Frétt

Gústaf Gústafsson | 23.02.2005 | 14:17Myndi Sturla selja hringveginn?

Gústaf Gústafsson.
Gústaf Gústafsson.
Svo hljóðar heilsíðuauglýsing í Fréttablaðinu í dag, 22. febrúar 2005. En síðan er svarað neitandi, eins og Sturla myndi ekki selja hringveginn ef hann gæti það! Hvaðan kemur mönnum sú fáránlega hugmynd að Sturla myndi ekki selja hringveginn? Hann hefur nú þegar bryddað á þessum hugmyndum og ég held að einhver alveg sérstök ,,nefnd“ sé nú með málið til athugunar. Reyndar orðaði Sturla það víst þannig að ,,athuga ætti hvort ekki væri fýsilegt að selja ýmis mannvirki tengd vegakerfinu s.s. jarðgöng, brýr og fleira, sérstaklega með tilliti til uppbyggingar í framtíðinni“.

Það eru engin takmörk fyrir því hvað menn eins og Sturla láta ana sér út í. Nú á sem sagt að fara að láta einstaklinga eða einkafyrirtæki byggja og síðan eiga brýrnar og jarðgöngin og rukka vegfarendur. Ég vil benda á að Spaugstofan ,,sú framsýna grínstofa” hefur augljóslega séð þetta fyrir, því í áramótaskaupinu síðasta létu þeir Halldór Ásgrímsson vera undir brúnni og gala orðin ,,hvem tramper på min bro”, úr ævintýrinu fræga.

Málið er hins vegar þannig að við erum alltaf að borga allt sem gert er í tengslum við vegaframkvæmdir með hverjum einasta bensínlítra sem við bifreiðaeigendur kaupum. Ríkið lagði vegagjald á bensín á síðustu öld og þeir peningar áttu að renna til vegaframkvæmda. Síðan hafa bíleigendur verið að borga fyrir vegagerðina og eiga í raun þá vegi sem nú eru í þessu ágæta landi. Og við skulum ekki gleyma því að stærstur hluti bensínverðsins rennur beint í ríkiskassann eða u.þ.b. 7 af hverjum 10 krónum. Og því er reyndar fáránlegt að þegar upp komst um samráð olíufélaganna að ríkið skuli fá skaðabæturnar í sinn kassa, í stað þess að bíleigendum séu greiddar þessar bætur. Er það ekki staðreynd að í hvert sinn sem olíu – og bensínverð hækkar, þá fær ríkið meira af krónum í sinn hlut. Er það kannski svo að ríkið hafi í raun grætt á samráðinu! Það skyldi þó aldrei vera? Jú, ég held að Sturla sé sko alveg til í að selja hringveginn.

Og nú eru uppi áætlanir um að ræna þjóðina virkjununum og selja þær útlendingum! Íslenska þjóðin er búin að vera að byggja upp raforkukerfi landsins í mjög langan tíma. Langt er síðan þjóðin borgaði niður allar skuldir sem tengdust byggingu þessara virkjana, virkjana sem tryggja ættu að Íslendingum hreina og mengunarlausa orku um ókomnar aldir. Í raun ætti rafmagn ekki að kosta landsmenn meira en sem nemur viðhalds – og mannakostnaði, því við eigum þær, höfum borgað þetta allt og allt er þetta skuldlaust. Nóg höfum við verið rukkuð í gegnum tíðina og borgað niður raforkuna fyrir stóriðjuna.

En nú eru greinilega breyttir og enn dýrari tímar í vændum. Nú eru komin ný raforkulög þar sem stjórnvöld búa til milliliði sem eiga að dreifa rafmagninu og stuðla að samkeppni. Samkeppni um hvað? Sölu á rafmagni? Dreifingin hefur gengið ágætlega hingað til og það er nægur markaður og eftirspurn eftir rafmagni, bæði innanlands og utan. Nær væri að greiða niður rafmagnið fyrir innlendan vistvænan iðnað sem reiðir sig á raforku, fremur en að greiða niður stóriðjurafmagnið. Og síðan hvenær minnkaði kostnaðurinn við að búa til milliliði? Þarna er bara verið að búa til enn eina gróðakistuna fyrir stóreignaliðið og peningaflæðissérfræðingana og litlu strákana í teinóttu jakkafötunum sem nú eru svo áberandi í öllum sjónvarpsþáttum og prédika ,,einkavæðingu og frjálsa samkeppni” á öllum sviðum. En svo er staðreyndin sú að þeir sem predika mest um samkeppnina þola hana svo ekki þegar þeir verða fyrir henni.

En nú á sem sagt að fara að færa útlendingum þessa hreinu framtíðarorkulind á silfurfati. Bandaríkjamenn fara í hverja styrjöldina á fætur annarri vegna orkulinda s.s. olíu sem er reyndar orkulind sem allir vilja losna við vegna mengunaráhrifa, en ráðamenn á Íslandi ætla að láta verðmætustu eign landsins, mengunarlausa og næstum eilífa orkulind, í hendur erlendra auðkýfinga og/eða stórfyrirtækja. Og símann á að selja í heilu lagi, fyrirtæki sem skilar þjóðarbúinu yfir 3 milljarða á ári. Hvaða fyrirtæki í einkageiranum skila þjóðinni jafn miklu og virkjanirnar og Síminn? Engin! En í stað þess að selja eggin frá gæsinni sem verpir gulleggjunum, ætla ráðamenn að selja gæsina sjálfa.

Ég ætla að vona að endurskoðun Stjórnarskrár Íslands verði lokið bráðlega og að þar verði ákvæði sem gerir það auðveldara en hingað til að ná fram þjóðaratkvæðagreiðslu, því ef selja á Landsvirkjun og virkjanir landsins, þá er sko mál að þjóðin fái að tjá sig um það. Já, bráðum verða ,,þeir” búnir að loka hringnum, selja allt verðmætt sem landsmenn eiga í hendur banka og erlendra fjárfesta, því þannig fá þeir stóran plús á fjárlögin, lækka vextina tímabundið á húsnæðislánum svo landsmenn skuldsetji sig nú hressilega, en hækka jafnframt íbúðarverðið upp úr öllu valdi, sem aftur veldur þenslu og hækkuðum vöxtum, þannig að bráðum geta íbúðarkaupendur ekki staðið í skilum með lánin og bólan springur og þá eignast bankarnir líka íbúðirnar. Þá geta stóru fjárfestarnir leigt almúganum íbúðirnar, selt þeim rafmagnið og tekið við gjöldum af sjónvarpsútsendingunum, auk þess að selja landsmönnum afnot af símkerfinu, innheimt vegagjöldin af vegunum, brúnum og jarðgöngunum, rakað saman skólagjöldunum í einkaskólunum og kannski fá ,,sumir” aðgang að einkaspítölunum, þ.e. ef þeir hafa gullkort í bönkunum. Þá verður líklegast farið að styttast í að lögreglan verði einkavædd, sem og slökkviliðið. Maður getur alveg séð fyrir sér símtal við lögregluna og slökkviliðið þegar hingað er komið, því þegar einhver hringir og segir að kviknað sé í eða verið sé að drepa eiginmanninn verður viðkomandi spurður um kortanúmer, síðan er athugað hvort það sé gilt og Guð hjálpi þeim sem ekki hefur staðið í skilum með kortið sitt.

Ég er ekki viss um að ég öfundi arftaka landsins af framtíðinni!

Kveðja, Gústaf Gústafsson, Patreksfirði.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli