Frétt

Stakkur 7. tbl. 2005 | 16.02.2005 | 08:25Miklar samgöngubætur framundan

Það voru ánægjuleg tíðindi er samgönguráðherra boðaði þverun þriggja fjarða á Vestfjörðum sunnanverðum, Gufufjarðar, Djúpafjarðar og Þorskafjarðar, framkvæmd sem talin er kosta 1, 6 milljarð króna samkvæmt grófum kostnaðaráætlunum. Á sama tíma ákvað hann að flýta því að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar, en kostnaður af henni mun verða um 4 – 5 milljarðar, ef marka má upplýsingar Fréttablaðsins, sem slær því upp að ef ganga ætti að öllum þeim óskum og kröfum sem nú eru uppi á borðinu þyrfti um 80 milljarða til að fullnægja þessum óskum landsmanna. Í umfjöllun Fréttablaðsins vakti athygli annars vegar, innan við 700 milljón króna framkvæmd við þriggja akreina veg nr. 1 frá Reykjavík til Suðurlands og hins vegar 20 – 35 milljarða króna framkvæmd við jarðgöng til Vestmannaeyja, sem sannast sagna verður að segja sé álíka ógáfuleg og hin fyrri er gáfuleg og ódýr miðað við margt annað sem hugur okkar stendur til.

Við Vestfirðingar látum ekki okkar eftir liggja og biðjum um jarðgöng milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar og áfram þaðan til Súðavíkur, þótt ráðherra hafi látið í það skína að nú færi röðin að koma að jarðgöngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Það er er ekki smátt hugsað, en fleiri vilja en við. Enn er óvitað hvert framhald verður varðandi Héðinsfjarðargöng, sem ljúka skal áður en röðin kemur að næstu göngum á Vestfjörðum. Það er stórkostlegt að sjá fyrir sér 22 kílómetra styttingu á sunnanverðum Vestfjörðum með þveruninni. Enn styttist með jarðgöngum í Arnarfjörð. En ljóst er að hafa verður hraðar hendur ef þeir sem búa á Vestfjörðum eiga að njóta þessarra bættu samgangna, áður en fleiri flytja brott. Ráðamenn þjóðarinnar, ríkisstjórn og Alþingi hljóta að velta því fyrir sér hver framtíðarsýn Vestfirðinga sé varðandi stjórnsýslu á sveitarstjórnarstigi. Bættar samgöngur höfðu í för með sér, eða að minnsta kosti ýttu undir sameiningu sveitarfélaga í Vestur Ísafjarðasýslu. Eiga kröfur íbúa einhverja tengingu við sameiningu sveitafélaga á Vestfjörðum nú?

Í hvaða samhengi sjá íbúar á Vestfjörðum sig við aðra Íslendinga? Spurningunni verður að svara fyrr en síðar. Ljóst er að fleiri landsmenn bíða bættra samgangna. Nægir að nefna Sundabraut inn og út úr Reykjavík, að ógleymdum Austfirðingum og þeim er sækja í sumarbústaði á Suðurlandi og hálendisvegum sem stofnuð hafa verið samtök um. Öllum má ljóst vera að samgöngur eru lykilorð í framtíðarsýn okkar margra. Og enn eflist þeim þróttur sem vilja Reykjavíkurflugvöll burt. Það mun skerða kosti flugs á Íslandi mjög og ýta enn undir kröfur um vegi. En samt er eins og þjóðin vinni ekki saman í þessum málum. Kannski væri annað upp á teningnum ef landið væri eitt kjördæmi. Margt myndi vissulega tapast. Fjarlægð þingmanna og Vestfirðinga myndi til að mynda aukast mikið.

En hverju skiptir það, ef þeir sem við höfum nú duga ekki? Lausnin er að vinna upp heildstæða framtíðarsýn fyrir landið allt. Niðurstaðan kynni að koma á óvart.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli