Frétt

bb.is | 23.02.2005 | 13:54Tekjutenging gjalda fyrir heimaþjónustu í undirbúningi í Ísafjarðarbæ

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Í undirbúningi tekjutengja þau gjöld þeirra er njóta heimaþjónustu Ísafjarðarbæjar. Forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu bæjarins segir það gert til þess að lækka kostað þeirra er minnst bera úr býtum. Formaður Félags aldraðra óttast að með tekjutengingu eigi að auka álögur á aldraða og öryrkja. Hann segir fjárhagsvanda bæjarins ekki verða leystan með því að auka álögur á 95 ára konu sem fái heimilishjálp í 30 mínútur á viku. Fyrir nokkru síðan sendi Skúli S. Ólafsson forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar bréf til allra einstaklinga er kaupa þjónustu af heimaþjónustu Ísafjarðarbæjar. Í bréfinu er óskað eftir upplýsingum úr skattskýrslu viðkomandi.

Í bréfinu segir m.a.: „Stöðugt er unnið að því að gera heimaþjónustuna skilvirkari og finna það fyrirkomulag sem hentar hvað best þeim sem hlut eiga að máli. Til þess að slíkt sé unnt er brýnt að finna þær forsendur sem eiga að búa að baki þeim kostnaði sem þjónustuþeginn sjálfur leggur af mörkum. Í samræmi við það verður nýjum þjónustuþegum héðan í frá gert að skila inn upplýsingum úr skattskýrslu. Þess vegna er leitað til þín, ágæti þjónustuþegi. Þess er farið á leit að þú undirritir meðfylgjandi beiðni sem veitir Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar aðgang að skattskýrslu þinni til upplýsinga sem svo verða lagðar til grundvallar mati á kostnaði vegna þjónustunnar.“

Skúli segir að í undirbúningi sé að tekjutengja félagslega heimaþjónustu og til þess þurfi upplýsingar úr skattskýrslum viðkomandi. Þessi þjónusta stendur til boða öldruðum og öryrkjum sem þurfa á aðstoð að halda í ákveðnum störfum á heimilum sínum. Aðspurður hvers vegna tekjutengja þurfi þessa þjónustu segir Skúli að þessi þjónusta sé niðurgreidd af bæjarfélaginu og því sé ekki óeðlilegt að hún sé tekjutengd með það að markmiði að þeir sem háar tekjur hafa greiði meira og þeir sem lágar eða engar tekjur hafi greiði minna. Hann segir ekki ákveðið hvenær umrædd tekjutenging taki gildi. Það ráðist að nokkru hvernig gangi að afla þeirra upplýsinga sem þörf er á í þessu sambandi.

Hann telur bæjaryfirvöld ekki ganga of langt í öflun persónuupplýsinga um fólk. Til þess að tekjutengja gjöld fyrir veitta þjónustu þurfi að liggja fyrir ákveðnar tekjuupplýsingar og slíkt sé gert í fleiri tilfellum.

Aðspurður hvort búast megi við frekari tekjutengingum í niðurgreiddri þjónustu bæjarins svo sem í leikskólagjöldum segir Skúli enga ákvörðun hafa verið tekna um það mál. Nú sé aðeins verið að vinna að tekjutengingu heimaþjónustunnar. Skúli treysti sér ekki til að upplýsa hversu stórt hlutfall tekjur eru af útgjöldum heimaþjónustunnar.

Jón Fanndal Þórðarson formaður Félags aldraðra í Ísafjarðarbæ segist hafa fengið sterk viðbrögð frá þeim sem fengið hafa þetta bréf og fólki finnist að þarna sé verið að ganga skrefi of langt í tekjutengingum. „Ég veit satt að segja ekki hvert þessi bæjarstjórn stefnir í gjaldtöku sinni af öldruðum og öryrkjum. Það er nýbúið að hækka stórlega ýmsar álögur á þennan hóp. Ég er alfarið á móti tekjutengingum yfir höfuð. Það eiga allir að vera jafnir fyrir þjónustu samfélagsins hverjar svo sem tekjur þeirra eru.Ég held að fjárhagsvandi sveitarfélagsins verði ekki leystur með því að leggja meiri álögur á 95 ára gamla konu sem dvelur heima hjá sér og fær heimilishjálp í 30 mínútur á viku. Ég held að aðrir póstar séu nærtækari. Því miður er það einnig svo að ég hef enga trú á því að tekjutenging lækki kostnað einhverra. Ég er sannfærður um að þetta er gert til þess að auka álögurnar og það er mjög alvarlegt mál.“

Aðspurður hvort Félag aldraðra í Ísafjarðarbæ muni beita sér í málinu segir Jón að hann muni ræða málið á næsta stjórnarfundi félagsins og þar verði næstu skref í málinu rædd. „Ég er eiginlega orðlaus yfir því sem gerst hefur á undanförnum mánuðum í málum aldraðra og öryrkja. Á stuttum tíma hefur verið lagðar stórauknar álögur á þennan hóp og þó hefur okkur tekist að stoppa sumt af því sem ráðamönnum hefur dottið í hug að gera.“

hj@bb.is

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli