Frétt

Stakkur 8. tbl. 2005 | 23.02.2005 | 08:41Undirskriftarlistar og jarðgöng

Pálína Vagnsdóttir er kraftakona sem hefur sýnt að hún ann heimabyggð sinni. Það er gott á tímum þegar flestir leita annað til að fullnægja framadraumum sínum. Í Bolungarvík bjuggu samkvæmt bráðbirgðatölum Hagstofu Íslands 934 íbúar hinn 1. desember 2004. Þeim hefur fækkað frá velmektardögum víkurinnar, en 1. desember 1979 voru íbúarnir 1.249 eða ríflega 300 fleiri. Þeim hefur fækkað um 315 á 25 árum. Það svarar til fækkunar um ríflega 25 %. Það munar heldur betur um það að fjórðungur hverfi úr sveitarfélagi á sama tíma og íbúum Íslands hefur fjölgað úr 226.724 í 293.291, um nærri 67 þúsund eða ríflega 29 %.

Þessi þróun er ógnvænleg. Í stað þess að íbúar Bolungarvíkur ættu að vera 1.614, hefði þróun íbúafjölda þar orðið sú sama og á landsvísu, vantar því 680 upp á að halda hlutfalli meðaltalsins. Á þennan mælikvarða reiknað hefur Bolungarvík ekki nema tæplega 60 % af íbúafjölda meðaltalsins. Allir sjá hve alvarleg þessi þróun er og hve grátt hún hefur leikið þennan ágæta kaupstað. Það er því sérstakt ánægjuefni að raunveruleg baráttukona skuli rísa upp og krefjast réttinda fyrir sitt sveitarfélag, sína heimabyggð. Það er vissulega kjarkur sem þarf til að standa upp og biðja fólk að skrifa nöfn sín á lista yfir þá sem vilja enn ein jarðgöngin, ekki ein heldur tvenn. Eins og vikið var að í seinasta Stakki þá gera áætlanir ríkisstjórnarinnar ráð fyrir því, að næstu jarðgöng á Vestfjörðum komi í framhaldi jarðganga sem kennd hafa verið Héðinsfjörð og myndu tengja íbúa Siglufjarðar við byggðir Eyjafjarðar, Ólafsfjörð, Dalvík og Akureyri. En hve margir eru þeir? Þeir eru rúmlega 1.400 sem enn búa á Siglufirði.

Þessi tvö sveitarfélög eru aðeins tvö sláandi dæmi um byggðir sem hafa látið undan síga þegar straumur tímans hefur skollið á þeim með fullum þunga. Þrátt fyrir allar tilraunir til að halda fram einhvers konar byggðastefnu, fækkar íbúum landsbyggðar mjög ört. Það má því ljóst vera að sennilega hefur herkostnaður byggðastefnunnar skilað sér annað en til þeirra sem við hann bjuggu og vildu búa áfram úti á landi. Samgöngur eru, eða að minnsta kosti voru, besti kosturinn þegar kom að stuðningi við landsbyggðina. Í tveimur stærstu sveitarfélögum Íslands, Kópavogi og Reykjavík, búa nærri 140 þúsund manns, um 47% þjóðarinnar. Kannski skýrir það vaxandi skeytingarleysi íbúa höfuðborgarinnar og nágrennis í garð landsbyggðarfólks og aukna óþolinmæði í okkar garð. En gleymum við ekki stundum að kröfur okkar er miklar miðað við höfðatölu og kannski lítt til þess fallnar að skapa með okkur samúð og velvild? Oft hefur verið sagt að í landinu búi tvær þjóðir. Það er ekki rétt, en Vestfirðingar eru innan innan við 3% þjóðarinnar. Hætt er við því að mörgum þyki við frekir til fjárins. En við eigum verk fyrir höndum að sannfæra þá um gildi þess að samfélagið fjárfesti hér. Til þess duga ekki undirskriftarlistar.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli