Frétt

bb.is | 22.02.2005 | 13:28„Engar ákvarðanir hafa verið teknar um sameiningu orkufyrirtækja“

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson, alþingismaður og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um sameiningu orkufyrirtækja í eigu ríkisins. Hann segir að það eigi að vera útgangspunktur við undirbúning hugsanlegra sameininga að störfum á landsbyggðinni fækki ekki í kjölfarið. Hann segir tillögur verkefnisstjórnar um byggðaáætlun hljóti að vera á pólitískri ábyrgð iðnaðarráherra og þær skipti máli. Eins og komið hefur fram í fréttum var viljayfirlýsing um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkur og Akureyrar í Landsvirkjun undirrituð í síðustu viku. Jafnfram var gefin út fréttatilkynning þar sem sagt var að stefnt væri að sameiningu Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða og slík sameining tæki gildi um næstu áramót.

Einar Kristinn segir ekki ástæðu til þess að segja að ekki megi undir neinum kringumstæðum koma til uppstokkunar orkufyrirtækja í eigu ríkisins. „Ég styð það og tel sjálfsagt að Reykjavíkurborg og Akureyrarbær fari út úr Landsvirkjun enda sjá allir að aðkoma þeirra að Landsvirkjun er farin að hafa truflandi áhrif á þá veiku samkeppni sem er á þessum markaði. Hinsvegar hef ég haft á því skýra fyrirvara bæði í mínum þingflokki og annars staðar að ekki komi til álita nein uppstokkun eða sameining í þessum fyrirtækjum sem hafi þær afleiðingar að starfsfólki þessara fyrirtækja á landsbyggðinni fækki. Það tel ég að eigi að vera útgangspunktur þegar þessi mál verða rædd frekar.“

Nú er nýverið búið að gefa út svonefndan Vaxtarsamning Vestfjarða af nefnd sem iðnaðarráðherra skipaði. Þar komu fram hugmyndir um raforkufyrirtæki í Norðvesturkjördæmi. Aðspurður hvort ekki beri að hafa hliðsjón af tillögum nefndar sem er ráðherraskipuð segir Einar Kristinn svo vera. „Ég hef ávallt litið þannig á að tillögur ráðherraskipaðra nefnda hljóti að vera á pólitískri ábyrgð viðkomandi ráðherra og í tilfelli Vaxtarsamningsins hljóti sá samningur að vera á pólitískri ábyrgð iðnaðarráðherra. Skýrslur af þessu tagi skipta máli og þegar menn eru ekki sammála niðurstöðum þeirra á það að koma fram þegar viðkomandi nefndir ljúka störfum. Þessi umræða nú sýnir að það eru margar hugmyndir á lofti í þessum málum og hugmyndin um sameiningu þriggja orkufyrirtækja í eigu ríkisins er bara ein af mörgum sem fram hafa komið í þessu máli. Nú liggur fyrir að reyna að losa Reykjavík og Akureyri útúr Landsvirkjun. Aðrar ákvarðanir hafa ekki verið teknar. Það liggur ekki fyrir hvort samningar á milli þessara aðila takast. Hjá meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur virðist vinstri höndin ekki vita hvað sú hægri gerir þannig að það er töluverð vinna eftir áður en hægt verður að taka frekari ákvarðanir í málinu“ segir Einar Kristinn.

Aðspurður hvort sú viljayfirlýsing og fréttatilkynning sem iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra skrifuðu undir í síðustu viku sé ekki ákveðin stefnumótun segir Einar Kristinn mikilvægt að menn andi rólega. Fyrst verði að klára samninga um að losa sveitarfélögin útúr Landsvirkjun áður en frekari ákvarðanir verða teknar.

Í viðtali við Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra á bb.is fyrr í dag kemur fram að hún telji hugmyndir um raforkufyrirtæki í Norðvesturkjördæmi ekki nægilega sterkar. Einar Kristinn segir mikilvægt að fyrir liggi útreikningar á verðmæti Landsvirkjunar að teknu tilliti til ýmissa þeirra hugmynda sem fram hafa komið að undanförnu. „Ekkert slík mat hefur mér vitanlega farið fram sem undirstrikar hversu skammt á veg þessi vinna er komin.“

Aðspurður hvort fréttatilkynningin í tengslum við undirritun viljayfirlýsingarinnar í síðustu viku hafi þá verið ótímabær segir Einar Kristinn ekkert hafa við það að athuga að hafin verði vinna við undirbúning hugsanlegrar uppstokkunar á raforkumarkaði en það sé hinsvegar ljóst að engar ákvarðanir hafi verið teknar og mikil umræða eigi eftir að fara fram innan stjórnarflokkana um þessi mál á næstunni“ segir Einar Kristinn.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli