Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 09.02.2005 | 11:15Þeir spá gengislækkun - Guði sé lof

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Allir stóru viðskiptabankarnir þrír hafa látið í ljósi skoðanir sínar á gengismálunum á síðustu dögum og eru sammála um að þetta háa gengi íslensku krónunnar standist ekki til lengdar. Ágreiningurinn er aðeins á milli þeirra um hvenær gengið gefur eftir. Þeir deila í raun ekki svo mjög um hversu langt gengið mun falla.

Þetta eru góð tíðindi. Það sjá allir að ofurkrónan getur ekki staðið svona lengi. Þessi staða er farin að skemma útflutnings- og samkeppnisfyrirtækin. Allt stafar þetta af því að menn eru að ofmeta verðbólgu - sem er þó í raun engin. Verðbólgutalið á rætur sínar að rekja til verðbólu á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir vikið þrýstir Seðlabankinn upp stýrivöxtum, alveg að ástæðulausu, hækkar gengið, framkallar viðskiptahalla og lækkar tekjur útflutningsgreinanna.

Það eru því góð tíðindi að markaðurinn sé að undirbúa gengisleiðréttingu og nú sé einvörðungu spurning um einhverja mánuði hvenær hún hefst.

Samdóma álit bankanna þriggja

Lítum aðeins á skoðun bankanna þriggja. Og höfum í huga að gengið stendur nú þegar þetta er skrifað ( á tólfta tímanum 8. febrúar 2005 ) í 111,87. Íslandsbanki telur að gengið verði um 110 eins og nú, fram að miðju ári. Þá fari það að lækka, verði 125 í árslok og meðalgildi ársins verði 115. Á næsta ári verði meðalgildið 136 og 140 um mitt næsta ár.

KB banki telur að gengið muni hanga í 110 fyrstu mánuði þessa árs en verði 125 í árslok og meðalgengið verði svo 116,5. Veturinn 2006- 2007 verði gengið 140. Veikist sum sé um 20 til 30%

Landsbankinn ætlar óbreyttu genginu lengstra lífdaga. Þeir telja að það muni vera um 115 fram á mitt næsta ár, falli þá í 130 og jafnvægisstaða þess sé um 125.

Af þessu má sjá að enginn telur að gengið standist svona nema um hríð. Samdóma álit er að gengið fari oní 130 til 140 strax á næstu 12 mánuðum eða þar um bil.

Leiðin til jafnvægis er eins og að aka á slæmum vegi

Þetta eru auðvitað mikil tíðindi. En eiga í sjálfu sér ekki að koma á óvart. Það er markaðurinn sem nú stýrir gengisskráningurinni, þó hann sé auðvitað truflaður af Seðlabankanum vegna inngrips í stýrivaxtastigið. Markaðurinn leitar jafnvægis, það eru aldagömul sannindi. Því hlýtur hann að leita jafnvægis núna, eins og allir átta sig á.

Við þekkjum það hins vegar hér að þessi leit að stöðugleika á gengismarkaði er skrykkjóttari en víða annars staðar. Markaðurinn er lítill og tilfærslur á honum valda sveiflukenndari þróun en þar sem meira þarf til að hreyfa hann. Þess vegna ma búast við að leið markaðarins að jafnvægispunktinum verði svona eins og þegar ekið er um vonda vestfirska vegi. Það verður hristingur og óþægindi, þar til komið er á betri kafla. Láti yfirvöld peningamála lítið á sér kræla tekur aksturinn á vonda kaflanum styttri tíma en ella.

Gömul sannindi eiga við hvað sem líður gömlu bulli úr Steingrími Hermannssyni

Það er út af fyrir sig rétt að íslenskt atvinnulíf getur þolað sterkara gengi en áður. Atvinnulífið er öflugra, vinnumarkaðurinn er sveigjanlegri, skattalegt umhverfi hefur verið bætt, framleiðni hefur aukist og launahlutfall er þar af leiðandi lægra Þá er fjármálakerfið alþjóðlegra og fjármagnskostnaður fyrirtækja hefur lækkað með lækkandi vöxtum hér innanlands og vegna rúms aðgengis að erlendu lánsfé. Þetta birtist í því að erlendar skuldir eru nú um 70% af landsframleiðslu og hafa vaxið mikið, vegna þess að menn hafa séð hagsmunum sínum betur borgið með erlendum lántökum í stað innlendra. Loks má nefna að eignir okkar erlendis eru nú um 980 milljarðar, sem er álíka upphæð og nemur árlegri landsframleiðslu.

Þetta er allt til marks um breytingar - mjög jákvæðar breytingar - í íslensku efnahags-, atvinnu- og fjármálalífi. En ekkert fær þó hnikað þeim kenningum sem hagfræðingar fyrri alda kenndu. Markaðurinn hefur tilheigingu til að leita jafnvægis. Það mun einnig sannast í þetta sinn

Alræmdu orðin hans Steingríms Hermannssonar, um að alþjóðleg viðmið í hagstjórn eigi ekki við hér á landi, eru nefnilega bull nú, eins og þau voru þá, - þegar hann sagði þau.

Einar K. Guðfinnssonekg.is

bb.is | 27.10.16 | 09:37 Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með frétt Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli