Frétt

| 05.09.2001 | 16:58,,Aðgerðir stjórnvalda hörmulegar?

Fyrirsögnin hér að ofan er höfð eftir Einari Oddi Kristjánssyni alþingismanni Vestfirðinga um þær aðgerðir að setja veiðar svonefndra 6 tonna báta undir kvóta. Fyrirsögnin er á frétt í DV síðasta mánudag. Einar Oddur segist líta á kvótasetningarlögin á smábáta sem óskaplega ógæfu. Í viðtölum við smábátasjómenn í Morgunblaðinu síðasta sunnudag kemur glöggt fram að mikill kvíði býr í huga þeirra og framtíðin virðist mjög dökk að óbreyttum lögum.

Togurum hefur fækkað á Vestfjörðum og landvinnsla hefur minnkað en önnur atvinna hefur ekki aukist að sama skapi. Skemmri tíma tekur að leggja af atvinnustarfsemi en að hefja nýja. Margt hefur gerst í sambandi við útgerð stærri skipanna, sem helst verður jafnað við harmleik. Skipin hafa verið seld annað og seljendur og íbúar höfðu gert sér vonir um að afla yrði landað á Ísafirði og kvótinn þannig vistaður hér. Svo var um Guðbjörgina ÍS 46. Þær vonir brugðust hrapallega. Togaraútgerð Ísafjarðar var í raun á forræði Ísafjarðarkaupstaðar en rann svo inn í Básafell hf. og sveitarstjórnin missti tökin á kvótanum. Hið sama henti hlutafélögin sem runnu inn í Básafell. Allt hvarf og eftir sátu íbúar með sárt ennið.

Vestfirðingar eru þrautseigir og sáu sér þann kost einan að byrja frá grunni og nýta sér þá möguleika sem fólgnir voru í sóknarkerfi smábátanna. Í Morgunblaðinu var meðal annars rætt við Skarphéðin Gíslason fyrrum togaraskipstjóra er sneri sér að smábátaútgerð eins og fleiri starfsfélagar hans þegar togaraútgerðin dróst saman. Nú er grundvöllurinn undir starfsemi hans og margra annarra að hrynja, svo fremi lögum verði ekki breytt. Það er von að Einar Oddur Kristjánsson sé þungorður. Ekki er leyfilegt að skjóta upp neyðarblysum nema í neyð. Nú er neyð fyrir dyrum hjá smábátaútgerðinni eins og Guðrún Pálsdóttir útgerðarmaður á Flateyri sagði í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Í sama streng tók Ólafur Ragnarsson, sem einnig gerir út smábát á Flateyri. Fjárfestingar þessa fólks og margra annarra eru að renna út í sandinn. Þær verða verðlausar ef kvótinn er svo lítill að enginn glóra er í því að gera út. Forsendur eru þá brostnar.

Þess vegna skutu smábátasjómenn upp neyðarblysum á miðnætti þegar nýtt kvótaár gekk í garð 1. september. Hvort sú aðgerð dugar til breytinga á kerfinu og hvort auglýsing Landssambands smábátaútgerðarinnar dugi, skal ósagt látið.

Vestfirðingar hafa gengið í gegnum miklar hremmingar og sorg af völdum náttúruhamfara undir lok síðustu aldar. Samstaða þjóðarinnar með okkur var þá skært ljós og vakti von og dug í brjóstum flestra. Landbúnaður á Íslandi hefur mátt þola miklar breytingar á undanförnum árum og afkoma þeirra sem hann stunda versnað. Framundan sýnast miklu verri hörmungar í þeirri atvinnugrein sem hefur staðið undir efnahagslífi í sjávarþorpunum síðustu ár. Nú vantar samstöðu Íslendinga til þess að koma í veg fyrir að smábátaútgerðin hrynji. Hörmulegt væri að hún hryndi.


bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli