Frétt

| 07.04.2000 | 10:23Rannsóknir verði hafnar á nauð-
synlegum varnarmannvirkjum

Súðavík.
Súðavík.
Sveitarstjóri Súðavíkur-
hrepps, Ágúst Kr. Björnsson, hefur ritað samgönguráð-
herra bréf þar sem óskað er eftir að forhönnun og rannsóknir verði hafnar á nauðsynlegum varnarmann-
virkjum á Súðavíkurhlíð, Básum og Kirkjubólshlíð. Þá vill sveitarstjórinn að kostnaður við slíkar framkvæmdir verði borinn saman við kostnað við jarðgangagerð milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar.
Í bréfi sveitarstjórans til samgönguráðherra segir: ,,Með þessu bréfi fer ég þess á leit við yður að þér beitið yður fyrir því að svo fljótt sem mögulegt er, verði tryggt fjármagn til þess að hægt verði að hefja vinnu við að gera vandaða forathugun og forhönnun á nauðsynlegum öryggismannvirkjum á þjóðveginum um Súðavíkurhlíð, Bása og Kirkjubólshlíð. Í slíkri athugun er nauðsynlegt að nálgast kostnað við nauðsynlegar aðgerðir svo sem gerð vegskála, gerð vegskápa, nauðsynlegan búnað til að hindra grjóthrun, breikkun og nýbyggingu þar sem þess er þörf og lýsingu vegarins."

Þá segir sveitarstjórinn í bréfi sínu að um rædd leið liggi um mikið snjóflóðasvæði þar sem að meðaltali hafi fallið um 100 snjóflóð á ári síðustu tólf árin. Auk þess sé nokkuð um grjóthrun á leiðinni og á stórum köflum svo sem á leiðinni um Bása, standist vegurinn ekki þær öryggiskröfur sem gerðar eru til slíkra samgönguleiða. Við slíkt samgönguóöryggi sé erfitt að búa og að það hafi áhrif á búsetu fólks.

,,Því er nauðsynlegt að ráðast í gerð slíkrar forhönnunar og bera niðurstöður hennar saman við kostnað við gerð jarðgangna. Einungis á þennan hátt verður mögulegt að lenda vandaðri ákvörðun um hvaða leiðir eru vænlegar til þess að tryggja öryggi vegfarenda á þessari leið. Þannig fæst niðurstaða, hvort byggja á upp núverandi veg eða bora jarðgöng. Slíkt forathugun og forhönnun getur hafist svo fljótt sem fjármunir til hennar eru tryggðir. Á svæðinu eru hæfir verk- og tæknifræðingar til að vinna þetta verk, bæði hjá Vegagerðinni og verkfræðistofum," segir sveitarstjórinn í bréfi sínu.

Ágúst Kr. Björnsson telur að slík forathugun geti tekið eitt ár og að til hennar þurfi að leggja allt að tveimur mannárum í vinnu og gæti kostnaðurinn því numið 10-15 milljónum króna. Með bréfinu fylgir síðan greinargerð þar sem helstu sjónarmið hreppsnefndar Súðavíkurhrepps í málinu eru tíunduð. Óskað hefur verið eftir frekari viðræðum við samgönguráðherra og yfirvöld samgöngumála vegna þessa máls.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli