Frétt

| 05.09.2001 | 13:48„Jafnræði verður að gilda í fiskveiðistjórnun“

Jón Guðbjartsson útgerðarmaður við skip sitt, Gunnbjörn ÍS.
Jón Guðbjartsson útgerðarmaður við skip sitt, Gunnbjörn ÍS.
„Fjölmiðlar á svæðinu hafa barist með trillukörlum í þessu máli. Það er látið eins og hver einasti Vestfirðingur vilji að kerfið sé þannig að menn geti veitt eins og þeir vilja, svo lengi sem bátarnir séu ekki yfir sex tonnum að stærð“, segir Jón Guðbjartsson útgerðarmaður og bifvélavirki í Bolungarvík í viðtali í Bæjarins besta sem kemur út í dag. Jón hefur aðrar skoðanir á fiskveiðistjórnunarkerfi Íslendinga en þær sem yfirleitt virðast ríkjandi á Vestfjörðum. Hann fagnar því að settur skuli hafa verið kvóti á veiðar smábáta á ufsa, ýsu og steinbít, sem hingað til hafa verið frjálsar, en hefur alvarlegar athugasemdir við færslu heimilda milli skipaflokka til að koma til móts við trillukarla eins og sjávarútvegsráðherra ákvað að gera.
Jón gerir út 150 tonna togbát frá Bolungarvík og segist hafa keypt kvóta á bátinn jafnt og þétt síðan 1992, án þess þó að veiðiheimildir hafi aukist mikið í kílóum talið. Þetta segir Jón að sé vegna þess að sumir hafi fengið að veiða eins og þeir vilja, en aðrir ekki. „Þegar keyptur er kvóti er maður að kaupa ákveðinn hluta af þeim heildarveiðiheimildum sem eru í pakkanum. Ef sífellt er tekið meira og meira úr pottinum, þá verður að sjálfsögðu minna eftir til skiptanna. Þess vegna hafa mínar heimildir lítið aukist, þó að ég hafi verið duglegur við að kaupa kvóta síðustu níu árin.“

Jóni finnst hugsunargangur margra Vestfirðinga varðandi mál smábátaútgerðanna vera ansi undarlegur. „Þar er ég bæði að tala um hinn almenna borgara og ekki síður ráðamenn. Það er eins og menn haldi að fiskurinn vaxi á trjánum fyrir þá sem mega fiska frjálst. Það segir sig þó sjálft að það sem einum er fært er af öðrum tekið.“

Fleiri brot úr ítarlegu og skorinorðu viðtali við Jón Guðbjartsson í Bæjarins besta í dag:

„Mér hefur fundist sérstaklega leiðinlegt í allri þessari umræðu að togarasjómenn hafa verið gerðir að einhverjum óbótamönnum. Hátíðarræðan sem flutt var á sjómannadeginum í Bolungarvík snerist að mestu um það að togararnir væru að drepa allan fiskinn og eyðilegðu allt í kringum sig. Þetta er argasta rugl, togarar hafa verið á sömu miðunum í áratugi og ennþá er mest af fiski þar. Troll hafa verið dregin fram og aftur yfir Halamið og Nesdýpi svo lengi sem elstu menn muna og þetta eru ennþá ein gjöfulustu fiskimið í heimi.“

– – –

„Það er búið að byggja mikið upp í kringum þessa lögleysu og margir smábátar eru á sjó sem hafa enga veiðireynslu frá þessum viðmiðunarárum. Mörg byggðarlög eiga því eflaust eftir að lenda í erfiðleikum. En það verður að gæta réttlætis og þessar stjórnlausu veiðar smábáta ganga ekki til lengdar. Það var alltaf bara spurning um hvenær en ekki hvort veiðarnar færu inn í kvótakerfið.

Menn geta ekkert látið eins og þessi lög komi sem þruma úr heiðskíru lofti. Samt fer öll umræða fram á þeim nótunum, eins og einhverjir vondir kallar hafi ákveðið í illskukasti að drepa niður alla smábátaútgerð, en þannig er það alls ekki. Það er langt síðan ákveðið var að fella smábátaveiðar inn í fiskveiðistjórnunarkerfið. Þetta vissu menn og þess vegna áttu þeir sem keyptu sér báta á síðustu árum að reikna með því að þeir fengju ekki að veiða óheft að eilífu.“

– – –

„Núna eftir mánaðamótin eru allar veiðar sem betur fer komnar undir einhvers konar stýringu en ég get ómögulega skilið hvers vegna ráðherra ákvað að láta smábátasjómenn hafa enn meira af okkar veiðiheimildum með þessari svokölluðu sáttarlausn. Stjórnlausar veiðar ganga ekki, sama á hvernig bátum menn veiða og sama hvaða tegundir menn veiða.

Mér fannst það svolítið sniðugur leikur hjá sjávarútvegsráðherra að segjast ætla að gefa allar steinbítsveiðar frjálsar. Þá fóru trillukarlar að hrópa og kalla. Um leið og einhverjir aðrir áttu að fá að veiða eins þeir vildu, þá fannst þeim allt vera komið í óefni.

Með þessum leik náði ráðherra að sýna fram á að frjálsar veiðar ganga ekki. Ég held að það hafi aldrei staðið til að leyfa óheftar veiðar á steinbít, þetta var bara til að sýna að það þarf að takmarka veiðar með einhverjum hætti.“

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli