Frétt

mbl.is | 18.02.2005 | 16:15Mótmæla undanþágu frá banni við dragnótaveiðum á Eyjafirði

Félagið Klettur, sem er svæðisfélag Landssambands smábátaeigenda á Norðurlandi, hefur mótmælt því að dragnótabáturinn Sólborg EA í eigu Brims fái undanþágu frá banni við dragnótaveiðum á Eyjafirði. Brim fiskeldi hefur fengið leyfi sjávarútvegsráðuneytisins tímabundið til að stunda tilraunaveiðar innan línu í Eyjafirði og inn að Hjalteyri og er tilgangur þeirra er að afla þorsks í tilraunaeldi.

Fram kemur í ályktun frá Kletti, að félagið hafi sent Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra áskorun um að fella þessa undanþágu nú þegar úr gildi. Segir félagið að það sé með ólíkindum að sjávarútvegsráðuneytið veiti slíkt leyfi án nokkurs samráðs við útgerðaraðila á svæðinu, ekki síst með tilliti til þess að útgerð Sólborgar hafi á sl. misserum orðið uppvís að því að fara á svig við gildandi reglur um svæðisbundnar dragnótaveiðar með „útflöggun“.

„Fiskgengd í Eyjafirði hefur verið í örum vexti á undanförnum árum og hafa útgerðarmenn smábáta með kyrrstæðum veiðarfærum geta nýtt sér þessa auknu fiskgengd í sinni útgerð. Það er því með mikilli skelfingu sem þessir sömu útgerðarmenn horfa upp á stórvirkt veiðiskip skarkandi með togveiðarfæri á veiðislóð sem jafnvel hefur verið friðuð í áratugi, eða aldrei verið leyfð dragnótaveiði á," segir í tilkynningu Kletts.

Á heimasíðu Brims segir að umræddar veiðar verði stundaðar innan svokallaðrar línu til 21. feb. n.k. en eftir það utan við línu. Tilraunaveiðar sem þessar séu mikilvægur þáttur í rannsókna- og þróunarstarfi á sviði þorskeldisrannsókna. Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Sólborg EA sé notuð til tilraunaveiða fyrir þorskeldi, en báturinn var áður í eigu Odda á Patreksfirði og stundaði þá veiðar inni á Patreksfirði. Veiðar sem þessar séu stundaðar í nokkrum mæli umhverfis landið og yfirleitt grunnt inni á fjörðum.

Þá segir Brim, að veiðar með togveiðarfærum í rannsóknaskyni hafi verið stundaðar um árabil í innanverðum Eyjafirði. Fyrir rúmlega tveimur árum hafi verið stundaðar tilraunaveiðar með dragnót í um 20 daga í innanverðum Eyjafirði. Eins hafi hafrannsóknaskipið Dröfn veitt árlega með botntrolli í firðinum í þágu hafrannsókna, m.a. í samstarfi við Háskólann á Akureyri - svokallað Eyrall. Hafi þær rannsóknir gefið áhugaverðar niðurstöður um þróun lífríkis í Eyjafirði.

„Það er stefna Brims að stuðla að ábyrgri nýtingu náttúruauðlinda, meðal annars með því að þróa fiskeldi sem raunhæfan valkost til viðbótar við veiðar á nytjastofnun sjávar. Miklir þjóðhagslegir og staðbundnir hagsmunir liggja í því að gera fiskeldi að hagkvæmum valkosti í íslenskum sjávarútvegi svo ekki sé minnst á þann markaðslega styrk sem í fiskeldi getur falist. Það er því mikilvægt að það þróunarstarf eins og nú fer fram í Eyjafirði á vegum Brims fiskeldis fái að mæta skilningi smábátasjómanna í firðinum," segir á heimasíðu Brims.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli