Frétt

bb.is | 22.02.2005 | 10:15Iðnaðarráðherra segir hugmyndir í Vaxtarsamningi ekki fyrirkomulag til framtíðar

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir hugsanlega sameiningu þriggja orkufyrirtækja á byrjunarreit. Hún segist óttast að hugmyndir í nýgerðum Vaxtarsamningi Vestfjarða um starfsemi orkufyrirtækis í Norðvesturkjördæmi séu ekki fyrirkomulag til framtíðar. Horfa verði til allra átta þegar farið sé með hinn verðmæta hlut ríkisins í Landsvirkjun. Á föstudag var undirrituð viljayfirlýsing um kaup ríkissjóðs á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun. Jafnfram var tilkynnt að nú þegar hæfist undirbúningur að sameiningu Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Rafmagnsveitna ríkisins og er miðað við að sameinað fyrirtæki taki til starfa um næstu áramót. Sem kunnugt er hafa verið nokkrar áhyggjur á Vestfjörðum vegna hugmynda um sameiningu Orkubús Vestfjarða við stærri orkufyrirtæki.

Nefnd um byggðamál í Norðvesturkjördæmi, sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skipaði innan Framsóknarflokksins, lagði í nóvember fram tillögur um að starfsemi Orkubúsins og Rarik í Norðvesturkjördæmi yrði sameinuð í eitt fyrirtæki með höfuðstöðvar á Ísafirði. Verkefnisstjórn um byggðaáætlun fyrir Vestfirði sem Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra skipaði, skilaði hliðstæðum tillögum fyrr í þessum mánuði.

Á fundi sem ,Guðni Geir Jóhannesson formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og Halldór Halldórsson bæjarstjóri, áttu með fjórum ráðherrum ríkisstjórnarinnar kom fram að Vestfirðingar þyrftu ekki að óttast afleiðingar sameiningar orkufyrirtækja og að starfsemi slíks fyrirtækis yrði efld hér vestra. Ekki var þó rætt með hvaða hætti það gæti orðið. Guðni Geir og Halldór tilkynntu á föstudag að þeir hefðu óskað eftir nýjum ráðherrafundi þar sem þeir myndu óska nánari útfærslu á því með hvaða hætti slíkt fyrirtæki myndi efla sína starfsemi hér vestra.

Í ljósi skýrslna áðurnefndra tveggja nefnda og þeirra tíðinda sem bárust á föstudaginn segir Valgerður í samtali við bb.is að á föstudag hafi einungis verið undirrituð viljayfirlýsing og öll vinna við útfærslu kaupa ríkissjóðs á hlutum í Landsvirkjun sé eftir. „Við náðum samkomulagi um að skipa nefnd sem metur verðmæti Landsvirkjunar og það er ekki auðvelt verk. Það er því mikil vinna eftir og enginn veit hvernig henni lyktar“ segir Valgerður.

Aðspurð hvort áðurnefnd viljayfirlýsing hafi ekki lagt ákveðnar línur um stofnun eins raforkufyrirtækis segir hún það rétt að þar hafi komið fram vilji ríkisins til þess að sameina þessi þrjú orkufyrirtæki.

Eins og áður kom fram skilaði starfshópur um byggðaáætlun um Vestfirði tillögum sínum á dögunum í Vaxtarsamningi Vestfjarða. Aðspurð hvort þessi tillaga, um sameiningu þriggja orkufyrirtækja, sé ekki á skjön við tillögur þeirrar nefndar er hún sjálf skipaði segir Valgerður að í Vaxtarsamningnum komi fram skoðun starfshópsins sem vann þá skýrslu. „Ég sem ráðherra þarf hinsvegar að horfa á málið út frá breiðari grundvelli með fullri virðingu fyrir ykkur fyrir vestan og landsbyggðinni allri sem ég er ætíð að berjast fyrir. Ég fer með þennan eignarhlut í Landsvirkjun og hann er mjög verðmætur og maður verður að horfa til allra átta. Við verðum að skoða þessa leið að sameina þessa eignarhluta okkar í raforkufyrirtækjunum í eitt fyrirtæki. Við þá vinnu þarf að hafa í huga ýmis sjónarmið þar á meðal byggðaþáttinn. Ég hef litið þannig á að það verði það miklar breytingar á næstunni og að það sé líklegra að við getum haldið störfum á landsbyggðinni í einu stóru fyrirtæki heldur en í smærri fyrirtækjum.“

Aðspurð hvort hún sé með þessum orðum að segja að hugmyndir í Vaxtarsamningnum séu ekki nægilega sterkar segist hún óttast að sú leið yrði ekki fyrirkomulag til framtíðar. „Hinsvegar ítreka ég að það er mikil vinna eftir í þessu máli og ekki útséð hver endanleg niðurstaðan verður.“

Nú hafa forystumenn Ísafjarðarbæjar óskað eftir fundi með ráðherrum ríkisstjórnarinnar þar sem þeir vilja fá nánari skýringar á því með hvaða hætti nýtt og sameinað orkufyrirtæki geti eflt starfsemi sína hér fyrir vestan. Valgerður segir að það sé alltaf gott að hittast og ræða málin en litlu sé við að bæta frá fyrri fundi. Málið sé í raun á byrjunarreit og því sé ekki hægt að fara í nánari útfærslur.

hj@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli