Frétt

bb.is | 08.03.2005 | 07:02Bæjarfulltrúi segir yfirmann Vegagerðarinnar sýna hroka

Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar segir yfirmann Vegagerðarinnar á Ísafirði hafa sýnt bæjarfulltrúum lítilsvirðingu og hroka. Kristján Kristjánsson yfirmaður Vegagerðarinnar á Ísafirði vill ekkert tjá sig um þessi ummæli Magnúsar Reynis. Eins og komið hefur fram í fréttum bb.is hefur Vegagerðin hafnað í tvígang beiðni bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar um að lækka hámarkshraða á þjóðveginum frá Hafrafellshálsi að afleggjara að Ísafjarðarflugvelli. Töluverð umferð gangandi fólks er við þennan vegarkafla og vildi bæjarstjórn því lækka hámarkshraðann til þess að minnka slysahættu. Upphaflega flutti Magnús Reynir tillögu um þetta mál í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar sem samþykkt var þar samhljóða.

Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku lagði Magnús Reynir fram svohljóðandi bókun vegna síðari synjunar Vegagerðarinnar: „Enn á ný hefur Vegagerð ríkisins hafnað einróma ósk allra bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar um að lækka hámarkshraða á hluta Djúpvegar til að draga úr hættu á slysum gangandi fólks á þessari leið. Samkvæmt upplýsingum umdæmisstjóra V.r. (Vegagerðarinnar, innsk. bb.is) í Borgarnesi, en Vestfirðir virðast nú heyra undir Borgarnes hvað þetta varðar, þá er ákvörðunin tekin vegna andstöðu yfirmanns V.r. á Ísafirði við málið. Umræddur starfsmaður mætti til fundar við bæjarráð Ísafjarðarbæjar fyrir skömmu., m.a. til að ræða þetta mál. Þar sagði hann um fyrrnefndar óskir níu bæjarfulltrúa. ,,Bæjarfulltrúar hafa fullt leyfi til þess að hafa rangt fyrir sér um þetta mál." Miðað við það virðingarleysi og lítilsvirðingu og ekki síst þann hroka, sem þessi ummæli sýna, virðist nokkuð ljóst að um eðlilegt samband og trúnað bæjarfulltrúa í Ísafjarðarbæ við þessa ríkisstofnun, sem stjórnað er frá Borgarnesi, getur ekki orðið að ræða við óbreyttar aðstæður. Þegar allir kjörnir fulltrúar fólksins í einni sveitarstjórn eru sammála um að óska þess að gripið verði til aðgerða í sveitarfélaginu til að forðast slys af völdum hraðaksturs, hlýtur slík ósk að vera tekin alvarlega hjá öllu venjulegu fólki, en ekki gantast með slíkt, eins og yfirmaður V.r. á Ísafirði hefur gert. Í þessu máli vísa ég allri ábyrgð á hendur Vegagerðar ríkisins, en vona jafnframt að ekki verði slys á þeim stutta vegarkafla sem um ræðir í þessu máli.“

Kristján Kristjánsson er yfirmaður Vegagerðarinnar á Ísafirði. Hann staðfestir í samtali við bb.is að hann hafi átt fund með bæjarráði vegna þessa máls. Hann vildi hins vegar ekkert tjá sig um ummæli Magnúsar Reynis vegna fundarins. „Að ég hafi sýnt lítilsvirðingu og hroka er skoðun Magnúsar Reynis og við það hef ég ekkert að bæta“, segir Kristján.

Aðspurður hvort hann hafi einn ráðið skoðun Vegagerðarinnar í þessu máli sagðist hann ekkert geta sagt til um. „Það var óskað umsagnar minnar og ég veitti hana. Ég tel nauðsynlegt að í þessu máli gangi hagsmunir fjöldans fyrir og því mælti ég gegn því að hámarkshraði væri lækkaður á þessum vegarkafla. Hins vegar var bent á þann möguleika að lækka hámarkshraða á vegarkaflanum fyrir fjörðinn og þannig væru tryggðir hagsmunir þess fólks sem kýs að stunda þarna gönguferðir. Þannig teljum við að verið sé að koma til móts við þarfir sem flestra í þessu máli“, segir Kristján Kristjánsson.

hj@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli