Frétt

| 05.09.2001 | 12:56Heldur útgáfutónleika í Bolungarvík í kvöld

Sigurður Flosason.
Sigurður Flosason.
Sigurður Flosason saxófónleikari og tríó hans heldur jazztónleika í Víkurbæ í Bolungarvík í kvöld. Með Sigurði að þessu sinni eru þeir Eyþór Gunnarsson píanóleikari og Lennart Ginman bassaleikari. Þessir tónleikar eru haldnir í tilefni þess að nú þessa dagana er Sigurður að gefa út nýjan hljómdisk með tríóinu sem nefnist Djúpið og munu þeir félagar flytja efni af þeim diski. Þar er fengist við valda standarða og ballöður með áherslu á samspil og samhljóm. Sterkt einkenni á diskinum Djúpinu er nærvera barítónsaxófónsins en Sigurður leikur meira en helming efnisskrárinnar á þennan djúpraddaðasta meðlim saxófónfjölskyldunnar.
Tónleikarnir í Víkurbæ í kvöld hefjast kl. 21 og miðaverðið er kr. 1.500.

Sigurður Flosason er einn afkastamesti jazzmaður landsins og hefur leikið inn á fjölda geisladiska bæði með eigin tónsmíðum og annarra, hér á landi og erlendis. Hann lærði í Bandaríkjunum, þar á meðal hjá hinum virta tenórsaxófónleikara George Coleman og hefur sjálfur undanfarin tólf ár gegnt yfirkennarastöðu við jazzdeild Tónlistarskóla FÍH. Sigurður lék um hríð í kvintett Guy Barker á Englandi og hefur leikið með ýmsum erlendum tónlistarmönnum sem hingað hafa komið og tekið þátt í mörgum fjölþjóðlegum verkefnum á sviði jazztónlistar.

Áður hefur Sigurður sent frá sér diskana Gengið á lagið (1993) og Gengið á hljóðið (1996) þar sem fjölþjóðlegur kvintett lék tónsmíðar hans. Himnastiginn kom árið 1999 og árið 2000 sendi Sigurður ásamt Gunnari Gunnarssyni kirkjuorganista og píanista frá sér diskinn Sálma lífsins þar sem þeir leika og spinna í kringum nokkra ástsæla sálma. Sá diskur fékk mjög góðar viðtökur og hafa þeir félagar ferðast vítt og breitt um kirkjur landsins og leikið fyrir fólk útsetningar sínar og spunnið. Sama ár hlaut Sigurður tilnefningu til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs.

Sigurður hélt tónleika í fjórum kirkjum á Vestfjörðum í byrjun ágúst ásamt Gunnari Gunnarssyni þar sem þeir spiluðu lög af Sálmum lífsins í bland við lög af óútkomnum diski þeirra sem kemur út í nóvember.

„Okkur var mjög vel tekið og það var ánægjulegt að ferðast um Vestfirði og spila í þessum litlu kirkjum, meðal annars í Súðavík og í Mýrakirkju í Dýrafirði, og svo spiluðum við í kapellunni í Hnífsdal“, segir Sigurður. „Þetta er allt önnur tónlist og alls ólíkt verkefni sem ég kem með vestur núna. Það sem ég kom með um daginn er saxófón- og kirkjuorgelsdúó, þar sem málið snýst um spuna út frá sálmatónlist, en það sem ég er að koma með núna er jazztríó. Það er alls annars eðlis eða hefðbundin jazztónlist. Þeir Eyþór Gunnarsson píanóleikari og danski kontrabassaleikarinn Lennart Ginman sem verða með mér núna spiluðu með mér á tríódisknum Himnastiganum, sem ég sendi frá mér árið 1999 og innhélt líka jazzstandarða. „Djúpið“ er nokkurs konar framhald Himnastigans en við spilum á Akureyri líka og síðan förum við á Jazzhátíð Reykjavíkur.“

Eyþór Gunnarsson hóf feril sinn í bræðingssveitinni Mezzoforte sem naut mikilla vinsælda um alla Evrópu og víðar. Hin síðari ár hefur hann hins vegar snúið sér æ meira að órafmögnuðum jazzi og nýtur álits sem fremsti jazzpíanisti landsins, enda situr hann við píanóið á allflestum jazzdiskum sem hér hafa komið út um árabil og hefur sópað til sín verðlaunum fyrir jazzleik sinn. Eyþór er líka einn eftirsóttasti og fjölhæfasti upptökustjóri landsins, hefur starfað með Stuðmönnum, KK, Borgardætrum, Rússíbönum og Bubba Morthens svo nokkuð sé nefnt.

Lennart Ginman er einn eftirsóttasti jazzbassaleikari Dana og leikur reglulega með helstu jazzleikurum þar í landi, meðal annars þeim Jens Winther og Tomas Franck auk þess sem hann er iðinn við að leika með erlendum jazzmönnum sem sækja Danmörku heim. Hann var lengi ein aðaldriffjöðrin í hljómsveit söngkonunnar vinsælu Cæsilie Nörby, bæði sem upptökustjóri og bassaleikari og vann til dönsku Grammy-verðlaunanna fyrir bestu plötu ársins ásamt rokksöngvaranum Steen Jörgensen. Lennart er eftirsóttur upptökustjóri og hefur á seinni árum gert æ meira af því að semja tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús.

„Vestfirskir áheyrendur eru alveg ljómandi fínir“, segir Sigurður Flosason. „Það er mjög gaman að koma til Vestfjarða og það var alveg sérstaklega gaman núna síðast. Ég er að vona að ég sjái eitthvað að sama fólkinu á tónleikunum núna. Það var gaman þegar við spiluðum í Súðavík um daginn. Ég var líka að spila þar á öðrum tónleikum í sambandi við Listasumar í Súðavík en þá var ég að spila með Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur söngkonu úr Borgarleikhúsinu í Reykjavík. Það var gaman að sjá á þeim tónleikum í Súðavík og eins í messunni þar sem við tókum

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli