Frétt

bb.is | 28.02.2005 | 16:29Sigurður Pétursson nýr formaður Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ

Sigurður Pétursson sagnfræðingur.
Sigurður Pétursson sagnfræðingur.
Sigurður Pétursson sagnfræðingur á Ísafirði var á aðalfundi Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ á laugardag kjörinn formaður félagsins. Sturla Páll Sturluson sem verið hefur formaður frá árinu 2002 gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Aðrir í stjórn félagsins voru kjörnir Jóna Símonía Bjarnadóttir, Kolbrún Sverrisdóttir, Lárus G. Valdimarsson og Védís Geirsdóttir. Fram kom á fundinum að nokkur fjölgun hefur orðið í félaginu undanfarnar vikur og er búist við áframhaldi á þeirri fjölgun eftir því sem nær dregur kosningu formanns Samfylkingarinnar en flokkurinn heldur flokksþing sitt í maí. Nokkrar umræður urðu á fundinum um helstu hagsmunamál Vestfirðinga og voru samþykktar ályktanir um háskólamál, samgöngumál og um markaðsvæðingu dreifikerfa fjarskipta og raforku.

Í ályktun um háskólamá segir að Samfylkingin í Ísafjarðarbæ telji stofnun sjálfstæðs háskóla á Vestfjörðum sem lúti forræði heimamanna eitt brýnasta byggðamál Vestfirðinga nú um stundir. Fyrsta skref í þá átt verði að koma nú þegar upp staðbundinni háskólakennslu á Ísafirði með tilstyrk þeirra þekkingarstofnanna sem fyrir eru á svæðinu. Samfylkingin í Ísafjarðarbæ hvetur alla til þess bæra aðila, stjórnvöld, þingmenn, sveitarstjórnarmenn og félagasamtök til þess að stuðla að framgangi þessa brýna hagsmunamáls sem styrkja mun framtíðarbyggð á Vestfjörðum.

Í ályktun um samgöngumál segir að flokkurinn gagnrýni harðlega niðurskurð á framlögum til vegagerðar í fjórðungnum þegar öllum sé ljóst að brýn þörf sé á verulegu átaki í þeim málaflokki. „Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðismanna sýnir enga tilburði í þá átt að leggja til mótvægisaðgerðir gegn þenslu í öðrum landshlutum en þeim er njóta mest áhrifa yfirstandandi stórframkvæmda. Uppbygging grunngerðar samfélagsins er að stærstum hluta á ábyrgð ríkisins og ítrekað bregðast núverandi stjórnvöld þeirri skyldu sinni gagnvart okkur. Þrátt fyrir yfirlýsingar hjá forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að tryggja okkur ásættanlegar samgöngubætur virðast þær ekki í augsýn“.

Þá telur Samfylkingin í Ísafjarðarbæ fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af fyrirhugaðri sölu Símans ásamt grunnkerfi fjarskipta landsins. „Meginrökin fyrir sölu grunnkerfis fjarskipta er sú að þegar ríki samkeppni á því sviði í landinu. Það er auðvitað öllum ljóst að sú fullyrðing á einungis, að hluta til, við um suðvestur horn landsins en alls ekki í dreifðum byggðum þess. Við höfum þegar séð fyrstu áhrif markaðsvæðingar raforku þar sem þó var valin sú leið að stofna sérstakt fyrirtæki um dreifikerfi raforku í landinu. Fátt bendir til þess að stjórnvöld sjái fyrir afleiðingar ákvarðanna sinna í jafn veigamiklum þáttum og hér um ræðir. Ekki eru misvísandi yfirlýsingar einstakra ráðherra heldur til þess fallnar að auka tiltrú almennings á ákvörðunum ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokkum.“

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli