfirðinga „en ekki bara á þá Vestfirðinga sem sitja í nefndum fyrir hana", eins og hún komst að orði.

Björgvin Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði það hafa verið eftirminnilegt að fylgjast með þverpólitískri samstöðu ungs fólks á Vestfjörðum í fyrrasumar þegar ályktað var um stofnun háskóla á Vestfjörðum. Hann sagðist styðja þá kröfu heils hugar og að þær hugmyndir sem nú væru uppi um stofnun Háskólaseturs gengju alltof skammt.

Jón Bjarnason þingmaður Vinstri-Grænna sagði að tillögur um stofnun Háskólaseturs á Vestfjörðum hlytu að valda miklum vonbrigðum. Hann sagði greinilegt að tillögur frá flokksþingi Framsóknarflokksins væru að engu hafðar. „Hér er flæmst undan. Við heimtum sjálfstæðan háskóla", sagði Jón.

Guðjón Arnar Kristjánsson þingmaður Frjálslyndra sagði það ekki fara framhjá nokkrum manni að það væri vilji íbúa á Vestfjörðum að stofnaður yrði sjálfstæður háskóli á Vestfjörðum. „Hvort að ráðherra hefur tekist að fá ákveðinn hluta af mönnum sem hún er að vinna með til þess að fallast á þessa lausn um háskólasetur skal ég ekki um dæma en þetta er leið númer tvö í mínum huga", sagði Guðjón Arnar meðal annars. Hann sagðist ekki með nokkru móti átta sig á því hvers vegna skrefið væri ekki stigið til fulls og stofnaður yrði sjálfstæður háskóli.

Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslyndra sagði menntamálaráðherra hafa svarað því skýrt að ekki yrði stofnaður háskóli á Vestfjörðum.

Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar sagði það skipta máli í þessari umræðu hversu miklum fjármunum væri varið í Háskólasetrið og hversu mörg störf yrðu til við stofnun þess og óskaði hann svara við því.

Fyrirspyrjandi, Kristinn H. Gunnarsson, sagði svör ráðherra hafa verið þau að ekki yrði stofnaður háskóli, ekki yrði kennsla, ekki yrði aukin samkeppni meðal háskóla því þeir sem fyrir væru ættu aðild að hinu nýja setri. Í raun væri um að ræða starfsemi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða í nýjum búningi. „Gamalt vín á nýjum belg sem fyrst og fremst hefur það að markmiði að einbeita sér að þörfum þeirra sem afla sér menntunar á framhaldsskólastigi og til að bæta kost þeirra sem stunda fjarnám. Metnaðurinn liggur í því að bæta fjarnámsmöguleika Vestfirðinga." Hann sagði þetta ekki grunn að háskóla á Vestfjörðum og þarna væri verið að fara inn á mjög hála braut sem menn gætu auðveldlega lent í vandræðum á.

Menntamálaráðherra ítrekaði að þær hugmyndir sem nú væru uppi væru í samræmi við þarfir og langanir Vestfirðinga og hefðu í för með sér aukin tækifæri. Hún sagði að þetta gæti orðið fyrsta skrefið að stórum og öflugum háskóla á Vestfjörðum í framtíðinni.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli