Frétt

| 01.09.2001 | 20:37Áfram Makedónía! Áfram DV!

Fyrir skömmu ritaði maður nokkur greinarstúf hér á vefinn um lýsingu á leik Makedóníu og Íslands (sjá Aðsendar greinar). Og viti menn – umræddur leikur er enn á sínum stað kl. 20.45 annað kvöld í útvarpsdagskránni í helgarblaði DV í dag. En umrætt manngrey (sem virðist vera eldra en tvæveturt) ætti að vita að þessi Makedóníuleikur er ekki eina dæmið um vitleysur á dagskrársíðum DV.
Dagskrárnar í því annars ágæta blaði eru vitagagnslausar. Í blaðinu í gær sagði t.d. í dagskrá Rásar eitt: 21.10 Saga Rússlands heldur áfram. En þegar til átti að taka, þá hélt saga Rússlands alls ekki áfram. Kannski var saga Rússlands öll eða kannski ekki byrjuð. Þegar klukkan 21.10 rann upp á Rás eitt björt og fögur var þar eitthvert samnorrænt píanóglamur skildist mér sem hélt áfram um skeið en þá hófst fyrri þáttur um einhvern William Stephenson (þegar að því kemur að í dagskránni stendur Saga Williams Stephensonar heldur áfram, þá heldur líklega saga Rússlands loksins áfram).

Stundum hittist svo á, að í dagskrám DV eru réttar upplýsingar varðandi einstaka liði. Einkum gildir þetta um veðurfréttir. En gallinn er sá að aldrei er að vita hvenær upplýsingarnar eru réttar og hvenær ekki.

Þeir sem hafa aðgang að Netinu geta vissulega athugað dagskrárnar þar. Fljótlegt er að komast beint inn á síður Textavarpsins á Netinu. Hins vegar eru þær ennþá verri en dagskrárnar í DV. Ekki aðeins eru upplýsingarnar þar meira og minna vitlausar, heldur er hroðvirknin á Textavarpinu slík á öllum sviðum að með ólíkindum mætti telja ef einhver annar en Ríkisútvarpið ætti í hlut. Líka er hægt að fara inn á vefsetur Ríkisútvarpsins (ruv.is) og skoða dagskrárnar þar. Gallinn í því tilviki er sá, að vefsetrið er svo seinvirkt og þungt og leiðinlegt í vöfum og hannað af þvílíkri frámunalegri heimsku (týpískt RÚV), að varla nota það aðrir en lífstíðarfangar og starfsfólk opinberra stofnana og aðrir lifendur og dauðir sem hafa sjálfa eilífðina til að valsa um og hafa ekki einu sinni símaskrána til að lesa sér til skemmtunar. En þegar dagskrárnar á vefsetri RÚV eru bornar saman við dagskrárnar í Textavarpinu á Netinu (þegar á annað borð kemur rétt síða og ef hún er á annað borð ekki öll í rugli nema útsalan hjá Hrafnhildi), þá er yfirleitt margvíslegt ósamræmi á milli þessara tveggja útgáfna RÚV af sinni eigin dagskrá. Og þá er aldrei að vita hvor er rétt né heldur er hægt að treysta því að báðar séu vitlausar.

Við þessu er aðeins eitt ráð: Að bæta fjárhag Ríkisútvarpsins með því að sexfalda afnotagjöldin og setja stofnunina auk þess á fjárlög og veita henni einkarétt á ljósvakaauglýsingum og gera öllum sem auglýsa í blöðum skylt að auglýsa einnig í Ríkisútvarpinu, sjónvarpi og hljóðvarpi, og fjölga starfsfólkinu um sirka tvö þúsund manns.

En umfram allt: Að reka að minnsta kosti níutíu og níu prósent af þeim átta hundruð manns eða hvað það er (sjá t.d. netfangaskrá RÚV) sem nú eru starfandi (!?) hjá stofnuninni.

Áfram RÚV! Áfram DV! Áfram Makedónía!

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli