Frétt

mbl.is | 17.02.2005 | 14:42Nýútskrifaðir kennarar skila sér betur inn í grunnskólana en áður

Skólaárið 2003-2004 útskrifuðust samtals 229 grunnskólakennarar og 34 íþróttakennarar frá Háskólanum á Akureyri og Kennaraháskóla Íslands. Í október 2004 voru 206 þessara kennara við störf í grunnskólum eða 78,3%, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni, sem segir, að nýútskrifaðir kennarar skili sér nú betur til starfa en fyrir 5 árum þegar 71,4% nýútskrifaðra kennara hófu störf í grunnskólum strax eftir útskrift.

Starfsmenn í grunnskólum á Íslandi í október 2004 voru 7379 talsins. Starfsmenn við kennslu voru 4725 og hefur fækkað um 18 manns frá árinu áður, að sögn Hagstofunnar. Starfsfólki við kennslu í grunnskólum hefur fjölgað ár frá ári, en fækkaði nú í fyrsta skipti milli ára síðan Hagstofan hóf gagnasöfnun sína haustið 1997.

Kennurum með kennsluréttindi fjölgar hlutfallslega og segir Hagstofan að hlutfall þeirra hafi ekki verið hærra síðan gagnasöfnun Hagstofunnar hófst. Nú séu rúmlega 85% þeirra sem sinna kennslu með kennsluréttindi og hafi réttindakennurum fjölgað um 172 frá fyrra ári.

Hæsta hlutfall réttindakennara á landinu er á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur þar sem 94,3% kennara eru með kennsluréttindi. Á landsbyggðinni í heild hefur hlutfall kennara með kennsluréttindi hækkað um 5,4 prósentustig frá síðastliðnu skólaári. Haustið 2004 eru rúmlega 76% kennara á landsbyggðinni með kennsluréttindi og hafa ekki verið fleiri frá árinu 1997.

Yfir 80% allra starfsmanna í grunnskólum landsins eru konur. Hagstofan segir, að þetta hlutfall sé þó misumunandi eftir starfssviðum. Af 181 starfandi skólastjóra séu 102 karlar eða 56,4%. Árið 1999 var samsvarandi hlutfall 65,3%.

Tæplega 80% kennara og deildarstjóra eru konur og hefur það hlutfall farið hækkandi frá árinu 1998 þegar hlutfall kvenna var 76,6%. Hagstofan segir, að kennarastarfið sé því orðið enn meira kvennastarf en áður. Ákveðin störf innan grunnskólans séu svo til eingöngu unnin af konum og megi þar nefna störf þroskaþjálfa og störf á bókasafni. Karlar séu hlutfallslega flestir í starfi húsvarða eða tæp 88%.

Alls höfðu 765 starfsmenn við kennslu haustið 2003 hætt störfum haustið 2004 og er brottfallið 16,1%. Hagstofan segir, að þetta sé lítið eitt meira brottfall en árið áður þegar brottfallið var 15,1%. Brottfall úr kennslu sé hlutfallslega meira meðal þeirra sem ekki hafi kennsluréttindi og meðal þeirra sem eru í hlutastarfi. Ef litið sé á alla starfsmenn sem störfuðu í grunnskólum haustið 1999 og skoðaðar mannabreytingar í gögnum Hagstofunnar haustið 2004 hafi 2366 starfsmenn hætt störfum á þessu 5 ára tímabili eða 36,7%. Yfir helmingur stuðningsfulltrúa, gangavarða, starfsmanna í eldhúsi og við þrif höfðu hætt störfum ef borin eru saman þessi tvö ár.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli