Frétt

bb.is | 03.03.2005 | 14:10Dagskrá Skíðaviku á Ísafirði 2005 óðum að taka á sig mynd

Frá setningu Skíðaviku í fyrra. Almennt er vonast eftir meiri snjó þetta árið.
Frá setningu Skíðaviku í fyrra. Almennt er vonast eftir meiri snjó þetta árið.
Undirbúningur fyrir Skíðaviku Ísfirðinga 2005 gengur vel og er dagskrá hátíðarinnar farin að taka á sig mynd. „Flestir af þessum stóru atburðum eru komnir inn í dagskrána, en þó gæti enn bæst við. Þá eiga margir minni atburðir eftir að bætast við“, segir Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi Ísafjarðarbæjar og einn þeirra sem standa að skipulagningu Skíðaviku. „Undirbúningurinn hefur gengið þokkalega. Við eigum að vísu eftir að undirbúa snjóinn aðeins betur. Það gæti verið snúið. Við vonum samt að það fari eitthvað að falla fljótlega“, segir Rúnar. Dagskrá hátíðarinnar skal birt hér að neðan, en tekið skal fram að einhverjir atburðir gætu færst til, sumir jafnvel fallið út og aðrir bæst við. Nánar má fræðast um Skíðavikuna á vef hennar.

Miðvikudagur 23. mars:

17:00 Setning Skíðaviku á Silfurtorgi. Heilmikið fjör á Silfurtorgi. Lúðrasveitin marserar frá Ísafjarðarkirkju niðrá Silfurtorg.

20:00 „Píanóið í nýju ljósi“ Tónleikar í Hömrum. Á þessum tónleikum heyrast ýmis framandi kynjahljóð úr heimi píanósins, en á þeim mun Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari flytja nýstárleg píanóverk frá 20. og 21. öldinni. Nokkur verkanna eru alveg splunkuný og sérstaklega samin fyrir Tinnu og frumflutt af henni, en önnur eru eldri. Á dagskránni verður m.a. verk eftir bandaríska snillinginn John Cage,Steingrím Rohloff og nýtt verk eftir Kolbein Einarsson. Aðgangseyrir að tónleikunum er kr. 1.200, lífeyrisþegar borga kr. 800 og skólafólk 20 ára og yngri fá frítt inn.

00:00-03:00 Ball í Sjallanum. Opnunarball Skíðavikunnar, nánar auglýst síðar hverjir stíga á stokk.

Útibingó á vegum Björgunarfélagsins. Göngubingóið gerði mikla lukku í fyrra. Mismunandi gönguleiðir fyrir mismikla göngugarpa. Einskonar ratleikur þar sem þú safnar bingótölum. Veg og vanda að Bingóinu hefur Björgunarsveitin. Bingóspjöld seld í Hamraborg.

Fimmtudagur 24. mars:

13:00 Skíðagöngukennsla á Seljalandsdal. Göngunefnd Skíðafélagsins býður upp á skíðakennslu fyrir almenning á Seljalandsdal. Upplagt fyrir þá sem vilja bæta tæknina fyrir Garpamótið. Allir velkomnir.

14:00-16:00 Páskabingó JCI Vestfjarða. JC-félagar verða með páskabingó. nánar auglýst síðar.

14:00-16:00 Slöngurall. Björgunarfélagið sér um slöngurall í Tungudal.

19:00 Matur og skemmtun hjá SKG Veitingum. Tónlistarmaðurinn og fyrrum skíðakennarinn Eyjólfur Kristjánsson mætir með kassagítarinn og skemmtir skíðavikugestum. Boðið verður upp á glæsilegt ostahlaðborð ásamt léttum matseðli. Borðapantanir í síma 456-3360.

21:00-00:00 Fyndnasti maður Vestfjarða – úrslitakvöld. Lokakvöld keppninnar sem hefur verið í gangi síðustu misserin. Gerði mikla lukku í fyrra þegar keppnin var frumreynd, ekki er von á minna stuði í ár.

21:00-23:00 Skíðanótt nánar auglýst síðar.

Til 24:00 Sjallinn - Páskapöbbinn.

Útibingó á vegum Björgunarfélagsins. Göngubingóið gerði mikla lukku í fyrra. Mismunandi gönguleiðir fyrir mismikla göngugarpa. Einskonar ratleikur þar sem þú safnar bingótölum. Veg og vanda að Bingóinu hefur Björgunarsveitin. Bingóspjöld seld í Hamraborg.

Föstudagur 25. mars:

10:00 Páskaferð í Jökulfirði. Á föstudaginn langa verður boðið uppá gönguskíða- og skemmtisiglingu í Jökulfirði. Lagt verður af stað kl. 10:00 og siglt norður að Flæðareyri. Þar verða skíðagöngumenn settir í land og ganga þeir með leiðsögumanni létta gönguleið yfir í Grunnavík (3 - 4 klst). Þeir sem ekki vilja ganga á skíðum, sigla áfram með bátnum í skoðunarferð um Jökulfirði og fara á land í Grunnavík, þar sem þeir sameinast göngumönnum í kaffi, kakódrykk og meðlæti í Sútarabúð. Lagt verður af stað til Ísafjarðar milli 16:00-17:00. Heildarverð, sigling, leiðsögn og veitingar er 4100 krónur á mann. Upplýsingar og bókanir hjá Kiddý í síma 456 3879 eða síma 892 1879. Nauðsynlegt er að bóka sig.

13:00 Grillveisla í Tungudal. Byrjað að kynda upp grillið. Grillveisla á furðufatadegi. Þeir eru mættir aftur furðufuglarnir með kók og bestu pylsur í heimi. Krakkar, mætið endilega í skrítnum fötum og platið foreldrana með í fjörið!

14:00-16:00 Slöngurall. Björgunarfélagið sér um slöngurall í Tungudal.

14:30 Sælgætisregn í Tungudal. Krakkarnir ærast er vængjuðum karamellum rignir af himnum ofan... Ómissandi á Skíðavikunni!

14:30 Tvíkeppni Byggðasafns Vestfjarða í Tungudal. Rennsli með sneiðingum og 120 skrefa hlaup á skíðum. Aldagömul tvíkeppni í göngu og rennsli sem endurvakin var á Skíðaviku 2001. Allir hvattir til þátttöku en virðulegur klæðnaður er áskilinn. Keppni sem vakið hefur mikla athygli! Skráning á staðnum.

19:00-04:00 Ísfirskar Perlur í Krúsinni. Viðamesta og flottasta sýning í sögu Krúsarinnar. Matur, dansleikur og skemmtun þar sem fram koma margar skærustu stjörnur ísfirsks tónlistarlífs í gegnum tíðina, eða Ingibjörg Guðmundsdóttir, Reynir Guðmunds, Margrét Geirs, Rúnar Þór, og Kolbrún Sveinbjörns ásamt stórsveit B.G. Miða- og borðapantanir í síma 456-4505. Aldurstakmark: 18 ár.

19:00 Matur og skemmtun hjá SKG Veitingum. Tónlistarmaðurinn og fyrrum skíðakennarinn Eyjólfur Kristjánsson mætir með kassagítarinn og skemmtir skíðavikugestum. Boðið verður upp á glæsilegt ostahlaðborð ásamt léttum matseðli. Borðapantanir í síma 456-3360.

20:00 Tónleikar í Ísafjarðarkirkju. Tónleikar vegum Tónlistarskóla Ísafjarðar þar sem Strengjasveit skólans í aðalhlutverki undir stjórn Janusz Frach. Gestir hljómsveitarinnar á tónleikunum eru Kammerkór Vestfjarða, en stjórnandi hans er Guðrún Jónsdóttir, einsöngvararnir Ingunn Ósk Sturludóttir mezzósópran og Mariola Kowalczyk alt auk nokkurra söngnema úr Tónlistarskóla Ísafjarðar og Listaháskóla Íslands. Efnisskráin er fjölbreytt og metnaðarfull. Fluttir verða þættir úr kirkjuverkum s.s. Messu í h-moll e. Johann Sebastian Bach, Sálumessu e. Gabriel Fauré og Orgelsinfóníu e. Saint-Saëns, en einnig hin þekkta Vókalísa eftir Sergei Rachmaninoff og Kór úr óperunni Madame Butterfly eftir Giacomo Puccini.

22:00 Gísla Saga í Hömrum. Kómedíuleikhúsið á Ísafirði sýnir einleik sem byggður er á Gísla sögu Súrssonar. Leikgerð Gísla sögu er eftir Elfar Loga Hannesson sem einnig er eini leikari sýningarinnar og Jón Stefán Kristjánsson sem leikstýrir.

Útibingó á vegum Björgunarsveitarinnar. Göngubingóið gerði mikla lukku í fyrra. Mismunandi gönguleiðir fyrir mismikla göngugarpa. Einskonar ratleikur þar sem þú safnar bingótölum. Veg og vanda að Bingóinu hefur Björgunarsveitin. Bingóspjöld seld í Hamraborg.

Laugardagur 26. mars:

12:00-16:00 Flóamarkaður JC Vestfjarða. Um að gera að kíkja á flóa og gera góð kaup. Haldinn í Ljóninu við hliðina á Húsgagnaloftinu.

13:30 Páskaeggjamót Samskipa. Keppt verður í göngu og samhliðasvigi á TORFNESI. Hápunktur Skíðavikunnar hjá yngstu kynslóðinni. Allir krakkar fæddir 1991 og yngri velkomnir til þátttöku. Foreldrar mega hlaupa með þeim yngstu.

14:00-16:00 Slöngurall. Björgunarfélagið sér um slöngurall í Tungudal.

15:00-17:00 Íþróttadagur í Íþróttahúsinu Torfnesi. Árni Heiðar Ívarsson íþróttakennari verður með íþróttadag fyrir krakka á öllum aldri. Farið verður í fótbolta, ýmiskonar leiki. Auk þess verður trampolín og fleira fyrir krakkana til að spreyta sig á. Húsið opið til kl. 18:00. Aðgangseyrir kr. 400. Nánari upplýsingar í síma 895 9241.

16:00-00:00 Aldrei fór ég suður - rokkhátíð alþýðunnar. Efnt verður til mikillar tónlistarveislu í Edinborg. Fjölmargir listamenn sem getið hafa sér gott orð á erlendri grund ásamt heimamönnum, halda upp miklu fjöri á tíu tíma tónleikum. Allir velkomnir og frítt inn.

19:00 Matur og skemmtun hjá SKG Veitingum. Tónlistarmaðurinn og fyrrum skíðakennarinn Eyjólfur Kristjánsson mætir með kassagítarinn og skemmtir skíðavikugestum. Boðið verður upp á glæsilegt ostahlaðborð ásamt léttum matseðli. Borðapantanir í síma 456-3360.

19:00-04:00 Ísfirskar Perlur í Krúsinni. Viðamesta og flottasta sýning í sögu Krúsarinnar. Matur, dansleikur og skemmtun þar sem fram koma margar skærustu stjörnur ísfirsks tónlistarlífs í gegnum tíðina, eða Ingibjörg Guðmundsdóttir, Reynir Guðmunds, Margrét Geirs, Rúnar Þór, og Kolbrún Sveinbjörns ásamt stórsveit B.G. Miða- og borðapantanir í síma 456-4505. Aldurstakmark: 18 ár.

23:00-03:00 Kung-Fú í Sjallanum. Stuðið á dansleikjum Skíðavikunnar er takmarkalaust. Það er því vel við hæfi að skella sér á ball með hressu strákunum í Kung-Fú. Aldurstakmark: 18 ár.

Útibingó á vegum Björgunarsveitarinnar. Göngubingóið gerði mikla lukku í fyrra. Mismunandi gönguleiðir fyrir mismikla göngugarpa. Einskonar ratleikur þar sem þú safnar bingótölum. Veg og vanda að Bingóinu hefur Björgunarsveitin. Bingóspjöld seld í Hamraborg.

Sunnudagur 27. mars:

12:00 - 13:00 Skíðagöngukennsla. Göngunefnd Skíðafélagsins býður upp á skíðakennslu fyrir almenning á Seljalandsdal. Allir velkomnir.

12:00 Garpamótið í göngu á Seljalandsdal. Þetta er keppni mestu göngugarpa landsins! Allir garpar hvattir til að taka þátt.

13:00-17:00 Gerð Risa-snjókarls á Suðureyri. Verður íslandsmet slegið á Skíðavikunni? Stefnt er að því að snjókarlinn verði hvorki meira né minna en sjö metrar á hæð sem er vel við hæfi á sjötíu ára afmæli Skíðavikunnar. Öll fjölskyldan er hvött til að mæta og taka þátt, því eins og málshátturinn segir þá vinna margar hendur létt verk. Staðsetning og uppákomur nánar auglýst síðar.

13:30 Garpamótið í svigi í Tungudal. Nú verður aldeilis tekið á því, skíði smurð, keppnisgallar mátaðir, þrekpróf tekin og dælt í sig prótíni og orkudrykkjum. Munið samt að þetta er bara leikur...eða hvað?

14:00 Skíðaævintýri í Önundarfirði. Björgunarsveitarmenn sjá um að draga skíðamenn frá Seljalandsdal yfir Vestfjarðahásléttuna. Skíðað niður í Önundarfjörðinn í brekkum við allra hæfi. Endað í sundi og sauna á Flateyri. Ferð sem hefur heppnast mjög vel. Mæting við topp Miðfellslyftunnar. Verð kr. 1.000.- Umsjón: Rúnar Óli Karlsson. Nánari upplýsingar í síma: 869-7557.

19:00-04:00 Ísfirskar Perlur í Krúsinni. Viðamesta og flottasta sýning í sögu Krúsarinnar. Matur, dansleikur og skemmtun þar sem fram koma margar skærustu stjörnur ísfirsks tónlistarlífs í gegnum tíðina, eða Ingibjörg Guðmundsdóttir, Reynir Guðmunds, Margrét Geirs, Rúnar Þór, og Kolbrún Sveinbjörns ásamt stórsveit B.G. Miða- og borðapantanir í síma 456-4505. Aldurstakmark: 18 ár.

00:00-03:00 Kung-Fú í Sjallanum. Stuðið á dansleikjum Skíðavikunnar er takmarkalaust. Það er því vel við hæfi að skella sér á ball með hressu strákunum í Kung-Fú. Aldurstakmark: 18 ár.

Útibingó á vegum Björgunarfélagsins. Göngubingóið gerði mikla lukku í fyrra. Mismunandi gönguleiðir fyrir mismikla göngugarpa. Einskonar ratleikur þar sem þú safnar bingótölum. Veg og vanda að Bingóinu hefur Björgunarfélag Ísafjarðar. Bingóspjöld seld í Hamraborg.

Mánudagur 28. mars:

Útibingó á vegum Björgunarfélagsins. Göngubingóið gerði mikla lukku í fyrra. Mismunandi gönguleiðir fyrir mismikla göngugarpa. Einskonar ratleikur þar sem þú safnar bingótölum. Veg og vanda að Bingóinu hefur Björgunarfélag Ísafjarðar. Bingóspjöld seld í Hamraborg.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli