Frétt

mbl.is | 01.03.2005 | 08:49Fólki dettur fátt annað í hug á Suðurnesjum en Bláa lónið

Fagfólk í ferðaþjónustu nefnir almennt Bláa lónið þegar það er spurt hvað sé efst í huga þess varðandi Suðurnes en margir nefna einnig Flugstöðina, hraun og Reykjanesvita. Ímynd bæjanna á Suðurnesjum, annarra en Grindavíkur, virðist fremur óskýr í huga þessa fólks. Þannig dettur stórum hluta fólks ekkert í hug þegar það er spurt hvað sé efst í huga þess varðandi Reykjanesbæ, Sandgerði, Garð og Voga. Á ráðstefnu sem Ferðamálasamtök Suðurnesja og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum héldu í Eldborg í Svartsengi síðastliðinn föstudag kynnti Rögnvaldur Guðmundsson, hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar, niðurstöður viðhorfskönnunar sem gerð var meðal fagfólks í ferðaþjónustu. Talað var við fjórtán forsvarsmenn ferðaskrifstofa eða ferðaskipuleggjenda, fimmtán leiðsögumenn á Suðurnesjum og tvo forsvarsmenn félagasamtaka í ferðaþjónustu.

Þegar spurt var hvað fólki væri efst í huga varðandi Reykjanesbæ var ekkert nefnt umfram annað. Flugstöðin var þó oftast nefnd en hún er ekki í bæjarfélaginu heldur í Sandgerðisbæ, síðan herstöðin á Keflavíkurflugvelli, hvalaskoðun og góð gisting á hótelum. Flestir nefndu sjávarpláss þegar spurt var um Sandgerði en tæplega fjórðungi datt ekkert sérstakt í hug. Garðskagaviti kom flestum í hug í Garðinum en meira en þriðjungi flaug ekkert í hug. Nokkrir nefndu þó fuglalíf og byggðasafn. Rúmlega þriðjungi kom ekkert sérstakt í hug varðandi Vogana en síðan nefndi fólk sjávarþorp og söguna um Marbendil.

Aðrar niðurstöður birtust þegar spurt var um Grindavík. Flestir nefndu höfnina eða Saltfisksetrið og saltfisk en síðan fisk og öflugt íþróttalíf. Telur höfundur skýrslunnar að ímynd Grindavíkur sé skýrust af þéttbýlisstöðunum á Suðurnesjum.

"Það er ljóst að Suðurnesjamenn þurfa að skýra betur ímynd sýna," segir Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja. Hann vonast til að sveitarfélögin muni gera það. Nefnir að í umræðum á ráðstefnunni hafi fulltrúar þriggja stærstu sveitarfélaganna lýst yfir stuðningi við stofnun fyrirtækis til að annast markaðssetningu svæðisins. Það hefur verið baráttumál Kristjáns og Ferðamálasamtakanna að sveitarfélögin, samtök og fyrirtæki ferðaþjónustunnar á Suðurnesjum sameini krafta sína í markaðsmálunum og vonast hann til eftir yfirlýsingar forystumanna sveitarfélaganna að málið komist á rekspöl á þessu ári.

Bláa lónið bar höfuð og herðar yfir aðra staði þegar ferðafrömuðirnir voru spurðir um eftirsóknarverðustu staði fyrir ferðafólk á Suðurnesjum. Nefndu 84% þátttakenda Bláa lónið í þessari könnun, þar af settu 74% það í fyrsta sætið. Hraunið og göngumöguleikar komu næst og síðan jarðfræði svæðisins og Krýsuvík. Mjög margir sögðust fara með ferðamenn í Bláa lónið og mjög eða fremur oft til Grindavíkur. Þá fór mikill meirihluti þátttakenda mjög eða fremur oft með ferðamenn að Reykjanesvita og í Krýsuvík. Margir sýndu einnig ferðamönnum fugla mjög eða frekar oft, komu við í Keflavík eða Njarðvík eða skoðuðu sýninguna í Gjánni í Eldborg.

Í skýrslu Rannsókna og ráðgjafar ferðaþjónustunnar eru settar fram nokkrar ábendingar og tillögur í framhaldi af könnuninni. Þar er meðal annars talað um að auglýsa betur gönguleiðir í friðlandinu og möguleika á silungsveiði. Gera meira úr mannlífi og sögu. Vakin er athygli á því að það gæti verið aðlaðandi og áhrifaríkt fyrir ferðafólk en kæmist ekki að í skugga Bláa lónsins.

Hátt í níutíu manns sótti ferðaráðstefnuna og er Kristján Pálsson ánægður með hvernig til tókst. Fluttir voru fimm fyrirlestrar og síðan voru pallborðsumræður.

bb.is | 27.10.16 | 15:56 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli