Frétt

| 07.09.2001 | 13:27Áhugi Bolvíkinga á heilsurækt hefur aukist

Bráðhressir Bolvíkingar í ratleik á vegum heilsubæjarverkefnisins.
Bráðhressir Bolvíkingar í ratleik á vegum heilsubæjarverkefnisins.
Nærri tveir þriðju hlutar Bolvíkinga á aldrinum 18-80 ára segjast stunda reglulega hreyfingu af ýmsu tagi. Flestir þeirra eða sjö af hverjum tíu ganga reglulega, liðlega þrír af hverjum tíu iðka sund og tæplega sjötti hver stundar líkamsrækt. Tæplega 42% segja áhuga sinn á heilsurækt hafa aukist á síðustu 12 mánuðum. Rúmlega 56% segja áhugann hafa staðið í stað en rúm 2% segja hann hafa minnkað. Mikill meirihluti, eða meira en 90%, er jákvæður gagnvart verkefninu „Heilsubærinn Bolungarvík“. Þeir sem segja áhuga sinn á heilsurækt hafa aukist á síðustu 12 mánuðum, auk þeirra sem stunda reglulega hreyfingu, eru að jafnaði jákvæðari gagnvart verkefninu en aðrir.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðhorfsrannsókn sem Gallup á Íslandi gerði fyrir Heilsubæinn Bolungarvík. Markmiðið var að kanna viðhorf fólks til heilsubæjarverkefnisins í Bolungarvík og þátttöku fólks í því. Gerð var símakönnun og var upphaflegt úrtak 692. Endanlegt úrtak var 627 og var fjöldi svarenda 459 og svarhlutfallið 73,2% en ekki náðist í 117 manns og 51 neitaði að svara. Helstu niðurstöður fara hér á eftir.


Áhugi á heilsurækt

Tæplega 42% svarenda segja að áhugi þeirra á heilsurækt hafi aukist á síðustu 12 mánuðum. Rúmlega 56% segja áhuga sinn hafa staðið í stað, en rúm 2% segja hann hafa minnkað.

Tæplega 36% þeirra sem segja áhuga sinn á heilsurækt hafa aukist, segja ástæðu þess vera átakið í bænum. Tæplega 11% nefna meiri umræðu sem ástæðu, en færri nefndu aðrar ástæður.


Áhrif einstaklinga á eigin heilsu

Rúmlega 76% svarenda telja að einstaklingar geti bætt heilsu sína mikið. Á hinn bóginn telja rúmlega 23% að einstaklingar geti bætt heilsu sína nokkuð eða lítið, en tæpt 1% telur að heilsa sín sé ekki í eigin höndum. Fólk í elsta aldurshópnum og þeir sem eru með lágar tekjur hafa síður trú á því að þeir geti haft áhrif á eigin heilsu.


Leiðir til að bæta eigin heilsu

Þegar svarendur voru inntir eftir því hvaða leið þeir teldu besta til að bæta eigin heilsu, kom í ljós að tæplega 39% nefndu hreyfingu. Tæplega 31% nefndi mataræði, en rúmlega 29% nefndu göngu. Færri nefndu aðrar leiðir.


Hreyfing

Tæplega 65% svarenda stunda reglulega hreyfingu.

Flestir, eða tæplega 70% þeirra sem stunda reglulega hreyfingu ganga. Ríflega 3 af hverjum 10 iðka sund, en tæplega 16% stunda líkamsrækt.


Viðhorf gagnvart verkefninu „Heilsubærinn Bolungarvík“

Mikill meirihluti, eða meira en 90%, er jákvæður gagnvart verkefninu „Heilsubærinn Bolungarvík“. Á hinn bóginn eru 8% hvorki jákvæð né neikvæð, en tæplega 2% eru neikvæð. Þeir sem segja áhuga sinn á heilsurækt hafa aukist á síðustu 12 mánuðum, auk þeirra sem stunda hreyfingu reglulega, eru að jafnaði jákvæðari gagnvart verkefninu en samanburðarhóparnir.


Hvatning verkefnisins til heilsueflingar

Tæplega 39% svarenda segja verkefnið hafa hvatt sig mikið til heilsueflingar. Tæplega 19% segja verkefnið hvorki hafa hvatt sig mikið eða lítið, en ríflega 42% segja verkefnið hafa haft lítil eða engin hvatningaráhrif á sig þegar kemur að heilsueflingu.


Þátttaka í verkefnum heilsubæjarins

Þegar svarendur voru spurðir um þátttöku sína í verkefnum heilsubæjarins, sögðust ríflega 30% hafa gengið eða hjólað. Rúmlega 10% sögðust hafa mætt á fyrirlestur, en ríflega 6% sögðust hafa tekið þátt í átakshópi og sama hlutfall í skíða- eða sleðaferð. Á hinn bóginn höfðu ríflega 55% ekki tekið þátt í neinu verkefni.


Áhrif verkefnisins á félagslífið í bænum

Ríflega 88% svarenda telja að verkefnið hafi styrkt félagslífið í Bolungarvík. Þeir sem segja áhuga sinn á heilsurækt hafa aukist á síðustu 12 mánuðum og þeir sem eru mjög jákvæðir gagnvart verkefninu, eru almennt líklegri til að telja verkefnið hafa styrkt félagslíf bæjarins en viðmiðunarhóparnir.

Slétt 99% svarenda vilja að verkefnið haldi áfram.


Skoðanir á áherslum í verkefninu

Tæplega 26% telja að verkefnið sé gott eins og það er og eigi að halda áfram á sömu braut. Tæplega 22% vilja að áhersla sé lögð á hreyfingu almennt, en tæplega 18% vilja áherslu á heilsueflingu, þ.e. að hvetja almenning til heilbrigðs lífernis. Færri nefndu aðra þætti.


Tengdar fréttir:

BB 26.06.2001
Gönguferð á hæsta fjall Vestfjarða

BB 21.06.2001

bb.is | 27.10.16 | 09:01 Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með frétt Óboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli