Frétt

| 04.09.2001 | 07:24Aðstaðan öll önnur og betri en áður

Einar K. Guðfinnsson alþm. í ræðustóli í vígslufagnaðinum hjá Hólmadrangi á Hólmavík.
Einar K. Guðfinnsson alþm. í ræðustóli í vígslufagnaðinum hjá Hólmadrangi á Hólmavík.
Einar Kr. Guðfinnsson, fyrsti þingmaður Vestfirðinga og formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, tók um helgina formlega í notkun 280 fermetra viðbyggingu Hólmadrangs ehf. á Hólmavík að viðstöddum fjölda gesta. Við sama tækifæri opnaði hann nýja heimasíðu Útgerðarfélags Akureyringa, móðurfélags Hólmadrangs. Í hinni nýju viðbyggingu, sem kostar um 40 milljónir króna, eru skrifstofur fyrirtækisins og aðstaða starfsmanna. Þar með er öll starfsemi Hólmadrangs komin undir eitt þak og aðstaða önnur og betri en áður.
Jafnhliða hafa verið gerðar gagngerar endurbætur á eldra húsnæði rækjuvinnslunnar og tækjabúnaði. Fjárfest hefur verið í tækjum til flokkunar, vigtunar og endurpökkunar. Með þessu er komið til móts við óskir kaupenda um gæði afurða og pökkun. Fullyrt er að með öllum þessum framkvæmdum sé rækjuvinnsla Hólmadrangs ehf. í fremstu röð í greininni hvað varðar aðbúnað og alla framleiðsluhætti.

Fullkomin verksmiðja

Framkvæmdir við viðbygginguna hófust fyrir um ári og sá Grundarás ehf., trésmiðja á Hólmavík, um byggingaframkvæmdir. Heildarkostnaður er sem næst 40 milljónum króna. Gunnlaugur Sighvatsson, framkvæmdastjóri Hólmadrangs ehf., segir að þessi nýja viðbygging sé mjög kærkomin. „Já, þetta er mjög byltingarkennd breyting enda var starfsmannaaðstaðan áður í lélegu húsnæði. Við höfum auk þess verið að vinna að gagngerum breytingum á verksmiðjunni, húsnæði og tækjabúnaði, til dæmis er búið að endurnýja pökkun og endurpökkun. Ég held að sé óhætt að fullyrða að með þessari viðbyggingu og gagngerum endurbótum á rækjuverksmiðjunni sé hún á allan hátt orðin mjög vel búin og stenst fyllilega ströngustu kröfur“, segir Gunnlaugur.

Sameinaðist ÚA árið 2000

Fyrirtækið Hólmadrangur hf. var stofnað árið 1978 en rekstur þess hófst ekki fyrr en árið 1980 þegar ráðist var í smíði togarans Hólmadrangs ST 70. Árið 1995 varð mikil breyting á rekstri félagsins þegar rækjuvinnsla Kaupfélags Steingrímsfjarðar (KSH) og rækjuvinnsla Hraðfrystihúss Drangsness voru sameinaðar Hólmadrangi hf. Rækjuvinnsla undir nafni KSH hafði þá staðið óslitið frá árinu 1965 og hefð fyrir rækjuvinnslu á Hólmavík því orðin mikil. Eftir sameininguna var ráðist í umfangsmiklar breytingar á húsnæði og búnaði rækjuvinnslunnar á Hólmavík en fiskvinnsla KSH lögð af og allt fiskvinnsluhúsnæðið lagt undir rækjuvinnsluna.

Hólmadrangur hf. sameinaðist Útgerðarfélagi Akureyringa hf. þann 1. apríl 2000. Í kjölfar sameiningarinnar var stofnað nýtt fyrirtæki með sama nafni, Hólmadrangur ehf., sem er alfarið í eigu ÚA. Hlutverk hins nýja félags er rekstur rækjuvinnslu á Hólmavík.

Hráefni víða að

Rækjuvinnslan á Hólmavík var upphaflega byggð upp í kringum veiðar á innfjarðarrækju úr Húnaflóanum. Verksmiðjan hefur því haft aðgang að góðu og fersku hráefni sem hefur komið af bátum sem gerðir eru út frá Hólmavík og Drangsnesi. Þessir bátar hafa aðallega stundað veiðar á úthafsrækju yfir sumartímann og á innfjarðarrækju yfir vetrartímann. Undanfarin ár hafa veiðar á innfjarðarrækju legið niðri og hefur því hlutur frysts hráefnis í framleiðslunni aukist. Þessu hefur fyrirtækið mætt með kaupum á hráefni af Íslandsmiðum, úr Barentshafi og af Flæmingjagrunni. ÚA gerir út eitt rækjuveiðiskip, Rauðanúp ÞH 160, og fer hluti afla togarans til vinnslu hjá félaginu.

Framleiðsla Hólmadrangs er soðin og pilluð rækja, bæði einfryst og tvífryst. Þar sem hlutur frysts hráefnis hefur aukist í framleiðslunni eru tvífrystar afurðir nú um 70-80% af árlegri framleiðslu fyrirtækisins og einfrystar um 20-30%. Að jafnaði er vinnsla í 8 klst á dag og er áætluð ársframleiðsla á bilinu 1.600-1.800 tonn miðað við þann vinnutíma. Lögð er mikil áhersla á öryggi og gæði framleiðslunnar og býr fyrirtækið þar að þeirri hefð sem skapast hefur við vinnslu á rækju á Hólmavík og dugmiklu og áhugasömu starfsfólki. Hjá Hólmadrangi ehf. starfa um 20 manns að jafnaði.

Bretland mikilvægasti markaðurinn

Frá því að ÚA tók við rekstri Hólmadrangs hefur markaðsdeild ÚA séð um sölu afurða fyrir félagið. Fyrirtækið hefur lengi vel framleitt mest af sínum afurðum undir vörumerki SÍF en framleiðir einnig undir sínu eigin vörumerki.

Mikilvægasti kaupandi Hólmadrangs eru dótturfyrirtæki SÍF í Bretlandi og Þýskalandi en auk þess kaupa aðrir aðilar töluvert af framleiðslu félagsins. Mikilvægasti markaður fyrir framleiðslu fyrirtækisins er Bretland, en auk þess er talsvert selt til annarra Evrópulanda, s.s. Danmerkur, Þýskalands og Ítalíu.<

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli