Frétt

Stakkur 6. tbl. 2005 | 09.02.2005 | 09:35Kosið með fótunum

Það er sérstakt fagnaðarefni að verkefnishópur hafi komist að þeirri niðurstöðu að mögulegt sé að fjölga Vestfirðingum. Vönduð skýrsla er komin út, en ekki þótti ástæða til þess að athuga hvort hún fengist prentuð á Vestfjörðum. Prentun hennar var ekki boðin út sem þó hefði mátt teljast eðlilegt, ekki síst með tilliti til þess hvert innihald hennar og markmið reyndist svo vera. Því ber að fagna að loksins skuli komin niðurstaða frá hinu opinbera, að Ísafjörður verði höfuðstaður Vestfjarða og vonandi dugar það öllum íbúum Vestfjarða til þess að viðurkenna þessa staðreynd.

Heldur er það klént að ekki standa vonir til þess að íbúum fjórðungsins fjölgi mjög mikið. Hinu ber að fagna að í skýrslunni kemur fram að Vestfirðir séu fallnir til sjávarútvegs, nýsköpunar í rafeindatækni og til ferðaþjónustu. Ekki skemmir að útlendir sérfræðingar álíta að hér sé einstaklega fallegt. Hitt er lakara að það dugar ekki til að halda í íbúana. Þeim fækkar stöðugt og hefur svo verið um ríflega tveggja áratuga skeið.

Oft hefur verið til þess vitnað að frá Vestfjörðum hafi komið margir af mest áberandi og aðsópsmestu stjórnmálamönnum Íslands með Jón Sigurðsson í broddi fylkingar. Við getum svo talið áfram. Af fimm forsetum lýðveldisins teljast fjórir eiga rætur á Vestfjörðum eða hafa átt þar pólitískan feril og núverandi forseti er fæddur á Ísafirði og alin þar upp og á Þingeyri. Hannibal Valdimarsson var mikill verkalýðsforingi og sonur hans Jón Baldvin varð alþingismaður og ráðherra. Hann bjó um níu ára skeið á Vestfjörðum með árs hléi meðan hann var skólameistari Menntaskólans. Matthías Bjarnason var lengi alþingismaður og ráðherra í tveimur ríkisstjórnum, sem báðar sátu fullt kjörtímabil. Jón Sigurðsson var alþingismaður og ráðherra fyrir Alþýðuflokk, Sigurður Bjarnason frá Vigur lengi alþingismaður og ritstjóri Morgunblaðsins. Ólafur Ragnar Grímsson var alþingismaður og ráðherra Alþýðubandalags um skeið.

En þessir ágætu foringjar og leiðtogar í flokkum sínum fluttu suður og settust þar að. Matthías hélt lögheimili sínu þó á Ísafirði meðan hann var í stjórnmálum. Kannski er það eðlilegt að setjast að syðra. Það auðveldar starfið og margt annað. En almúginn hefur farið í fótspor foringjanna og kosið með fótunum að leita tækifæranna annars staðar, fyrir sunnan.

Þetta er ekki einsdæmi í heiminum. Fólk kýs alls staðar með fótunum og flytur í margmennið til að skapa sér betri tækifæri. Þess vegna er eftirtektarvert að niðurstöður skoðanakönnunar gefa þá niðurstöðu að nærri helmningur höfuðborgarbúa gæti hugsað sér að búa úti á landi. Af hverju gera þeir það ekki? Það er fróðlegt að heyra um Sólarkaffi hinna ýmsu átthagafélaga Vestfirðinga fyrir sunnan. Aðsókn er mikil, en gestirnir eru fluttir suður. Þeir hafa fylgt foringjunum og kosið með fótunum. Þessu þarf að breyta og óvíst að ein skýrsla á fallegum pappír breyti því, en orð eru til alls fyrst.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli