Frétt

alvaran.com | 07.03.2005 | 08:29„Vestfirðingar annars flokks notendur í augum Símans“

Björn Davíðsson hjá Snerpu á Ísafirði er mjög harðorður í garð Símans vegna ítrekaðra bilana á ljósleiðarasambandi á Vestfjörðum og vanrækslu á því að koma upp varasambandi sem notast megi við þegar bilanir verða. Bilun varð í ljósleiðara síðdegis á föstudag og stóð þangað til á fjórða tímanum á aðfaranótt laugardags eða rétt tæplega hálfan sólarhring. Þar með rofnaði netsamband og allur gagnaflutningur á norðanverðum Vestfjörðum, þar sem meginþorri fólks í fjórðungnum býr, allt frá Bolungarvík og Ísafirði og Súðavík og til Hólmavíkur. Ástand sem þetta bitnar ekki aðeins á almennum netnotendum sem eru í viðskiptum við netþjónustu Snerpu heldur einnig fjölmörgum aðilum utan Vestfjarða sem eru með vefi í hýsingu hjá fyrirtækinu. Einnig bitnar þetta á öllu viðskiptalífi og atvinnulífi á svæðinu sem treystir mjög á tölvusamskipti og gagnaflutning, auk þess sem útsendingar Stöðvar 2, Sýnar, Skjás Eins og Bylgjunnar nást ekki.

„Við hjá Snerpu höfum undanfarið staðið í þeim skilningi að þessi aðstaða ætti ekki að geta komið upp“, sagði Björn Davíðsson í samtali við Alvöruna.com í nótt. „Við óskuðum eftir því við Símann að gripið yrði til ráðstafana eftir að ljósleiðarinn hingað vestur bilaði síðast en það var 9. október 2003. Þá nagaði mús leiðarann í sundur á Tjaldanesi í Arnarfirði. Eftir þá bilun áttum við fund með þjónustustjóra Símans hér vestra og Bergþóri Halldórssyni, yfirmanni fjarskiptanets Símans. Bergþór kynnti okkur þá að Síminn ætlaði að reyna að koma í veg fyrir að svona lagað gæti endurtekið sig með því að stækka örbylgjusamband Símans frá Arnarnesi við Skutulsfjörð og yfir Steingrímsfjarðarheiði og þaðan yfir á Blönduós. Hann sagði okkur á þessum fundi að þetta samband væri í stækkun og einungis væru nokkrir dagar í það. Þá væri möguleiki á að koma upp varasambandi sem hægt væri að tengja með stuttum fyrirvara, tuttugu mínútum eða svo.

Ég tók manninn trúanlegan með þetta. En þegar ég næ svo á þennan sama mann vegna þessarar bilunar núna og geng á hann hvað sé að gerast, vegna þess að ég var búinn að fá upplýsingar um það hjá Símanum að gagnasambandið yrði ekki flutt yfir á varasamband, þá segir hann að möguleikinn hafi opnast en hins vegar hafi Síminn ekki fjárfest í búnaði til þess að geta nýtt þessa hringtengingu. Þannig er staðan því núna: Varaleiðin er fyrir hendi en það er ekki hægt að tengja hana vegna þess að það vantar nógu öflugan endabúnað. Þetta er það sem Síminn hefur gefið okkur upp í augnablikinu að sé ástæðan fyrir því að gagnasambandið kom ekki upp aftur“, sagði Björn Davíðsson.

Björn segir að atvik sem þetta hafi afar slæm áhrif á mörgum sviðum, ekki aðeins fyrir venjulega internetnotendur heldur alla sem notast við gagnasambandið suður, svo sem verslanir sem eru tengdar við sameiginleg bókhaldskerfi í verslunarkeðjum. Þar má t.d. nefna Húsasmiðjuna þar sem afgreiðslukerfið er meira og minna lamað. Sama er að segja um bankana. Auk þess er ekki hægt að greiða fyrir vöru og þjónustu með kreditkortum.

„Viðskiptalífið og atvinnulífið yfirleitt treystir mjög á þessa leið og allt sem þar kemur við sögu hreinlega stöðvast. Bæði síðast þegar þetta gerðist og líka núna má segja að það sé lán í óláni, að þessar bilanir verða á þeim tíma dags þegar það kemur minna að sök fyrir atvinnulífið en ella. Síðast gerðist það kl. 19.50 og samband komst aftur á kl. 04.50 um nóttina eða eftir níu tíma. Ef það hefði gerst að morgni hefði það valdið gríðarlegum óþægindum og tjóni í viðskiptum þann dag.

Fyrir utan óþægindi fyrir notendur getur þetta auk þess orðið mjög mikið tjón fyrir Snerpu vegna þess að við hýsum vefi fyrir aðila utan Vestfjarða sem treysta á að þeirra efni sé ávallt aðgengilegt. Þegar svona kemur upp hljóta þeir að hugsa það hvers vegna þeir ættu að vera að skipta við Snerpu þegar þeir geta alveg eins skipt við fyrirtæki á suðvesturhorninu sem virðast ekki vera eins næm fyrir svona truflunum vegna þess að þau eru tengd á ljósleiðarann beint. Samt sem áður erum við að greiða sama verð og jafnvel hærra fyrir svona crap-þjónustu, leyfi ég mér að segja. Við erum einfaldlega að fá mun verri þjónustu en notendur annars staðar á landinu vegna þess að við erum ekki með hringtengingu, jafnvel þó að það sé tæknilega mögulegt. Við erum annars flokks notendur í augum Símans.

Við munum krefjast skýringa frá Símanum á því hvers vegna þessar aðstæður geta komið upp og hvers vegna þeir hafi ekki næg varasambönd. Jafnframt að þeir greini frá því hvað þeir ætli að gera til þess að hindra að þetta endurtaki sig. Það hlýtur að vera okkar krafa. Það er ekki til nein tæknileg afsökun fyrir því að hér skuli margítrekað vera algert sambandsleysi langtímum saman. Þetta hefur núna gerst þrisvar á þremur árum og það er þrisvar of mikið. Þetta hefði ekki gerst ef Síminn nýtti þá möguleika sem hann á til að koma upp varasamböndum. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að varasambönd eru afkastaminni og getum alveg fallist á það, en þá er samt sem áður að minnsta kosti eitthvert samband fyrir hendi“, sagði Björn Davíðsson hjá Tölvuþjónustunni Snerpu á Ísafirði.

Hér fyrir neðan eru tenglar í fréttir á vefnum bb.is 10. október 2003 varðandi sambærilega ljósleiðarabilun sem varð kvöldið áður og stóð í níu klukkustundir. Þar á meðal er birt tilkynning og afsökunarbeiðni frá Símanum en þar segir í lokin: „Verið er að koma upp örbylgjusambandi við Vestfirði í gegnum Blönduós, sem mun auka mjög öryggi í símnotenda á svæðinu. Stefnt er að því að ljúka uppsetningu innan mánaðar.“

Mús olli fjarskiptatruflunum á Vestfjörðum

Segir bilun í símkerfinu hafa haft veruleg áhrif á Vestfjörðum

Harmað að seinkun hafi orðið á tilkynningu um bilun í ljósleiðara

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli