Frétt

mbl.is | 15.02.2005 | 11:14Aðhald í peningamálum mikilvægt og stefna ber að meiri afgangi á fjárlögum

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, segir að megin viðfangsefni hagstjórnar á Íslandi nú sé að treysta stöðugleika efnahagslífsins og koma í veg fyrir að ójafnvægi geti myndast á ný með auknum verðbólguþrýstingi og viðskiptahalla vegna yfirstandandi stóriðjuframkvæmda. Eru stjórnvöld því hvött til að herða aðgerðir til að sporna við þenslu.

Stofnunin telur sérstaklega mikilvægt að auka aðhald í peningamálum með frekari vaxtahækkunum á þessu ári. Segir OECD að verðbólgumarkmið stjórnvalda verði í verulegri hættu á næstunni. Þá segir að stofnunin að heldur hafi verið hert á opinberu aðhaldi í fjármálum eftir að losað hafi verið á tökunum árið 2003. Hins vegar sé hætta á því, í ljósi væntanlegra skattalækkana á árunum 2005-2007, að ekki verði hægt að koma í veg fyrir þenslu á borð við þá sem varð fyrir nokkrum árum.

Í nýrri skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál er jákvætt mat á framvindu efnahagsmála og hagstjórn hér á landi. Er mikil aðlögunarhæfni íslenska hagkerfisins einkum rakin til efnahagsstefnu stjórnvalda og umfangsmikilla skipulagsbreytinga á flestum sviðum efnahagslífsins frá því í byrjun tíunda áratugsins. Hagvöxtur á Íslandi hafi verið meiri en í flestum öðrum ríkjum OECD undanfarinn áratug og tekjur á mann með þeim hæstu í heiminum.

Í skýrslunni er fjallað ítarlega um mikilvægi áframhaldandi skipulagsbreytinga til að efla forsendur fyrir stöðugleika efnahagslífsins. Varðandi einstök skipulagsmál er bent á nauðsyn þess að skoða framtíðar virkjunaráform í heildstæðu samhengi, m.a. með tilliti til efnahagslegra áhrifa og umhverfissjónarmiða. Ennfremur er bent á mikilvægi þess að bæta menntun þjóðarinnar til að styrkja stöðu innlendra hátæknigreina á alþjóðamarkaði. Þá bendir stofnunin á nauðsyn þess að tryggja greiðan aðgang að erlendu vinnuafli en það hjálpi til við að draga úr spennu í uppsveiflunni.

Fjallað er sérstaklega um samkeppnismál en breytingar á samkeppnislögum og einkavæðing ríkisfyrirtækja eru taldar hafa ýtt undir framleiðnivöxt undanfarinn áratug. OECD segir að samkeppniseftirlit sé almennt í góðum farvegi hér á landi en þó er tekið vel í áform um að styrkja það enn frekar. Samkeppni sé enn ábótavant í nokkrum geirum en þeirra á meðal er raforkumarkaðurinn og fastlínukerfi fjarskiptamarkaðar. Ítrekar OECD að nauðsynlegt sé að ljúka við sölu Símans sem allra fyrst. Þá mælir stofnunin með því að frekar verði dregið úr opinberum framleiðslustyrkjum við landbúnað og hömlum á eignarhaldi erlendra aðila í sjávarútvegi. Segir stofnunin m.a. að opna eigi markað með landbúnaðarvörur fyrir erlendri samkeppni með því að auka innflutningskvóta og lækka tolla á innfluttum vörum.

Skýrsla OECD

bb.is | 26.10.16 | 14:53 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli