Frétt

bb.is | 08.02.2005 | 07:00„Eðlilegt að bjóða út alla þætti tölvumála bæjarins á almennum markaði“

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi telur að ekki eigi að gera samninga um einstaka þætti tölvumála bæjarins fyrr en starfshópur um tölvumál bæjarins hefur lokið störfum. Þá eigi að bjóða út alla þætti tölvumálanna. Formaður starfshópsins segir hópinn hafa heimild til þess að gera samninga um einstaka þætti tölvumála og ekki hafi verið nauðsynlegt að bjóða út þann verkþátt sem gerðir hafa verið samningar um. Síðastliðið haust var skipaður starfshópur sem fara skyldi yfir tölvumál Ísafjarðarbæjar. Í skipunarbréfi hópsins dagsettu 11. október kemur fram að hópnum var ætlað að skila tillögum í enda nóvember. Hópurinn kom saman til síns fyrsta fundar þann 28. október og hafði því í raun aðeins um mánuð til starfa enda fór það svo að á öðrum fundi nefndarinnar þann 22. nóvember var samþykkt að óska eftir lengri fresti til þess að skila tillögunum.

Á fyrsta fundi nefndarinar var bókað að samkvæmt bréfi frá Þóri Sveinssyni fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar væri hlutverk starfshópsins í raun fjórþætt. Í fyrsta lagi stefnumótun vegna vélbúnaðar, í öðru lagi vegna hugbúnaðar, í þriðja lagi vegna þjónustu við starfsmenn og bæjarfulltrúa og í fjórða og síðasta lagi stefnumótun vegna þjónustu við almenning. Strax á fyrsta fund nefndarinnar voru mættir fulltrúar frá tölvufyrirtækinu Lausnir-Íslensk fyrirtæki ehf. til þess að kynna vefsíðulausnir frá fyrirtækinu. Starfshópurinn bókaði að hann legði áherslu á að kanna hvað umrætt fyrirtæki hefði að bjóða og einnig yrði leitað til annarra aðila sem bjóða sambærilega þjónustu.

Á fyrsta fundinum var einnig samþykkt að leita til Víðis Arnarsonar kerfisfræðings á Ísafirði um að hann tæki að sér vinnu fyrir hópinn. Í fundargerð hópsins segir að varast beri „að vinna enn eina skýrslu um stöðu mála á ákveðnum tímapunkti og svo ekki söguna meir“.

Á þriðja fundi nefndarinnar var samþykkt að ganga til samninga við Ævar Eyþórsson um rekstur tölvukerfis Grunnskólans á Ísafirði. Tilboðið hljóðar upp á 288 þúsund krónur á mánuði og er útseld tímavinna 4 þúsund krónur á hverja klukkustund með virðisaukaskatti.

Á sjötta fundi nefndarinnar var ákveðið að ganga til samninga við Íslensk fyrirtæki ehf. um gerð heimasíðu fyrir Ísafjarðarbæ og stofnanir hans.

Þegar umræddar fundargerðir komu til staðfestingar á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar lagði Magnús Reynir bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar felur starfshópi um tölvumál að vinna áfram að verkefni sínu og setja fram tillögur um heildarlausnir í tölvumálum fyrir bæjarfélagið. Þar til starfshópurinn hefur lokið störfum, verði ekki gerðir neinir samningar um einstaka þætti, hvort heldur til skamms tíma eða lengri tíma. Stefnt verði að því að bjóða út á almennum markaði alla þætti tölvumálanna, vélbúnað, hugbúnað og þjónustu.“ Bæjarstjórn samþykkti að tillögu forseta að vísa tillögunni til bæjarráðs.

Magnús segir að hann telji starfshópinn vera kominn út fyrir verksvið sitt með því að gera samninga um einstök atriði án þess að heildar stefnumótun liggi fyrir. „Það er rétt að byrja á réttum enda í þessu máli. Fyrst verðum við að ákveða hvað við viljum og teljum rétt að gera í þessum málum. Þegar því er lokið er fyrst tímabært að leita tilboða í einstök verkefni“, segir Magnús.

Ingi Þór Ágústsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður starfshópsins segist líta þannig á að hópurinn hafi fulla heimild til þess að gera samninga um ákveðna þætti í tölvumálum bæjarins. Aðspurður hvort ekki hefði verið eðlilegra að bjóða út verk við gerð heimasíðu bæjarins telur Ingi Þór það ekki nauðsynlegt. „Sá aðili sem við leggjum til að samið verði við hefur allt það að bjóða sem við teljum nauðsynlegt til þessara hluta og því var ákveðið að taka tilboði hans“, segir Ingi.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli