Frétt

mbl.is | 22.02.2005 | 11:30Sælgætisgerð bannað að nota orðið Karamelludýr

Samkeppnisráð hefur bannað Góu-Lindu sælgætisgerð að nota orðið Karamelludýr á framleiðsluvöru fyrirtækisins. Er þetta gert að kröfu fyrirtækisins Mónu. Samkeppnisráð klofnaði í málinu en tveir ráðsmanna vildu ekki aðhafast neitt á þeirri forsendu að nafnið Karamelludýr væri ekki sérkennandi. Fram kom í kvörtun Mónu, að fyrirtækið hafi allt frá árinu 1984 framleitt súkkulaði í dýralíki. Fyrst lakkrísfyllt undir nafninu Sirkus, frá 1990 svokölluð Rjómadýr og árið 1999 þegar súkkulaðidýrin fengu karamellufyllingu undir nafninu Karamelludýr. Um mitt ár 1999 hafi Góa einnig byrjað að framleiða Karamelludýr. Notuð hafi verið sömu mót við framleiðsluna og þeim dreift í sams konar umbúðum og sælgæti Mónu. Í kjölfar þessa sótti Móna um skráningu á vörumerkinu Karamelludýr hjá Einkaleyfastofu og var það skráð 26. nóvember 1999. Sama haust hurfu Karamelludýr Góu af markaði.

Í apríl 2002 hóf Móna að selja Karamelludýr í stórri pakkningu fyrir verslanir og stórmarkaði. Segir í kvörtuninni, að í byrjun október 2002 hafi Góa-Linda sett á ný á markaðinn Karamelludýr í umbúðum sem séu keimlíkar umbúðum súkkulaðidýranna Sirkus frá Mónu. Í erindinu kemur fram að Móna telur sig njóta óskoraðs vörumerkjaréttar til vörunnar og vörumerkisins Karamelludýr, bæði á grundvelli markaðsfestu og skráningar orð- og myndmerkisins. Öðrum sé því óheimilt að nota í atvinnustarfsemi tákn sem séu eins eða lík vörumerkinu. Um sé að ræða sömu vöru auk þess sem greinileg og augljós ruglingshætta sé fyrir hendi milli vöru Mónu og vöru Góu-Lindu. Móna taldi að Góa-Linda hafi með háttsemi sinni brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga þar sem fyrirtækið hafi hagnýtt sér með ólögmætum hætti alla þá viðskiptavild, vörugæði og markaðssetningu sem Móna hafi byggt upp.

Góa-Linda mótmælti öllum kröfum Mónu og sagði m.a. að orðið Karamelludýr sé bersýnilega lýsandi, hafi þekkta merkingu og teljist skorta sérkenni. Fram kom við meðferð málsins að bæði fyrirtækin höfðu skráð vörumerki sín hjá Einkaleyfastofu, þ.e. annars vegar á Móna skráð merkið Karamelludýrin og hins vegar á Góa-Linda merkið Karamelludýrin frá Góu. Taldi samkeppnisráð að hafa báðir málsaðilar hafi því öðlast rétt til auðkenna sinna.

Samkeppnisráð segir í niðurstöðu sinni, að óumdeilt sé að það var Móna sem var fyrri til með framleiðslu Karamelludýra. Þá var fyrirtækið einnig fyrra til að skrásetja vörumerki sitt, á árinu 1999, en Góa-Linda gerði það fyrst eftir að mál þetta hófst eða í nóvember 2002. Samkeppnisráð segist sammála því sem komið hafi fram í máli Góu-Lindu að orðið Karamelludýr sé lýsandi fyrir þá vöru sem um ræði en um leið sé það einnig einkennandi fyrir vöru keppinautarins sem var fyrri til með framleiðslu og markaðssetningu. Samkeppnisráð segist telja, að þó fram komi í nafni Góu-Lindu að þau séu frá Góu, þ.e. Karamelludýrin frá Góu, þá sé það ekki nægjanleg aðgreining til að greina þau frá vöru keppinautarins. Í þessu sambandi skipti máli að neytendur og kaupendur hafi vörur beggja framleiðanda sjaldnast fyrir framan sig í einu.

Þá sé einnig til þess að taka að umbúðum Góu-Lindu utan um vöruna svipi til umbúða Karamellu- og Sirkusdýranna frá Mónu og að þar sem varan sé seld í lausu sé ekki hægt að greina aðra frá hinni. Neytendur muni því í flestum tilvikum halda að um sömu vöru væri að ræða. Að mati samkeppnisráðs sé nafngift Góu-Lindu því til þess fallin að hafa áhrif á eftirspurn, til þess að villst verði á vörunum og gefi til kynna að um tengsl sé að ræða á milli fyrirtækjanna sem framleiða vörurnar. Að mati samkeppnisráðs brýtur notkun Góu-Lindu á orðinu Karamelludýr í bága við ákvæði samkeppnislaga. Samkeppnisráð segist jafnframt telja, að Góa-Linda hafi með því að velja vöru sinni sama nafn og sama útlit og keppinauturinn hafði áður gert brjóti í bága við góða viðskiptahætti.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli