Frétt

bb.is | 06.03.2005 | 14:29Vel samstilltur leikhópur í Djöflaeyjunni

Frá sýningunni.
Frá sýningunni.
Hrund Ólafsdóttir, leiklistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu, fer fögrum orðum um uppfærslu Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði, Þar sem djöflaeyjan rís. Segir hún leikara hafa staðið sig vel og leikhópinn vel samstilltan. Þó hafi kannski örlítið vantað upp á skýrmæli leikara. Dómur Hrundar birtist hér í heild sinni: „Leikgerð Kjartans Ragnarssonar á Djöflaeyju Einars Kárasonar er vel gerð og skemmtileg enda vinsæl til að setja upp hjá leikfélögum vítt og breitt. Sýning nemenda í Menntaskólanum á Ísafirði er ágætis skemmtun sem sýnir vel andrúmsloftið í skáldsögu Einars með gleði sína og sorg ásamt bóhemísku en oft lánlitlu lífi persónanna.“

„Hinum bóhemíska andblæ sem er svo bundinn við samfélagið á tíma sögunnar nær hópurinn einkar vel fram með búningum og sviðsmynd en hvort tveggja er nostursamlega unnið af litlum efnum. Bragginn til hliðar við sviðið, hráir tréveggirnir, húsgögnin og síðast en ekki síst búðin hans Tomma með haframjöli og niðursuðudósum er allt saman veisla fyrir augað. Búningarnir eru það líka, til dæmis hárnet Línu, hagkaupsslopparnir, jakki Badda og gallabuxur, skótauið og köflóttu skyrturnar, allt er þetta mjög vandað og skemmtilegt. Lýsingin er líka vönduð og falleg og nokkuð flókin en gengur upp.

Þórunn Sigþórsdóttir leikstjóri er óperusöngkona sem hefur litla reynslu af því að leikstýra en nokkra af aðstoðarleikstjórn í óperum. Hún hefur unnið ágætlega með persónusköpun hjá leikurunum og hefur mjög góða tilfinningu fyrir nýtingu á rýminu. Hins vegar hefur æfing í framburði farist of mikið fyrir en því miður voru krakkarnir stundum illskiljanlegir. Einnig er ekki annað hægt en að vera ósammála því að setja feimna og reynslulitla leikara í sögumannshlutverkið og stilla þeim upp í röð til hliðar í stað þess að láta sterkustu leikarana alltaf um að segja söguna en ekki bara stundum. Til dæmis voru þau Tómas Árni sem lék Danna og Dóróthea Margrét sem lék Línu alveg sérstaklega lifandi sögumenn. Söngurinn í sýningunni var vel fluttur en einhvern veginn á skjön því að hann kom oftast sem skrattinn úr sauðarleggnum í stað þess að tengja við það sem var að gerast hverju sinni.

Djöflaeyjan er fyrst og fremst alveg stórkostlegt persónugallerí og er því gert góð skil hjá Þórunni og hópnum. Ársæll Níelsson er vaxandi leikari og léði Badda vel hina ógeðfelldu eiginleika og mikinn töffaraskap, sérstaklega eftir að hann kemur frá Ameríku. Tómas Árni Jónasson þroskast einnig og dafnar sem leikari en hér var hann ótvíræð stjarna þessarar uppfærslu; hann var einlægur og kyrr sem Danni ungur og Danni fullorðinn og ekki síður fyndinn sem sjarmatröllið Dóri. Systur þeirra Dollí lék Hildur Dagbjört Arnardóttir skemmtilega, einkum þegar hún sveiflaðist í skapi. Það er ekki auðvelt fyrir mjög ungar manneskjur að leika eldra fólk en þau Dóróthea Margrét Einarsdóttir og Oddur Elíasson voru bæði mjög sannfærandi og bjuggu yfir innri kyrrð sem Lína og Tommi. Páll Janus Þórðarson var fallega vitlaus og góður sem Grettir og Sandra Rún Jóhannesdóttir átti fína spretti sem hina gráðuga og smásálarlega Fía. Tinna Ólafsdóttir hafði sérstaklega sterka nærveru á sviðinu, hún var bæði fyndin og vakti líka mikla samúð sem Þórgunnur í bragganum. Hins vegar voru það mistök hjá leikstjóra að ljá henni flámæli því slíkt þarfnast mikillar vinnu til að persónan verði skýrmælt.

Fleiri leikarar stóðu sig býsna vel og hópurinn var samstilltur. Hér verður líka sérstaklega að geta leikskráarinnar. Hún er falleg og vönduð og í henni eru allar upplýsingar sem skipta máli, svo sem pistill um höfunda, leikstjóra og síðast en ekki síst um söguna á bak við leikritið.“

Síðasta sýning á Þar sem djöflaeyjan rís er á sal Menntaskólans í kvöld.

halfdan@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli