Frétt

bb.is | 17.02.2005 | 13:50Íbúar í Vigur vona að þjónusta og gæði versni ekki í kjölfar útboðs

Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi.
Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi.
Íbúar í Vigur vona að útboð á rekstur ferju á Ísafjarðardjúpi verði ekki til þess að núverandi þjónusta og gæði hennar versni því ferjan sé lífæð byggðar í eynni. Sá sem nú rekur ferju á Ísafjarðardjúpi, Hafsteinn Ingólfsson hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar ehf., segist hafa ákveðnar efasemdir um að þeir sem buðu í verkið á dögunum geri sér fyllilega grein fyrir hvað þurfi til þess að sinna þessum rekstri. Eins og fram hefur komið á bb.is voru á dögunum opnuð tilboð hjá Vegagerðinni í rekstur á ferjuleiðinni frá Ísafirði og í Æðey og Vigur á Ísafjarðardjúpi, það er að annast flutninga á farþegum og vörum með ferju á milli áðurnefndra staða.

Athygli vakti hversu mikill munur var á milli bjóðenda og var hæsta tilboðið rúmum 40% hærra en það lægsta og tæpum 18% hærra en kostnaðaráætlun. Sá er hæst bauð í verkið er sá aðili sem haft hefur umræddan rekstur með höndum undanfarin ár, Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar ehf. Það fyrirtækið hóf þann rekstur að loknu útboði er áætlunarsiglingum lauk með Djúpbátnum Fagranesi.

Í fyrstu sinnti fyrirtækið siglingunum með litlum bát, Blika ÍS, en síðan hafa bátar fyrirtækisins stækkað mjög. Hafsteinn Ingólfsson segir tilboð fyrirtækisins gert í samræmi við reynslu þess af þessum rekstri undanfarin ár. Hann segir þennan þátt í rekstrinum fara vel saman við annan rekstur en fyrirtækið rekur í dag þrjá farþegabáta sem flytja ferðamenn að sumarlagi um Ísafjarðardjúp, Jökulfirði og Hornstrandir. Hann segir það sína reynslu að flutningar á fólki og vörum í Æðey og Vigur verði ekki leyst með litlum bátum. „Við sinnum þessum siglingum allan ársins hring og okkar reynsla er sú að þetta verður ekki gert með litlum bátum. Því hafa bátar okkar verið að stækka til þess að hægt sé að sinna þessu verkefni með sóma. Ég hef ákveðnar efasemdir um að þeir sem lægst buðu geri sér fyllilega grein fyrir hvað þarf til þess að sinna þessum flutningum og því eru tilboðin jafn lág og raun ber vitni um.“

Aðspurður hvaða afleiðingar það hafi á rekstur fyrirtækisins missi það þennan þátt í rekstrinum segir Hafsteinn of snemmt að segja endanlega til um það. „Það segir sig sjálft að detti þessi þáttur út úr rekstrinum þá veikir það aðra starfsemi fyrirtækisins. En tíminn verður að leiða það í ljós hverjar afleiðingarnar verða. Það að bjóða út ákveðin verk segir ekki að sjálfsagt sé að taka lægsta tilboði. Það er alþekkt. Ég trúi að þegar farið verður yfir tilboðin þá komi í ljós hverjir geti í raun sinnt þeim flutningum sem óskað er eftir í útboðinu þannig að sómi sé að.“

Salvar Baldursson bóndi í Vigur segir að það hafi verið töluverð viðbrigði þegar Fagranesið hætti siglingum og farið var að veita þjónustu með minni bátum. Hann segir hins vegar að síðan settur var krani á bryggjuna í Vigur og núverandi rekstraraðili stækkaði báta sína hafi gæði þjónustunnar batnað til muna. „Í dag erum við mjög sátt við þjónustuna og gæði hennar.“ Súðavíkurhreppur greiðir hluta kostnaðar við ferjureksturinn þar sem dóttir Salvars, átta ára gömul, fer til skóla í Súðavík á mánudagsmorgni og heim aftur síðdegis á föstudag. Salvar og fjölskylda hans búa nú ein í Vigur en áður bjuggu tvær fjölskyldur í Vigur.

„Þessi ferjurekstur er okkar lífæð og við stöndum og föllum með henni. Þarna er ekki bara um að ræða flutning á vörum heldur er þetta okkar „skólabíll“ líka. Það er mjög eðlilegur hlutur að rekstur sem þessi sé boðinn út og eins og ég sagði áðan erum við mjög ánægð með þjónustuna eins og hún er í dag. Því vonum við innilega að útboð verði ekki til þess að þjónustan og gæði hennar minnki.“ Ekki náðist í Henrý Bæringsson sem átti lægsta tilboðið í rekstur ferjuleiðarinnar.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli