Frétt

bb.is | 18.02.2005 | 11:12Bæjarráð vill að starfshópur um tölvumál kanni kostnað á fleiri stöðum

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur óskað eftir því við starfshóp um stefnumótun í tölvumálum bæjarins að hann kanni kostnað við sambærilegar veflausnir varðandi heimasíðugerð hjá öðrum fyrirtækjum en því sem nefndin hafði lagt til að tilboði yrði tekið frá. Þetta var ákveðið þegar bæjarráð ræddi tillögu frá Magnúsi Reyni Guðmundssyni bæjarfulltrúa sem hann lagði fram á bæjarstjórnarfundi fyrir skömmu og vísað var til bæjarráðs. Sem kunnugt er var starfshópurinn skipaður fyrir nokkru og var honum ætlað að móta stefnu bæjarins í tölvumálum. Á fundi starfshópsins fyrir nokkru samþykkti hópurinn að ganga til samninga við Íslensk fyrirtæki ehf. um gerð heimasíðu fyrir Ísafjarðarbæ og stofnanir hans. Var þetta ákveðið án þess að útboð færi fram.

Þegar fundargerðir starfshópsins komu til umræðu í bæjarráði lagði Magnús Reynir fram svohljóðandi tillögu: Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar felur starfshópi um tölvumál að vinna áfram að verkefni sínu og setja fram tillögur um heildarlausnir í tölvumálum fyrir bæjarfélagið. Þar til starfshópurinn hefur lokið störfum, verði ekki gerðir neinir samningar um einstaka þætti, hvort heldur til skamms tíma eða lengri tíma. Stefnt verði að því að bjóða út á almennum markaði alla þætti tölvumálanna, vélbúnað, hugbúnað og þjónustu.“ Bæjarstjórn samþykkti að tillögu forseta að vísa tillögunni til bæjarráðs.

Tillagan kom til umræðu í bæjarráði á mánudag. Jafnframt var lögð fram greinargerð Inga Þórs Ágústssonar formanns starfshópsins. Í greinargerðinni segir að leitað hafi við til Íslensks fyrirtækis ehf. „sem verið hefur framarlega í gerð heimasíðna fyrir fyrirtæki, einstaklinga og stofnanir. Er viðræður starfshópsins hófust við umrætt fyrirtæki kom í ljós að það vann að gerð nýrrar heimasíðu fyrir Hafnarfjörð. Það var mat starfshópsins, eftir að hafa kynnt sér þær lausnir sem lágu til grundvallar uppbyggingu heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar, að sú lausn fór saman við þær kröfur um þjónustu til almennings, starfsmanna og bæjarfulltrúa sem starfshópurinn sá fyrir sér að bjóða uppá á nýrri heimasíðu Ísafjarðarbæjar. Tilboð sem síðar barst frá Íslenskum fyrirtækjum ehf. um gerð nýrrar heimasíðu var það hagstætt, að mati starfshópsins og ráðgjafa hans, að lagt var til í framhaldinu að gengið yrði til samninga við fyrirtækið. Starfshópurinn hefur og kynnt sér nokkrar heimasíður annarra sveitarfélaga og er það mat hans að sú laus sem tilboð Íslenskra fyrirtækja hef. byggir á sé með því besta sem í boði er í dag.“

Bæjarráð tók ekki tillögu Magnúsar Reynis til afgreiðslu en samþykkti eins og áður sagði að óska eftir því við starfshópinn að hann kanni kostnað við sambærilegar veflausnir varðandi heimasíðugerð hjá öðrum fyrirtækjum.

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 07:29 Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með frétt Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli