Frétt

Leiðari 36. tbl. 2001 | 05.09.2001 | 16:56Þverun Mjóafjarðar

Mörg ár eru liðin síðan Djúpvegur var opnaður fyrir umferð og langt um lengra síðan hann kom fyrst á dagskrá hjá framsýnum mönnum, sem lengi vel töluðu fyrir daufum eyrum. Skal ekki undra að mörgum hafi fundist seint miða, og þyki enn. Margt vel hefur þó verið gert, einkum hin síðari ár.

Fyrir utan breiðari og betur lagða vegi til að standast íslenska veðráttu miðar helsta breyting í vegalagningu á Íslandi að þeim tveimur þáttum, sem mestu máli skipta í samgöngum á landi: Að vegalengdir séu sem stystar og að vegir séu greiðfærir árið um kring. Rökrétt framhald af þessum breyttu viðhorfum er að meta kostnað við samgöngumannvirki til lengri tíma litið, í stað þess að einblína um of á beinan stofnkostnað. Á einföldu máli heitir þetta að horfa til framtíðar.

Samgöngur skipta strjálbýlisfólk miklu máli. Þær eru lífæð búsetu í hinum dreifðu byggðum. Stöðugur samdráttur á sér nú stað í þeim ferðamáta, sem í árdögum flugs á Íslandi var talinn líklegur til að gera aðrar samgöngur nánast óþarfar. Sífellt fækkar þeim stöðum á landsbyggðinni sem innanlandsflugið þjónar og flugfargjöldin orðin flestu venjulegu fólki óbærileg.

Þegar horft er til þessa kemur ekki á óvart að tveir þriðju hlutar þeirra er svöruðu spurningu blaðsins þessa viku: Viltu þverun Mjóafjarðar í Djúpi gegn frestun vegabóta í Hestfirði? gáfu jáyrði sitt. Tæpur þriðjungur var andvígur. Fer því ekki á milli mála hver skilaboð Vestfirðinga til Vegagerðarinnar um vegagerð í Djúpinu eru: Þverun Mjóafjarðar. Og síðan vegur sem leið liggur fyrir Vatnsfjörð og Reykjafjörð og Ísafjörð vestanverðan. Reyndar hefur Vegagerðin uppi tvær tillögur um veg fyrir Reykjafjörð. Annars vegar á núverandi vegstæði og hins vegar á vestanverðu Reykjanesi og er þá gert ráð fyrir þverun Reykjafjarðarins.

Seinni tillagan er áhugaverð. Með þeim hætti kæmist Reykjanesið enn frekar í þjóðbraut. Það hlýtur að vera keppikefli. Á því mikla jarðhitasvæði sem Reykjanesið er, hljóta að vera möguleikar á ýmsum sviðum. Og vel vera má að þverun Reykjafjarðar gefi einnig tækifæri til að nýta heita vatnið á nesinu. Þetta þarf allt að skoða vel, ekki síst það sem lýtur að viðkvæmri náttúru á Reykjanesinu, þar með töldu jarðhitasvæðinu.

Hestfjörðurinn getur beðið betri tíma um sinn. Allt þar til við ökum þjóðveg 61 um Reykjanes á leiðinni til og frá höfuðstað Vestfjarða.
s.h.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli