Frétt

Ingi Þór Ágústsson | 11.02.2005 | 15:07Stefnumótun í tölvumálum Ísafjarðarbæjar

Ingi Þór Ágústsson.
Ingi Þór Ágústsson.
Vegna fréttaflutnings á bb.is um störf starfshóps um tölvumál Ísafjarðarbæjar þykir undirrituðum formanni starfshópsins rétt að skýra málið frekar. Á vegum bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar starfar starfshópur sem vinnur að mótun stefnu fyrir sveitarfélagið í tölvumálum til næstu fimm ára. Í starfshópnum eiga sæti undirritaður sem er formaður, Védís Geirsdóttir, Skarphéðinn Jónsson, Jóhann Hinriksson og Þórir Sveinsson. Eins og réttilega var getið um í fréttinni þá átti starfshópurinn að skila niðurstöðu í enda nóvember 2004 en þegar umfang verkefnisins var skoðað nánar þótti rétt að vanda betur til verksins og bað því starfshópurinn um lengri tíma til að vinna að þessari stefnumótun.

Stefnumótunin er í raun fjórþætt, eins og kom fram í fréttinni, og hóf starfshópurinn vinnu við að afla gagna varðandi alla þætti verksins. Rétt þótti að skoða hvernig staðan er í dag og var Víðir Gauti Arnarsson, kerfisfræðingur, fenginn til að aðstoða starfshópinn við upplýsingaöflun, m.a. til að gera úttekt á stöðu mála varðandi vélbúnað og hugbúnað. Það verkefni er innan verksviðs starfshópsins og hefur hópurinn heimild til að ráða ráðgjafa sér til aðstoðar. Úttekt Víðis fær tölvufyrirtækið EJS ehf en starfshópurinn hefur ráðið fyrirtækið sér til að aðstoðar við að móta stefnuna í tölvumálum er varðar vélbúnað og hugbúnað. Á grundvelli þeirrar vinnu verður mótuð stefna í tölvumálum Ísafjarðarbæjar. Skoðaðir verða möguleikar varðandi framtíðarþjónustu við almenning, bæjarfulltrúa og starfsmenn Ísafjarðarbæjar í gegnum heimasíðu bæjarins og eru margar hugmyndir til skoðunar. Spennandi verður að sjá hverju slík vinna skilar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hjá starfshópnum hver fenginn verður til aðstoðar við ráðgjöf um þann verkþátt. Starfshópurinn telur rétt að skoða og ákvarða um grunninn áður en farið verður að byggja á honum.

Ég undirritaður tel, að sú skoðun bæjarfulltrúa Magnúsar Reynis Guðmundssonar sé eðlileg, að bjóða eigi út á almennum markaði þætti er varða tölvumál sveitarfélagsins, ef ljóst þykir að hagkvæmt sé að bjóða þá verkþætti út og að ákvörðun hafi verið tekin um að leita eftir þjónustu á almennum markaði. Það hefur verið stefna bæjarins að skipta við fyrirtæki hér heima á þessu sviði sem frekast er kostur og hefur það gengið eftir með ágætum. Sumum þáttum tölvumála sinna þó starfsmenn Ísafjarðarbæjar en aðra verkþætti er fyrirtækjum hér í bæ falið í verktöku.

Í ofangreindum samningum um ráðgjöf, sem starfshópurinn hefur falið verktökum að annast, fellst að stærstum hluta upplýsingaöflun sem nota má í því starfi að móta framtíðarstefnu er varðar uppbyggingu á tölvukerfi Ísafjarðarbæjar. Þegar slíkar upplýsingar liggja fyrir er ekkert því til fyrirstöðu að bjóða fleiri verkþætti út, reynist sú leið við skoðun vera hagstæð fyrir Ísafjarðarbæ.

Um ráðningu Ævars Eyþórssonar varðandi rekstur tölvukerfis grunn- og leikskóla Ísafjarðarbæjar er þar í raun framhald á verksamningi að ræða og innan fjárhagsramma ársins. Sá samningur gildir í eitt ár og því ekkert til fyrirstöðu að sú þjónusta verði einnig inni í útboði komi til þess.

Heimasíðumál Ísafjarðarbæjar. Starfshópurinn hóf strax í upphafi starfs sín að finna lausnir sem uppfyllt geta kröfur sem almenningur gerir í dag til heimasíðna sveitarfélaga. Það er skoðun starfshópsins, að vel athuguðu málið, að tilboð það sem Íslensk fyrirtæki ehf lagði fram sé hagstætt Ísafjarðarbæ auk þess að uppfylla framangreindar kröfur. Á grundvelli þessa álits lagði starfshópurinn til að tilboðinu yrði tekið.

Á þessari stundu hefur endanleg ákvörðun ekki verið tekin varðandi heimasíðuna þar sem bæjarráð óskaði eftir greinargerð frá bæjarstjóra um málið. Greinargerðin verður lögð fram í bæjarráði innan tíðar.

Ef fara á eftir tillögum bæjarfulltrúa Magnúsar Reynis Guðmundssonar, sem vitnað var til í umræddri frétt á bb.is 8. feb. sl., tel ég að allar líkur eru á að vinna við úttekt og stefnumótun í tölvumálum Ísafjarðarbæjar dragist á langinn og fram úr hófi og að kostnaður verði all miklu meiri en ástæða er til.

Það er skoðun undirritaðs að vel hafi verið staðið að þessum málum hjá starfshópnum, starfshópurinn starfi fullkomlega innan verksviðs síns, unnið sé faglega og markvisst, kostnaði haldið í lágmarki og vinna hópsins í raun til fyrirmyndar.

Ingi Þór Ágústsson, bæjarfulltrúi og formaður starfshóps um stefnumótun í tölvumálum fyrir Ísafjarðarbæ.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli