Frétt

bb.is | 09.03.2005 | 14:05Nefnd um stofnun þekkingarseturs hafði ekki umboð til stofnunar sjálfstæðs háskóla

Stefnt er að því að Háskólasetur Vestfjarða verði til staðar í Vestrahúsinu á Ísafirði.
Stefnt er að því að Háskólasetur Vestfjarða verði til staðar í Vestrahúsinu á Ísafirði.
Arnór Guðmundsson, formaður nefndar menntamálaráðherra um stofnun þekkingarseturs á Vestfjörðum, segir nefndina hafa verið setta á laggirnar til þess að stofna þekkingarsetur en ekki sjálfstæðan háskóla á Vestfjörðum. Engin ósk hafi komið um breytingar á starfi nefndarinnar þrátt fyrir mikla umræðu og kröfur að undanförnum um að stofnaður verði sjálfstæður háskóli á Vestfjörðum. Hann segir enga stefnumörkun hafa átt sér stað í þá átt að væntanlegt háskólasetur þróist í sjálfstæðan háskóla en hins vegar sé slíkt mögulegt í framtíðinni. Miklar kröfur séu gerðar til háskóla og þær kröfur þurfi að uppfylla. Í gær var haldinn almennur fundur á Ísafirði þar sem undirbúningsnefnd að stofnun háskólaseturs Vestfjarða kynnti fyrirhugaða stofnun Háskólaseturs Vestfjarða. Á fundinn mættu milli 40 og 50 manns að sögn Arnórs. Hann segist ánægður með fundinn og að þar hafi mörg sjónarmið komið fram. Á bb.is var í gær sagt ítarlega frá tillögum nefndarinnar að skipulagsskrá væntanlegs háskólaseturs og rekstrar- og fjárhagsáætlun setursins til ársloka 2010.

Sem kunnug er hefur mikil umræða farið fram um hugsanlega stofnun sjálfstæðs háskóla á Vestfjörðum. Aðspurður hvers vegna það skref hafi ekki verið stigið nú segir Arnór að sú nefnd sem hann var í forsvari fyrir hafi haft umboð til stofnunar þekkingarseturs á Vestfjörðum og eftir því hafi verið unnið. „Menntamálaráðherra setti þessari nefnd það umboð að gera tillögur um stofnun Þekkingarseturs Vestfjarða þannig að ekki var annað uppi á borðinu hjá nefndinni. Ráðherra hefur væntanlega sín rök fyrir því að vænlegra sé að taka þetta skref nú að byggja upp starfsemi með þessum hætti", segir Arnór.

Eftir að nefndin var skipuð samþykkti flokksþing Framsóknarflokksins ályktun um að stofna skuli háskóla á Vestfjörðum innan þriggja ára. Arnór segir að engin tilmæli hafi borist nefndinni um breyttar áherslur í kjölfarið. „Okkar tillögur voru kynntar í ríkisstjórn í síðustu viku og okkur bárust engar óskir um að breyta okkar vinnu."

Eins og fram kom í frétt bb.is í gær er margt af því sem væntanlegu háskólasetri er ætlað að sinna á könnu Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða í dag. Þær spurningar hafa því vaknað hvaða raunverulegur munur sé á þessum stofnunum. Arnór segir grundvallarmuninn liggja í tengingunni við rannsóknir. „Starf háskólasetursins á að byggjast upp í kringum rannsóknir. Það á í framtíðinni að skapa grundvöll fyrir háskólanema í framhaldsnámi og doktorsnámi til þess að koma og stunda rannsóknir í tengslum við vísindamenn hér fyrir vestan. Því verður sá þáttur háskólastarfseminnar mun sterkari en hann er í dag hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Fræðslumiðstöðin hefur ekki haft skýrt hlutverk í háskólamenntun sem hins vegar er skýrt skilgreint í starfi háskólasetursins. Sú starfsemi þ.e. stuðningur við nemendur í fjarnámi verður mjög efld og einnig er gert ráð fyrir staðbundinni kennslu að einhverju marki sem ekki hefur verið til staðar í starfi Fræðslumiðstöðvarinnar."

Aðspurður hver verði þá framtíð Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða eftir að væntanlegt háskólasetur hefur tekið við nokkrum af verkefnum hennar segir Arnór að undirbúningsnefndin telji mjög mikilvægt að fulltrúaráð og stjórn Fræðslumiðstöðvarinnar verði áfram til staðar. „Þannig verða tryggð ákveðin tengsl við grasrótina hér fyrir vestan varðandi þörfina á símenntun. Stjórn Fræðslumiðstöðvarinnar mun því móta stefnuna í símenntunarmálum, gerir síðan samning við háskólasetrið um framkvæmd hennar og sinnir tengslum við þá starfsmenn setursins sem sinna þeim málum", segir Arnór.

Eins og áður sagði hefur farið fram mikil umræða um hugsanlega stofnun sjálfstæðs háskóla á Vestfjörðum og hafa ýmsir nefnt að fyrirhugað Háskólasetur Vestfjarða sé ákveðið skref í þá átt. Samkvæmt skipulagsskrá væntanlegs háskólaseturs er gert ráð fyrir aðild starfandi háskóla landsins að setrinu. Aðspurður hvort væntanleg stjórn háskólaseturs og stjórnendur þess geti beitt kröftum sínum í þá átt að hér verði stofnaður sjálfstæður háskóli segir Arnór að það muni auðvitað velta á þeirri uppbyggingu sem verður á starfseminni í framtíðinni. „Það eru mjög skýrar kröfur gerðar til starfsemi háskóla og því þarf að vinna í því að uppfylla þau skilyrði áður en óskað er eftir því að hér verði stofnaður háskóli. Stjórn háskólasetursins þarf í upphafi að byggja upp faglegt starf og í framhaldi af því kemur í ljós hvort menn standa undir frekari kröfum."

Það hefur vakið athygli að í skipulagsskrá væntanlegs háskólaseturs kemur ekkert fram um að stefnt skuli að stofnun sjálfstæðs háskóla. Aðspurður hvort það sé því nokkuð sem segir að svo verði í framtíðinni segir Arnór að það verði stjórnar setursins að ákveða. „Sú stefnumörkun fór ekki fram í nefndinni enda hafði hún ekkert umboð til slíkra hluta."

Eins og kom fram í frétt bb.is var í fjárhagsáætlun Háskólasetursins ekki gert ráð fyrir hvernig afla skyldi tekna að upphæð um 32 milljóna króna. Arnór segir að það sé sá hluti sem reiknað sé með af komi af fjárlögum ár hvert til starfseminnar og þessa dagana sé verið að ganga frá þeim hlutum.

Stefnt er að því að stofnfundur Háskólaseturs Vestfjarða verði á laugardaginn. Arnór segir að í framhaldi af því muni stjórn ráða starfsmenn að setrinu og reiknað er með því að starfsemi geti hafist í haust.

hj@bb.is

bryndis@bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli