Frétt

bb.is | 15.02.2005 | 11:04Verðum að láta reyna á sölu á hvalkjöti

Konráð Eggertsson um borð í bát sínum Halldóri Sigurðssyni.
Konráð Eggertsson um borð í bát sínum Halldóri Sigurðssyni.
Konráð Eggertsson, formaður félags hrefnuveiðimanna segir nauðsynlegt að látið verði á það reyna hvort hvalkjöt fáist flutt til Japans. Á það hafi ekki reynt í raun og því sé ekki hægt að hefja sölu þess. Hann segir hvalveiðar einu atvinnugrein Íslandssögunnar sem stjórnað sé eingöngu af hagsmunum utan atvinnugreinarinnar. Slíkt eigi ekki að eiga sér stað og nú sé kominn tími til að þeir sem vilja stunda veiðarnar fái að gera það á eigin ábyrgð. Vísindaveiðar séu hvorki komnar til vegna óska veiðimanna né hafrannsóknarstofnunar. Hann líkir afskiptum stjórnvalda af þessari atvinnugrein við það að hagsmunum flugfélaga væri stjórnað af hagsmunum flughræddra.

Á fundi sem Halldór Ásgrímsson forsætisráherra hélt á Ísafirði í síðustu viku urðu nokkur orðaskipti milli hans og Konráðs vegna hvalveiða og sölu á hvalkjöti. Taldi Konráð sölumálum ekki nægilega sinnt og lýsti Halldór því þá yfir að kannski væri best að bjóða Konráði til Japans til þess að selja kjötið.

Konráð segir lausnina ekki þá að senda hann til söluferðar til Japans. Hann sé hinsvegar tilbúinn til Japansfarar geti það liðkað fyrir málum. „Vandamálið við sölu hvalkjöts í Japan er ekki hvort þar sé markaður fyrir kjötið. Við höfum aldrei mátt láta á það reyna hvort Japanir leyfi innflutning kjötsins eins og alþjóðalög segi að þeir verði að gera. Við verðum að senda út kjöt og láta á það reyna hvort Japanir fara að lögum eða ekki. Af hverju stjórnvöld hér heima hafa ekki viljað láta á þetta reyna veit ég ekki.“

Undanfarin tvö sumur hafa verið leyfðar veiðar svokallaðar vísindaveiðar á hrefnu við Ísland. Í upphafi var einnig ákveðið að veiða stórhveli en af því hefur ekki orðið ennþá. Eitt af þeim skilyrðum sem hrefnuveiðimenn hafa þurft að undirgangast vegna veiðanna er að kjötið verði ekki flutt úr landi að sögn Konráðs. Því hefur í raun ekki reynt á markaðinn í Japan.

Konráð segist reikna með að vísindaveiðar verði með hefðbundnum hætti í sumar. „Það var rætt um að þessar vísindaveiðar stæðu til ársins 2006. Það er bráðnauðsynlegt allra vegna hér á landi að við hefjum alvöru atvinnuveiðar. Hvorki veiðimenn né Hafrannsóknarstofnun báðu um þessar vísindaveiðar. Þessi vísindi er öll hægt að stunda meðfram atvinnuveiðum. Þessar vísindarannsóknir eru orðnar það viðamiklar að hvert dýr er rannsakað betur en í morðmálum hjá vestrænum þjóðum. Stofnarnir þola umtalsverða veiði og hana á að stunda. Við getum ekki annað.“

Aðspurður hvort hann hafi trú á því að atvinnuveiðar hefjist segist Konráð verða að hafa þá trú. „Við höfum mátt sæta því í þessari atvinnugrein að ríkisvaldið sé að ákveða hvort það borgi sig að stunda hana. Ríkisvaldið hefur verið að velta því fyrir sér hvort einhver vilji kaupa kjötið í útlöndum. Í hvaða annarri atvinnugrein er það gert? Við viljum bara fá að sýna fram á það sjálfir án þess að vera með embættismenn hangandi yfir okkur. Við viljum bara taka ábyrgð á þessari atvinnugrein sjálfir. Hvalveiðar eru eina atvinnugrein Íslandssögunnar sem hefur þurft að sæta því að henni sé eingöngu stjórnað útfrá hagsmunum aðila utan greinarinnar. Hvað myndu fjármálafyrirtæki segja til dæmis ef umhverfi þess atvinnurekstrar væri eingöngu ákveðið útfrá hagmunum skuldara t.d. eða flugfélögin þyrftu að sæta því að þeirra hagsmunum væri eingöngu stjórnað útfrá hagsmunum flughræddra. Hvalveiðar hafa ekki verið stundaðar lengi til ómælds tjóns fyrir okkur í atvinnugreininni og einnig þjóðarbúið í heild. Nú er tímabært að snúa af þeirri leið og láta skynsemina ráða.“

hj@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli