Frétt

bb.is | 09.03.2005 | 08:27Stöndum vörð um störf kvenna

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður félags Vinstri grænna í Ísafjarðarbæ, hefur í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna í gær sent vefnum eftirfarandi grein til að vekja athygli á atvinnumöguleikum kvenna í Ísafjarðarbæ: „Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars finnst mér vel við hæfi að skoða atvinnumöguleika kvenna í Ísafjarðarbæ og þá staðreynd að konur eru mun fleiri en karlar á atvinnuleysisskrá á svæðinu í dag. Það hefur verið hart gengið fram í einkavæðingu og útboði á öllu mögulegu undanfarin ár hjá ríki og sveitarfélögum og verið hálfgerð trúarbrögð hjá mörgum stjórnmála- og embættismönnum. Þó vissulega geti slíkt víða átt rétt á sér þá er langt í frá að útboð og einkarekstur sé hagkvæmari kostur í almannaþjónustu þegar upp er staðið. Nýlega kom út skýrsla unninn af Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen ehf. um rekstur mötuneyta í grunn og leikskólum bæjarins, en skýrslan var unninn að ósk bæjaryfirvalda og kostaði hátt á aðra milljón króna.“

„Í skýrslunni kom fram m.a. að ekki væri hagkvæmt að bjóða út rekstur mötuneyta í leikskólum Ísafjarðarbæjar, ekki virðast þær niðurstöður fara vel í fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar sem vill láta þennan rekstur fara í útboð hvað sem tautar og raular og býr til sínar eigin tölur upp úr skýrslunni sem VST hefur mótmælt harðlega og stendur við sínar tölur og niðurstöður skýrslunnar. Fjöldi hefðbundinna kvennastarfa hafa horfið úr Ísafjarðarbæ undanfarin ár t.d. í fiskvinnslu og s.l. sumar lagði Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar niður þvottahús stofnunarinnar og í kjölfarið voru uppi áform um að innheimta gjald fyrir þvott hjá vistmönnum öldrunarlækningadeildar en fallið frá því að sinni vegna öflugra mótmæla eldri borgara á Ísafirði. Nú er verið að undurbúa hjá Ísafjarðarbæ tekjutengingu gjalda fyrir heimaþjónustu aldraðra og öryrkja sem hvortveggja hefur áhrif á kjör þessa hóps þ.e. auknar álögur og fækkun starfa í kjölfarið vegna þeirra aldraðra sem hætta hugsanlega að sækja í þessa sjálfsögðu þjónustu vegna aukinna útgjalda sem boðuð eru. Fjárhagsvandi bæjarins verður ekki leystur með því að spara á þeim stöðum sem síst skyldi, þar sem kostnaður er nú þegar í algjöru lágmarki og launin lág eins og í þeim hefðbundnu kvennastörfum sem um ræðir þ.e. umönnunarstörf og störf við mötuneyti, þvotta þrif og ræstingar. Það mætti aftur á móti víða í efri lögum stjórnsýslunnar bæði hjá ríki og sveitarfélögum spara í launakostnaði toppanna og forgangsraða upp á nýtt, því þegar ýmis gæluverkefni eru annars vegar þá virðast alltaf nægir peningar til. Ísafjarðarbær gæti ýmislegt lært af hinni hagsýnu húsmóður og hugsa sig tvisvar um áður en farið verður í þá vegferð að fækka fleiri störfum hjá bænum sem samviskusamar konur hafa sinnt með sóma í gegnum árin.

Í lokin má gefa Íslandsbanka rós í hnappagatið fyrir þau áform sín að fjölga störfum hér í Ísafjarðarbæ og mættu fleiri taka sér þau vinnubrögð til fyrirmyndar.

Að lokum vil ég hvetja Vestfirðinga til að standa saman að uppbyggingu sjálfstæðs Háskóla á Ísafirði, með þeirri ákvörðun sem vonandi verður tekin mun störfum fjölga hér og byggð eflast.“

thelma@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli